Afsökunarbeiðnirnar mismunandi 8. nóvember 2004 00:01 Olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís hafa nú öll beðist afsökunar á ólöglegu samráði félaganna um verðlagningu en gera það með býsna mismunandi hætti. Stjórn, stjórnendur og almennir starfsmenn olíufélagsins Essó harma þátt félagsins í samráði íslenskra olíufélaga á árum áður, eins og það er orðað, og biðjast afsökunar fyrir hönd fyrirtækisins í heilsíðuauglýsingu í dagblöðunum í morgun. Fremstur á hópmynd í auglýsingunni er Hjörleifur Jakobsson forstjóri sem vann hjá Eimskipum meðan á samráðinu stóð. Athygli vekur að Essó notar ekki tækifærið til að kasta rýrð að vinnubrögðum Samkeppnisstofnunar í málinu, eins og Einar Benediktsson, forstjóri Olís, gerði í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum í gær, án þess að rökstyðja það nánar. Hann ber því hins vegar við að þátttaka í opinberri umfjöllun núna gæti skaðað réttarstöðu Olís og einstaklinga á síðari stigum þannig að stjórnendur muni ekki tjá sig nánar að svo stöddu. Þegar tilkynning forstjóra Olís er skoðuð nánar, en hann var líka forstjóri á samráðstímabilinu, kemur í ljós að hann eyðir 21 orði í afsökunarbeiðnina, hundrað orðum meira - eða 121 orði - í gagnrýni á Samkppnisstofnun, og 37 orðum í að biðja félaginu griða almennings þar til málið hefur fengið umfjöllun í rétarkerfi landsins. Annar tónn er í yfirlýsingu frá Gunnari Karli Guðmundssyni, forstjóra Skeljungs, sem reyndar var aðstoðarforstjóri hluta samráðstímabilsins. Þar eru viðskiptavinir félagsins beðnir afsökunar á því sem miður fór á þessum árum og starfsfólk félagsins er beðið afsökunar á þeim óþægindum sem það hefur orðið fyrir upp á síðkastið vegna málsins, um leið og því er þakkað góð frammistaða og samstaða á þessum erfiðu tímum. Þarna biðja stjórnendur Skeljungs sem sagt hinn almenna starfsmann, sem engan þátt hefur átt í samráðinu, afsökunar á framferði fyrri eigenda félagsins en á það er að líta að núverandi eigendur eru allir nýir og tóku ekki þátt í samráðinu. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís hafa nú öll beðist afsökunar á ólöglegu samráði félaganna um verðlagningu en gera það með býsna mismunandi hætti. Stjórn, stjórnendur og almennir starfsmenn olíufélagsins Essó harma þátt félagsins í samráði íslenskra olíufélaga á árum áður, eins og það er orðað, og biðjast afsökunar fyrir hönd fyrirtækisins í heilsíðuauglýsingu í dagblöðunum í morgun. Fremstur á hópmynd í auglýsingunni er Hjörleifur Jakobsson forstjóri sem vann hjá Eimskipum meðan á samráðinu stóð. Athygli vekur að Essó notar ekki tækifærið til að kasta rýrð að vinnubrögðum Samkeppnisstofnunar í málinu, eins og Einar Benediktsson, forstjóri Olís, gerði í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum í gær, án þess að rökstyðja það nánar. Hann ber því hins vegar við að þátttaka í opinberri umfjöllun núna gæti skaðað réttarstöðu Olís og einstaklinga á síðari stigum þannig að stjórnendur muni ekki tjá sig nánar að svo stöddu. Þegar tilkynning forstjóra Olís er skoðuð nánar, en hann var líka forstjóri á samráðstímabilinu, kemur í ljós að hann eyðir 21 orði í afsökunarbeiðnina, hundrað orðum meira - eða 121 orði - í gagnrýni á Samkppnisstofnun, og 37 orðum í að biðja félaginu griða almennings þar til málið hefur fengið umfjöllun í rétarkerfi landsins. Annar tónn er í yfirlýsingu frá Gunnari Karli Guðmundssyni, forstjóra Skeljungs, sem reyndar var aðstoðarforstjóri hluta samráðstímabilsins. Þar eru viðskiptavinir félagsins beðnir afsökunar á því sem miður fór á þessum árum og starfsfólk félagsins er beðið afsökunar á þeim óþægindum sem það hefur orðið fyrir upp á síðkastið vegna málsins, um leið og því er þakkað góð frammistaða og samstaða á þessum erfiðu tímum. Þarna biðja stjórnendur Skeljungs sem sagt hinn almenna starfsmann, sem engan þátt hefur átt í samráðinu, afsökunar á framferði fyrri eigenda félagsins en á það er að líta að núverandi eigendur eru allir nýir og tóku ekki þátt í samráðinu.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira