Amfetamín falið í loftpressu 8. nóvember 2004 00:01 Fimm eru enn í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á einu stærsta fíkniefnamáli síðari ára þar sem um ellefu kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni var smyglað með Dettifossi í tveimur ferðum. Tvö þúsund skammtar af LSD komu með póstinum. Alls hafa níu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald við rannsóknina en fjórum þeirra hefur verið sleppt. Flestir sem nú sitja inni hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í desember en gæsluvarðhald yfir þeim var fyrir skömmu framlengt um sex vikur. Gæsluvarðhald yfir einum rennur út á fimmtudag en hann var fyrst handtekinn fyrir um hálfum mánuði síðan. Að sögn Ásgeirs Karlssonar liggur ekki fyrir hvort farið verði fram á framlengingu. Tæp þrjú kíló af amfetamíni og sex hundruð grömm af kókaíni fundust í vörusendingu í Dettifossi í mars og hófst þá rannsókn lögreglu og tollgæslu. Rannsóknin leiddi til að átta kíló af amfetamíni fundust falin í loftpressu í Dettifossi þegar skipið kom til landsins í júlí. Tvö þúsund skammtar af LSD fundust síðan í póstsendingu sem stíluð var á mann í Vestmannaeyjum og barst til landsins í september. Auk þessara efna hefur verið lagt hald á minniháttar magn fíkniefna við húsleitir. Einn Íslendingur var framseldur frá Hollandi vegna málsins en hann og annar Íslendingur voru handteknir þar ytra. Sá síðarnefndi hefur ekki verið framseldur þar sem hann er ekki talinn tengjast innflutningnum. En í húsleit á heimili hans í Hollandi fundust um eitt kíló af amfetamíni og tuttugu kíló af maríjúana og hefur hollenska lögreglan það mál til rannsóknar. Ásgeir segir rannsókn málsins vel á veg komna. Málið hafi strax í upphafi verið umfangsmikið og það hafi ekki minnkað í sniðum. Auk þeirra sem setið hafa í gæsluvarðhaldi hafa nokkrir til viðbótar verið handteknir auk þess sem einhverjir fleiri hafi verið yfirheyrðir. Þeir sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna málsins hafa allir komið við sögu lögreglu með einum eða öðrum hætti. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Fimm eru enn í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á einu stærsta fíkniefnamáli síðari ára þar sem um ellefu kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni var smyglað með Dettifossi í tveimur ferðum. Tvö þúsund skammtar af LSD komu með póstinum. Alls hafa níu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald við rannsóknina en fjórum þeirra hefur verið sleppt. Flestir sem nú sitja inni hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í desember en gæsluvarðhald yfir þeim var fyrir skömmu framlengt um sex vikur. Gæsluvarðhald yfir einum rennur út á fimmtudag en hann var fyrst handtekinn fyrir um hálfum mánuði síðan. Að sögn Ásgeirs Karlssonar liggur ekki fyrir hvort farið verði fram á framlengingu. Tæp þrjú kíló af amfetamíni og sex hundruð grömm af kókaíni fundust í vörusendingu í Dettifossi í mars og hófst þá rannsókn lögreglu og tollgæslu. Rannsóknin leiddi til að átta kíló af amfetamíni fundust falin í loftpressu í Dettifossi þegar skipið kom til landsins í júlí. Tvö þúsund skammtar af LSD fundust síðan í póstsendingu sem stíluð var á mann í Vestmannaeyjum og barst til landsins í september. Auk þessara efna hefur verið lagt hald á minniháttar magn fíkniefna við húsleitir. Einn Íslendingur var framseldur frá Hollandi vegna málsins en hann og annar Íslendingur voru handteknir þar ytra. Sá síðarnefndi hefur ekki verið framseldur þar sem hann er ekki talinn tengjast innflutningnum. En í húsleit á heimili hans í Hollandi fundust um eitt kíló af amfetamíni og tuttugu kíló af maríjúana og hefur hollenska lögreglan það mál til rannsóknar. Ásgeir segir rannsókn málsins vel á veg komna. Málið hafi strax í upphafi verið umfangsmikið og það hafi ekki minnkað í sniðum. Auk þeirra sem setið hafa í gæsluvarðhaldi hafa nokkrir til viðbótar verið handteknir auk þess sem einhverjir fleiri hafi verið yfirheyrðir. Þeir sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna málsins hafa allir komið við sögu lögreglu með einum eða öðrum hætti.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira