Margrét Lára í Val 29. október 2004 00:01 Það er ljóst að Íslandsmeistarar Vals í kvennafótboltanum ætla sér lítið annað en að verja titilinn á komandi tímabili. Þær hafa fengið Eyjastúlkuna Margréti Láru Viðarsdóttur í sínar raðir en Margrét Lára var valinn efnilegasti leikmaður Landsbankadeildar kvenna annað árið í röð fyrir skömmu auk þess sem hún var markahæst í deildinni í sumar. Margrét Lára skrifaði undir eins árs samning við Val en Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði í samtali við Fréttablaðið að koma hennar væri mikil lyftistöng fyrir félagið. "Hún er dýrkuð og dáð á Hlíðarenda og mun styrkja okkur mikið. Við horfum ekki síst til Evrópukeppninnar í því samhengi þar sem við verðum með í fyrsta sinn," sagði Börkur. Margrét Lára er dóttir Viðars Elíassonar, formanns knattspyrnudeildar ÍBV og þegar Fréttablaðið innti hana eftir því hvort pabbi hefði tekið vel í félagskiptin sagði Margrét Lára að hann styddi hana fullkomlega. "Foreldrar mínir eru frábærir og hafa alltaf stutt við bakið á mér. Pabbi skildi þetta vel," sagði Margrét Lára og játti því að hann hefði tekið fjölskylduna fram yfir félagið. Margrét Lára mun stunda nám við Menntaskólann í Kópavogi og sagðist vonast til að ná samræma skólann og fótboltann betur en undanfarin ár. "Ég hef átt erfitt með samræma þetta tvennt í Vestmannaeyjum því ég hef eytt svo miklum tíma upp á landi en nú vonast ég til að bót verði á. Valsliðið er mjög sterkt og það eru spennandi tímar framundan með þátttöku í Evrópukeppni," sagði Margrét Lára sem viðurkenndi að hún hefði augastað á fyrsta Íslandsmeistaratitlinum, titli sem hún hefur veirð nálægt því að vinna undanfarin tvö ár. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Það er ljóst að Íslandsmeistarar Vals í kvennafótboltanum ætla sér lítið annað en að verja titilinn á komandi tímabili. Þær hafa fengið Eyjastúlkuna Margréti Láru Viðarsdóttur í sínar raðir en Margrét Lára var valinn efnilegasti leikmaður Landsbankadeildar kvenna annað árið í röð fyrir skömmu auk þess sem hún var markahæst í deildinni í sumar. Margrét Lára skrifaði undir eins árs samning við Val en Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði í samtali við Fréttablaðið að koma hennar væri mikil lyftistöng fyrir félagið. "Hún er dýrkuð og dáð á Hlíðarenda og mun styrkja okkur mikið. Við horfum ekki síst til Evrópukeppninnar í því samhengi þar sem við verðum með í fyrsta sinn," sagði Börkur. Margrét Lára er dóttir Viðars Elíassonar, formanns knattspyrnudeildar ÍBV og þegar Fréttablaðið innti hana eftir því hvort pabbi hefði tekið vel í félagskiptin sagði Margrét Lára að hann styddi hana fullkomlega. "Foreldrar mínir eru frábærir og hafa alltaf stutt við bakið á mér. Pabbi skildi þetta vel," sagði Margrét Lára og játti því að hann hefði tekið fjölskylduna fram yfir félagið. Margrét Lára mun stunda nám við Menntaskólann í Kópavogi og sagðist vonast til að ná samræma skólann og fótboltann betur en undanfarin ár. "Ég hef átt erfitt með samræma þetta tvennt í Vestmannaeyjum því ég hef eytt svo miklum tíma upp á landi en nú vonast ég til að bót verði á. Valsliðið er mjög sterkt og það eru spennandi tímar framundan með þátttöku í Evrópukeppni," sagði Margrét Lára sem viðurkenndi að hún hefði augastað á fyrsta Íslandsmeistaratitlinum, titli sem hún hefur veirð nálægt því að vinna undanfarin tvö ár.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira