Launanefndin segist óbundin af miðlunartillögu sáttasemjara 8. nóvember 2004 00:01 Launanefnd sveitarfélaga telur sig óbundna af miðlunartillögu ríkissáttasemjara eftir að kennarar felldu hana í allsherjaratkvæðagreiðslu. Í yfirlýsingu launanefndarinnar segir að nefndin sé tilbúin að leggja fram tillögu að lausn málsins sem feli í sér samræmingu á vinnutíma og launum kennara við aðra háskólamenntaða starfsmenn sveitarfélaganna. Þá segir í yfirlýsingunni að launanefnd sveitarfélaga telji að miðlunartillaga ríkissáttasemjara fylgi í aðalatriðum ófrávíkjanlegum kröfum Kennarasambands Íslands. Launanefndin beindi því til Kennarasambands Íslands að fresta verkfalli á meðan aðilar fara yfir miðlunartillögu sáttasemjara, kynna hana og kanna hug félagsmanna KÍ til þessarar lausnar. Þá segist launanefndin í yfirlýsingu sinni leggja áherslu á að samningsaðilar taki í framhaldinu upp viðræður um endurskoðun á samskiptum og leikreglum við gerð kjarasamninga til að komast hjá því að aftur þurfi að koma til verkfalls grunnskólakennara sem allir tapa á, ekki síst börnin. Yfirlýsing Launanefndarinnar sem birtist á heimasíðu Sambands sveitarfélaga:Miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu LN og KÍ v/grunnskólans var afgreidd með leynilegri atkvæðagreiðslu eins og lög kveða á um á fundi Launanefndar sveitarfélaga í húskynnum sáttasemjara fyrr í dag og atkvæðin síðan afhent ríkissáttasemjara. Í framhaldinu samþykkti nefndin sérstaka yfirlýsingu vegna málsins.Yfirlýsing Launanefndar sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara vegna afgreiðslu á miðlunartillögu 8. nóvember 2004: Launanefnd sveitarfélaga telur að miðlunartillaga ríkissáttasemjara fylgi í aðalatriðum ófrávíkjanlegum kröfum Kennarasambands Íslands um: 1. Takmarkanir á stjórnunarrétti skólastjórnenda gagnvart kennurum varðandi svokallaðan „verkstjórnartíma”.2. Tilfærslu á (94% af) núverandi „launapotti” (til að greiða kennurum vegna álags og ábyrgðar í starfi) til beinnar hækkunar á launatöflu.3. Lækkun kennsluskyldu um 2 kennslustundir á samningstímabilinu.4. Rétt 55 og 60 ára kennara (sem njóta sérstaks kennsluafsláttar) til kennsluyfirvinnu frá fyrstu kennslustund umfram 24/19 kennslustundir.5. Rétt félagsmanna til allt að 2% mótframlags frá vinnuveitanda vegna séreignarsparnaðar. Á 450 manna fjármálaráðstefnu sveitarstjórnarmanna komu þau sjónarmið ótvírætt fram að miðlunartillagan feli í sér óásættanlegt fráhvarf frá stefnu og markmiðum sveitarfélaganna um framþróun skólastarfs. Þetta varðar sérstaklega stjórnunarrétt yfir vinnu kennara og sveigjanlegt launamyndunarkerfi, auk þess sem að tillagan felur í sér of mikinn kostnaðarauka. Verði þetta fyrirmynd að öðrum kjarasamningum sveitarfélaganna mun það leiða til meiri kostnaðarauka en sveitarfélögin geta borið og kalla á allsherjarendurskoðun á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði sem síðan mun leiða til verðbólgu, aukins atvinnuleysis og ógna stöðugleikanum í efnahagslífinu. Sveitarstjórnarmenn töldu einnig umræðuna meðal kennara vera á öðrum nótum en ófrávíkjanlegar kröfur KÍ gefa til kynna. Hvöttu sveitarstjórnarmenn LN til að kanna grundvöll þess að samræma kjarasamningsákvæði kennara varðandi vinnutíma og laun við kjarasamninga annarra háskólamenntaðra starfsmanna sveitarfélaganna. Í þessu ljósi hefur Launanefnd sveitarfélaga ákveðið eftirfarandi:1. Launanefnd sveitarfélaga greiðir atkvæði með miðlunartillögu ríkissáttasemjara þrátt fyrir að hún telji þessa tillögu stríða gegn meginmarkmiðum LN - ef þetta samþykki verður til þess að ljúka verkfalli og koma á reglubundnu skólastarfi að nýju.2. Verði miðlunartillaga ríkissáttasemjara felld í allsherjaratkvæðagreiðslu félagsmanna KÍ, telur LN sig óbundna af miðlunartillögunni og er af ofangreindum ástæðum tilbúin að leggja fram tillögu að lausn málsins sem felur í sér samræmingu á vinnutíma og launum kennara við aðra háskólamenntaða starfsmenn sveitarfélaganna. 3. Launanefnd sveitarfélaga beinir því jafnframt til Kennarasambands Íslands að fresta verkfalli á meðan aðilar fara yfir þessa tillögu, kynna hana og kanna hug félagsmanna KÍ til þessarar lausnar. 4. Launanefnd sveitarfélaga leggur áherslu á að samningsaðilar taki í framhaldinu upp viðræður um endurskoðun á samskiptum og leikreglum við gerð kjarasamninga til að komast hjá því að aftur þurfi að koma til verkfalls grunnskólakennara sem allir tapa á, ekki síst börnin. