
Innlent
Þjónustugjöld á Akranesi hækka
Þá munu meðal annars gjöld í leik- og grunnskólum bæjarins hækka sem því nemur frá núverandi gjaldskrá svo og gjaldskrá sorpstöðvarinnar Gámu. Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs um álagningu gjalda fyrir árið 2005 verður álagning fasteignagjalda óbreytt. Álagningarprósenta íbúðarhúsnæðis verður 0,431% af álagningarstofni og 1,275% af öðru húsnæði. Lóðarleiga verði 1,0% af lóðarmati íbúðarhúsnæðis og 1,5% vegna atvinnuhúsalóða. Holræsagjald verður 0,20% af fasteignamati.