Olíufélög leiti sátt við útgerðir 1. nóvember 2004 00:01 Olíufélögin eiga að hafa frumkvæði að því að taka upp viðræður við útgerðirnar um það hvernig hægt er að bæta fyrir það tjón sem útgerðirnar urðu fyrir vegna meints samráðs olíufélaganna. Þetta segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. Friðrik segir að LÍÚ sé þessa dagana að skoða málið í heild lagalega meðal annars með hugsanlegan skaðabótarétt útgerða í huga. Hann segir að nokkur útgerðarfyrirtæki séu þegar byrjuð að kanna réttarstöðu sína gagnvart olíufélögunum með bótakröfu í huga. Hann segir ekki ljóst hvað olíufélögin hafi haft mikið af útgerðinni en það sé hans mat að olíufélögin eigi nú að hafa frumkvæði að viðræðum. Þau eigi að fara yfir málin með einstökum útgerðarfyrirtækjum og reyna að bæta fyrir tjónið sem þau ollu. Eitt dæmi um meint samráð olíufélaganna snertir kaup íslenskra fiskiskipa á olíu í Færeyjum árið 2001. Vegna hás olíuverðs á Íslandi byrjuðu íslensk útgerðarfyrirtæki að kaupa olíu í Færeyjum árið 1998 í ríkari mæli en þau höfðu gert. Landssamband íslenskra útvegsmanna gagnrýndi mikinn verðmun milli Íslands og Færeyja harðlega. Í skýrslu samkeppnisráðs kemur fram að olíufélögin hafi kunnað þessari gagnrýni afar illa. Í kjölfarið hafi þau beitt sér fyrir því að olíuverð til íslenskra skipa í Færeyjum yrði hækkað svo að þrýstingur á að olíuverð á Íslandi lækkaði myndi minnka. Beindust aðgerðir íslensku olíufélaganna gegn Statoil og Shell í Færeyjum. Í október árð 2001 höfðu íslensku olíufélögin í hótunum við Statoil um að hætta olíuviðskiptum við það ef það beitti sér ekki fyrir verðhækkun á olíu til íslenskra fiskiskipa í Færeyjum. Í kjölfarið féllst Statoil á að hækka verðið í Færeyjum. "Mér finnst sorglegt hvað þessir annars ágætu menn virðast hafa leiðst út í," segir Friðrik. "Eins og þetta lítur út þá er þetta miklu verra heldur en nokkurn hefði grunað. Það sem mér finnst koma fram í þessu er algjört virðingarleysi fyrir viðskiptavininum." Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Olíufélögin eiga að hafa frumkvæði að því að taka upp viðræður við útgerðirnar um það hvernig hægt er að bæta fyrir það tjón sem útgerðirnar urðu fyrir vegna meints samráðs olíufélaganna. Þetta segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. Friðrik segir að LÍÚ sé þessa dagana að skoða málið í heild lagalega meðal annars með hugsanlegan skaðabótarétt útgerða í huga. Hann segir að nokkur útgerðarfyrirtæki séu þegar byrjuð að kanna réttarstöðu sína gagnvart olíufélögunum með bótakröfu í huga. Hann segir ekki ljóst hvað olíufélögin hafi haft mikið af útgerðinni en það sé hans mat að olíufélögin eigi nú að hafa frumkvæði að viðræðum. Þau eigi að fara yfir málin með einstökum útgerðarfyrirtækjum og reyna að bæta fyrir tjónið sem þau ollu. Eitt dæmi um meint samráð olíufélaganna snertir kaup íslenskra fiskiskipa á olíu í Færeyjum árið 2001. Vegna hás olíuverðs á Íslandi byrjuðu íslensk útgerðarfyrirtæki að kaupa olíu í Færeyjum árið 1998 í ríkari mæli en þau höfðu gert. Landssamband íslenskra útvegsmanna gagnrýndi mikinn verðmun milli Íslands og Færeyja harðlega. Í skýrslu samkeppnisráðs kemur fram að olíufélögin hafi kunnað þessari gagnrýni afar illa. Í kjölfarið hafi þau beitt sér fyrir því að olíuverð til íslenskra skipa í Færeyjum yrði hækkað svo að þrýstingur á að olíuverð á Íslandi lækkaði myndi minnka. Beindust aðgerðir íslensku olíufélaganna gegn Statoil og Shell í Færeyjum. Í október árð 2001 höfðu íslensku olíufélögin í hótunum við Statoil um að hætta olíuviðskiptum við það ef það beitti sér ekki fyrir verðhækkun á olíu til íslenskra fiskiskipa í Færeyjum. Í kjölfarið féllst Statoil á að hækka verðið í Færeyjum. "Mér finnst sorglegt hvað þessir annars ágætu menn virðast hafa leiðst út í," segir Friðrik. "Eins og þetta lítur út þá er þetta miklu verra heldur en nokkurn hefði grunað. Það sem mér finnst koma fram í þessu er algjört virðingarleysi fyrir viðskiptavininum."
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira