Olíufélögin eiga að svara til saka 2. nóvember 2004 00:01 Með vísan til almennra lagareglna telja olíufélögin Skeljungur, Olís og Essó að stór hluti brotanna sem samkeppnisráð hefur sektað þau samtals um 2,6 milljarða króna fyrir, sé fyrndur. Gestur Jónsson, lögmaður Skeljungs sem var eina fyrirtækið sem ekki fékk afslátt af sektinni og þarf að greiða 1,1 milljarð króna, segist telja að fyrningarreglur almennra hegningarlaga gildi um þessi brot. "Það hefur liðið of langur tími síðan brotin áttu sér stað og þar til að fyrningarfresturinn var rofinn," segir Gestur. "Það er ekki hægt að búa til afturvirkar refsingar. Það er einfaldlega bannað samkvæmt stjórnarskránni." Aðspurður hvort brotin séu ekki það skýr að olíufélögunum beri einfaldlega siðferðileg skylda til að taka út refsingu segir Gestur: "Auðvitað eiga olíufélögin að svara til saka eins og aðrir í samfélaginu. Það er hins vegar okkar mat að framsetning Samkeppnisstofnunar í skýrslunni sé langt umfram það sem eðlilegt geti talist. Það er mitt mat að stofnunin sé að ganga miklu, miklu lengra í refsingu sinni en efni standa til um. Ég tel að margt í þessari skýrslu sé hreinlega ekki í neinu samræmi við gögn málsins. Þetta er svo efnismikið, þúsund síður sem ná til átta ára, að það er eins og að tala við vindinn að reyna að tala um einstök tilvik. Það er mjög erfitt fyrir félögin að reyna að svara skýrslu eins og þessari - þetta er allt því bókmenntaverk. Þeir sem hlut eiga að máli skilja kringumstæðurnar allt öðruvísi heldur en Samkeppnisstofnun gerir í mörgum tilvikum." Gestur segir ekkert fyrirtækjanna hafa farið fram á það að vera undanskilið réttarreglunum eins þær séu í landinu. "Það þýðir það líka að þeir sem hlut eiga að máli eiga rétt á því að það sé farið eftir reglunum sem hér gilda. Það er hreinlega rangt að ef menn halda því fram að einu andmæli félaganna lúti að fyrningu. Langstærsti hluti andmælanna sem fóru fyrir samkeppnisráð lutu að þeirri grimmdarlegu ályktun að félögin hafi hagnast um þúsundir milljóna króna með ólögmætum samráðum. Það var leitað til manna sem ekki eru tengdir þessum félögum til að reyna að meta þessar staðhæfingar Samkeppnisstofnunar. Þeirra niðurstöður voru að ályktanir Samkeppnisstofnunar væru hreinlega rangar." Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Essó, sagði að málið væri komið í ákveðinn farveg og vildi ekki tjá sig um málið frekar. Ekki náðist í Andra Óttarsson, lögmann Olís, þar sem hann er erlendis. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
Með vísan til almennra lagareglna telja olíufélögin Skeljungur, Olís og Essó að stór hluti brotanna sem samkeppnisráð hefur sektað þau samtals um 2,6 milljarða króna fyrir, sé fyrndur. Gestur Jónsson, lögmaður Skeljungs sem var eina fyrirtækið sem ekki fékk afslátt af sektinni og þarf að greiða 1,1 milljarð króna, segist telja að fyrningarreglur almennra hegningarlaga gildi um þessi brot. "Það hefur liðið of langur tími síðan brotin áttu sér stað og þar til að fyrningarfresturinn var rofinn," segir Gestur. "Það er ekki hægt að búa til afturvirkar refsingar. Það er einfaldlega bannað samkvæmt stjórnarskránni." Aðspurður hvort brotin séu ekki það skýr að olíufélögunum beri einfaldlega siðferðileg skylda til að taka út refsingu segir Gestur: "Auðvitað eiga olíufélögin að svara til saka eins og aðrir í samfélaginu. Það er hins vegar okkar mat að framsetning Samkeppnisstofnunar í skýrslunni sé langt umfram það sem eðlilegt geti talist. Það er mitt mat að stofnunin sé að ganga miklu, miklu lengra í refsingu sinni en efni standa til um. Ég tel að margt í þessari skýrslu sé hreinlega ekki í neinu samræmi við gögn málsins. Þetta er svo efnismikið, þúsund síður sem ná til átta ára, að það er eins og að tala við vindinn að reyna að tala um einstök tilvik. Það er mjög erfitt fyrir félögin að reyna að svara skýrslu eins og þessari - þetta er allt því bókmenntaverk. Þeir sem hlut eiga að máli skilja kringumstæðurnar allt öðruvísi heldur en Samkeppnisstofnun gerir í mörgum tilvikum." Gestur segir ekkert fyrirtækjanna hafa farið fram á það að vera undanskilið réttarreglunum eins þær séu í landinu. "Það þýðir það líka að þeir sem hlut eiga að máli eiga rétt á því að það sé farið eftir reglunum sem hér gilda. Það er hreinlega rangt að ef menn halda því fram að einu andmæli félaganna lúti að fyrningu. Langstærsti hluti andmælanna sem fóru fyrir samkeppnisráð lutu að þeirri grimmdarlegu ályktun að félögin hafi hagnast um þúsundir milljóna króna með ólögmætum samráðum. Það var leitað til manna sem ekki eru tengdir þessum félögum til að reyna að meta þessar staðhæfingar Samkeppnisstofnunar. Þeirra niðurstöður voru að ályktanir Samkeppnisstofnunar væru hreinlega rangar." Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Essó, sagði að málið væri komið í ákveðinn farveg og vildi ekki tjá sig um málið frekar. Ekki náðist í Andra Óttarsson, lögmann Olís, þar sem hann er erlendis.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent