Innlent

Gagnrýnir dóminn harðlega

Jafnréttisnefnd Reykjavíkur gagnrýnir harðlega nýgenginn dóm Héraðsdóms Reykjaness í máli þar sem refsingu yfir karlmanni í líkamsárásarmáli gegn konu hans var frestað, þar sem konan hefði átt sök á ofbeldinu. Í ályktun frá jafnréttisnefndinni segir að að látið sé að sök konunnar liggja í dómnum þar sem hún hafi reitt mann sinn til reiði. Jafnréttisnefnd Reykjavíkur telur dóminn senda hættuleg skilaboð til karla og kvenna og gera lítið úr alvarleika heimilisofbeldis og vonast hún til að Hæstiréttur taki öðruvísi á málinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×