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Launanefnd sveitarfélaga telur sig óbundna af miðlunartillögu ríkissáttasemjara eftir að kennarar felldu hana í allsherjaratkvæðagreiðslu. Í yfirlýsingu launanefndarinnar segir að nefndin sé tilbúin að leggja fram tillögu að lausn málsins sem feli í sér samræmingu á vinnutíma og launum kennara við aðra háskólamenntaða starfsmenn sveitarfélaganna. Þá segir í yfirlýsingunni að launanefnd sveitarfélaga telji að miðlunartillaga ríkissáttasemjara fylgi í aðalatriðum ófrávíkjanlegum kröfum Kennarasambands Íslands. Launanefndin beindi því til Kennarasambands Íslands að fresta verkfalli á meðan aðilar fara yfir miðlunartillögu sáttasemjara, kynna hana og kanna hug félagsmanna KÍ til þessarar lausnar. Þá segist launanefndin í yfirlýsingu sinni leggja áherslu á að samningsaðilar taki í framhaldinu upp viðræður um endurskoðun á samskiptum og leikreglum við gerð kjarasamninga til að komast hjá því að aftur þurfi að koma til verkfalls grunnskólakennara sem allir tapa á, ekki síst börnin. Yfirlýsing Launanefndarinnar sem birtist á heimasíðu Sambands sveitarfélaga:Miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu LN og KÍ v/grunnskólans var afgreidd með leynilegri atkvæðagreiðslu eins og lög kveða á um á fundi Launanefndar sveitarfélaga í húskynnum sáttasemjara fyrr í dag og atkvæðin síðan afhent ríkissáttasemjara. Í framhaldinu samþykkti nefndin sérstaka yfirlýsingu vegna málsins.Yfirlýsing Launanefndar sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara vegna afgreiðslu á miðlunartillögu 8. nóvember 2004: Launanefnd sveitarfélaga telur að miðlunartillaga ríkissáttasemjara fylgi í aðalatriðum ófrávíkjanlegum kröfum Kennarasambands Íslands um: 1. Takmarkanir á stjórnunarrétti skólastjórnenda gagnvart kennurum varðandi svokallaðan „verkstjórnartíma”.2. Tilfærslu á (94% af) núverandi „launapotti” (til að greiða kennurum vegna álags og ábyrgðar í starfi) til beinnar hækkunar á launatöflu.3. Lækkun kennsluskyldu um 2 kennslustundir á samningstímabilinu.4. Rétt 55 og 60 ára kennara (sem njóta sérstaks kennsluafsláttar) til kennsluyfirvinnu frá fyrstu kennslustund umfram 24/19 kennslustundir.5. Rétt félagsmanna til allt að 2% mótframlags frá vinnuveitanda vegna séreignarsparnaðar. Á 450 manna fjármálaráðstefnu sveitarstjórnarmanna komu þau sjónarmið ótvírætt fram að miðlunartillagan feli í sér óásættanlegt fráhvarf frá stefnu og markmiðum sveitarfélaganna um framþróun skólastarfs. Þetta varðar sérstaklega stjórnunarrétt yfir vinnu kennara og sveigjanlegt launamyndunarkerfi, auk þess sem að tillagan felur í sér of mikinn kostnaðarauka. Verði þetta fyrirmynd að öðrum kjarasamningum sveitarfélaganna mun það leiða til meiri kostnaðarauka en sveitarfélögin geta borið og kalla á allsherjarendurskoðun á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði sem síðan mun leiða til verðbólgu, aukins atvinnuleysis og ógna stöðugleikanum í efnahagslífinu. Sveitarstjórnarmenn töldu einnig umræðuna meðal kennara vera á öðrum nótum en ófrávíkjanlegar kröfur KÍ gefa til kynna. Hvöttu sveitarstjórnarmenn LN til að kanna grundvöll þess að samræma kjarasamningsákvæði kennara varðandi vinnutíma og laun við kjarasamninga annarra háskólamenntaðra starfsmanna sveitarfélaganna. Í þessu ljósi hefur Launanefnd sveitarfélaga ákveðið eftirfarandi:1. Launanefnd sveitarfélaga greiðir atkvæði með miðlunartillögu ríkissáttasemjara þrátt fyrir að hún telji þessa tillögu stríða gegn meginmarkmiðum LN - ef þetta samþykki verður til þess að ljúka verkfalli og koma á reglubundnu skólastarfi að nýju.2. Verði miðlunartillaga ríkissáttasemjara felld í allsherjaratkvæðagreiðslu félagsmanna KÍ, telur LN sig óbundna af miðlunartillögunni og er af ofangreindum ástæðum tilbúin að leggja fram tillögu að lausn málsins sem felur í sér samræmingu á vinnutíma og launum kennara við aðra háskólamenntaða starfsmenn sveitarfélaganna. 3. Launanefnd sveitarfélaga beinir því jafnframt til Kennarasambands Íslands að fresta verkfalli á meðan aðilar fara yfir þessa tillögu, kynna hana og kanna hug félagsmanna KÍ til þessarar lausnar. 4. Launanefnd sveitarfélaga leggur áherslu á að samningsaðilar taki í framhaldinu upp viðræður um endurskoðun á samskiptum og leikreglum við gerð kjarasamninga til að komast hjá því að aftur þurfi að koma til verkfalls grunnskólakennara sem allir tapa á, ekki síst börnin.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira