Engin skólagjöld Kristinn H. Gunnarsson skrifar 28. október 2004 00:01 Skólagjöld - Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður Stefna Framsóknarflokksins er skýr varðandi skólagjöld í ríkisreknum háskólum: engin skólagjöld. Í samþykkt síðasta flokksþings, sem haldið var í febrúar 2003, segir orðrétt um þetta: "Almenn skólagjöld verði ekki tekin upp í grunnskólum og framhaldsskólum, né í ríkisreknum háskólum". Spyrja má, nær afstaða flokksins aðeins til grunnnáms í ríkisreknum háskóla þannig að varðandi framhaldsnám sé flokkurinn fylgjandi skólagjöldum eða hafi a.m.k. ekki hafnað þeim. Svarið er ótvírætt nei við báðum spurningunum. Flokksþingið vísaði frá tillögu um að bæta við orðunum "í grunnnámi" í ályktunina. Hún hefði þá hljóðað: "né í grunnnámi í ríkisreknum háskólum". Breytingartillagan hefði dregið úr aðaltillögunni, þannig að hún væri ekki eins víðtæk og afdráttarlaus. Andstaðan við breytingartillöguna var svo mikil að ekki var heimilað að mæla fyrir henni og ekki mátti ræða hana í umræðunum, tillögunni var umsvifalaust vísað frá með dagskrártillögu sem Dagný Jónsdóttir flutti og flestir viðstaddir forystumenn flokksins studdu. Skýrari afstöðu er ekki hægt að sýna til málsins. Staðan er þá sú að hendur forystumanna flokksins og þingmanna eru algerlega bundnar í þessu máli. Þeir geta ekki hvikað frá samþykktri stefnu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar eru ekki boðuð skólagjöld og reyndar hvergi á þau minnst. Þar stendur að meðal helstu markmiða ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á kjörtímabilinu sé: að tryggja öllum jöfn tækifæri til náms án tillits til búsetu og efnahags. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur í miðstjórn flokksins, og í honum felast engar heimildir til þess að víkja frá samþykktri stefnu flokksþingsins 2003. Nú er spurt er Framsóknarflokkurinn tilbúinn til þess að taka upp skólagjöld í sameinuðum háskóla Tækniháskólans og Háskóla Reykjavíkur? Verði nýi háskólinn ríkisrekinn er svarið skýrt og ótvírætt nei. Flokkurinn getur ekki staðið að því nema þá að sækja áður nýja stefnu til næsta flokksþings. Verði nýi skólinn ekki ríkisrekinn háskóli þá þarf fyrst að ákveða hvort ríkið selji Tækniháskólann eða eigi hann áfram og leggi skólann með gögnum og gæðum inn í nýjan skóla sem yrði til úr þeim báðum. Ef ríkið selur Tækniháskólann er um dæmigerða einkavæðingu að ræða og það er alveg nýr flötur. Framsóknarflokkurinn hefur ekkert gefið undir fótinn með einkavæðingu í skólakerfinu og það á eftir að ákveða stefnuna. Niðurstaðan er þá að flokkurinn getur ekki staðið að slíku nú. Þá er það síðasti kosturinn, sameinaður skóli sem er ekki ríkisrekinn. Hugsanlega má koma sér undan formlegri samþykkt flokksþings með þeirri leið, en ég held að fæstum muni blandast hugur um að þar væri aðeins verið að fara í kringum samþykktina og opna fyrir almenn skólagjöld í öllu háskólanámi. Til dæmis með því að sameina svo Verkfræði- og raunvísindadeild H.Í við hinn sameinaða skóla, eða sameina lagadeild H.Í við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Þessi leið gengur ekki heldur. Niðurstaðan úr öllum möguleikum er sú sama, að óbreyttri stefnu flokksins getur hann ekki staðið að því að taka upp almenn skólagjöld. Einfalt og skýrt. Engin skólagjöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Sjá meira
Skólagjöld - Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður Stefna Framsóknarflokksins er skýr varðandi skólagjöld í ríkisreknum háskólum: engin skólagjöld. Í samþykkt síðasta flokksþings, sem haldið var í febrúar 2003, segir orðrétt um þetta: "Almenn skólagjöld verði ekki tekin upp í grunnskólum og framhaldsskólum, né í ríkisreknum háskólum". Spyrja má, nær afstaða flokksins aðeins til grunnnáms í ríkisreknum háskóla þannig að varðandi framhaldsnám sé flokkurinn fylgjandi skólagjöldum eða hafi a.m.k. ekki hafnað þeim. Svarið er ótvírætt nei við báðum spurningunum. Flokksþingið vísaði frá tillögu um að bæta við orðunum "í grunnnámi" í ályktunina. Hún hefði þá hljóðað: "né í grunnnámi í ríkisreknum háskólum". Breytingartillagan hefði dregið úr aðaltillögunni, þannig að hún væri ekki eins víðtæk og afdráttarlaus. Andstaðan við breytingartillöguna var svo mikil að ekki var heimilað að mæla fyrir henni og ekki mátti ræða hana í umræðunum, tillögunni var umsvifalaust vísað frá með dagskrártillögu sem Dagný Jónsdóttir flutti og flestir viðstaddir forystumenn flokksins studdu. Skýrari afstöðu er ekki hægt að sýna til málsins. Staðan er þá sú að hendur forystumanna flokksins og þingmanna eru algerlega bundnar í þessu máli. Þeir geta ekki hvikað frá samþykktri stefnu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar eru ekki boðuð skólagjöld og reyndar hvergi á þau minnst. Þar stendur að meðal helstu markmiða ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á kjörtímabilinu sé: að tryggja öllum jöfn tækifæri til náms án tillits til búsetu og efnahags. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur í miðstjórn flokksins, og í honum felast engar heimildir til þess að víkja frá samþykktri stefnu flokksþingsins 2003. Nú er spurt er Framsóknarflokkurinn tilbúinn til þess að taka upp skólagjöld í sameinuðum háskóla Tækniháskólans og Háskóla Reykjavíkur? Verði nýi háskólinn ríkisrekinn er svarið skýrt og ótvírætt nei. Flokkurinn getur ekki staðið að því nema þá að sækja áður nýja stefnu til næsta flokksþings. Verði nýi skólinn ekki ríkisrekinn háskóli þá þarf fyrst að ákveða hvort ríkið selji Tækniháskólann eða eigi hann áfram og leggi skólann með gögnum og gæðum inn í nýjan skóla sem yrði til úr þeim báðum. Ef ríkið selur Tækniháskólann er um dæmigerða einkavæðingu að ræða og það er alveg nýr flötur. Framsóknarflokkurinn hefur ekkert gefið undir fótinn með einkavæðingu í skólakerfinu og það á eftir að ákveða stefnuna. Niðurstaðan er þá að flokkurinn getur ekki staðið að slíku nú. Þá er það síðasti kosturinn, sameinaður skóli sem er ekki ríkisrekinn. Hugsanlega má koma sér undan formlegri samþykkt flokksþings með þeirri leið, en ég held að fæstum muni blandast hugur um að þar væri aðeins verið að fara í kringum samþykktina og opna fyrir almenn skólagjöld í öllu háskólanámi. Til dæmis með því að sameina svo Verkfræði- og raunvísindadeild H.Í við hinn sameinaða skóla, eða sameina lagadeild H.Í við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Þessi leið gengur ekki heldur. Niðurstaðan úr öllum möguleikum er sú sama, að óbreyttri stefnu flokksins getur hann ekki staðið að því að taka upp almenn skólagjöld. Einfalt og skýrt. Engin skólagjöld.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun