Forstjórarnir enn í felum 5. nóvember 2004 00:01 Forstjórar olíufélaganna eru í felum. Þeir neita enn að ræða við fjölmiðla um skýrslu Samkeppnisstofnunar um verðsamráð félaganna. Hver einasti fjölmiðill á landsvísu er án efa á höttunum eftir viðtali við þá Geir Magnússon, Kristin Björnsson, og Einar Benediktsson. Einar Benediktsson í Olís er sá eini af þeim sem enn starfar hjá olíufyrirtæki. Hann fékk skilaboð í dag um að fréttastofan vildi ná af honum tali en sinnti þeim ekki. Heimili hans á Seltjarnanesi er ríkulegt enda var Einar með 1,7 milljón á mánuði ári eftir húsleit samkeppnisstofnunnar árið 2001. Heima hjá Geir Magnússyni í Skerjafirði, sem var forstjóri Essó, var allt með kyrrum kjörum. Þetta er glæsileg villa. Geir Magnússon var með 2,2 milljónir á ári þegar rannsókn hófst á samráði félaganna. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag: „Það verður sífellt erfiðara og erfiðara að þegja undir umræðunni,“ en hann vildi ekki koma fram fyrir sjónvarpsvélar. Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, býr í glæsihúsi á Fjólugötu. Hann sagðist enn vera að kynna sér skýrsluna og að hann myndi tjá sig þegar hann hefði náð vopnum sínum. Síðasta heila árið sem hann starfaði hjá Skeljungi var hann með sömu laun og Geir eða 2,2 milljónir. En málið hefur líka pólitískar afleiðingar. Þær raddir eru farnar að heyrast innan Sjálfstæðisflokksins að það gangi ekki að Sólveig Pétursdóttir, eiginkona Kristins og dómsmálaráðherra á meðan samráðið stóð yfir, taki við embætti forseta Alþingis eins og ráðgert er. Andrés Magnússon, Sjálfstæðismaður í innsta hring, skrifar þannig á heimasíðu sinni að hann geti ekki trúað að Sólveig og Kristinn hafi aldrei misst eitt orð um viðskiptahætti olíufélaganna yfir koddann eða kornflögudiskinn. Forseti Alþingis sé æðsta ókjörna embætti þjóðarinnar og einn af handhöfum forsetavalds. Slíkan skugga megi ekki undir nokkrum kringumstæðum bera á embættið. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Forstjórar olíufélaganna eru í felum. Þeir neita enn að ræða við fjölmiðla um skýrslu Samkeppnisstofnunar um verðsamráð félaganna. Hver einasti fjölmiðill á landsvísu er án efa á höttunum eftir viðtali við þá Geir Magnússon, Kristin Björnsson, og Einar Benediktsson. Einar Benediktsson í Olís er sá eini af þeim sem enn starfar hjá olíufyrirtæki. Hann fékk skilaboð í dag um að fréttastofan vildi ná af honum tali en sinnti þeim ekki. Heimili hans á Seltjarnanesi er ríkulegt enda var Einar með 1,7 milljón á mánuði ári eftir húsleit samkeppnisstofnunnar árið 2001. Heima hjá Geir Magnússyni í Skerjafirði, sem var forstjóri Essó, var allt með kyrrum kjörum. Þetta er glæsileg villa. Geir Magnússon var með 2,2 milljónir á ári þegar rannsókn hófst á samráði félaganna. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag: „Það verður sífellt erfiðara og erfiðara að þegja undir umræðunni,“ en hann vildi ekki koma fram fyrir sjónvarpsvélar. Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, býr í glæsihúsi á Fjólugötu. Hann sagðist enn vera að kynna sér skýrsluna og að hann myndi tjá sig þegar hann hefði náð vopnum sínum. Síðasta heila árið sem hann starfaði hjá Skeljungi var hann með sömu laun og Geir eða 2,2 milljónir. En málið hefur líka pólitískar afleiðingar. Þær raddir eru farnar að heyrast innan Sjálfstæðisflokksins að það gangi ekki að Sólveig Pétursdóttir, eiginkona Kristins og dómsmálaráðherra á meðan samráðið stóð yfir, taki við embætti forseta Alþingis eins og ráðgert er. Andrés Magnússon, Sjálfstæðismaður í innsta hring, skrifar þannig á heimasíðu sinni að hann geti ekki trúað að Sólveig og Kristinn hafi aldrei misst eitt orð um viðskiptahætti olíufélaganna yfir koddann eða kornflögudiskinn. Forseti Alþingis sé æðsta ókjörna embætti þjóðarinnar og einn af handhöfum forsetavalds. Slíkan skugga megi ekki undir nokkrum kringumstæðum bera á embættið.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent