Thomas hættir í stjórn Símans 9. nóvember 2004 00:01 Thomas Möller hefur ákveðið að segja sig úr stjórn Símans. Í tilkynningu sem birt var á vef Kauphallar Íslands segir að hann hafi ákveðið að segja sig úr stjórninni í framhaldi af ákvörðun Samkeppnisráðs um samráð olíufélaganna. Thomas var framkvæmdastjóri markaðssviðs Olís og kemur ítrekað við sögu í skýrslu Samkeppnisstofnunar. Thomas var í mars 2002 skipaður í stjórn Símans en í ágúst í fyrra ákvað hann að segja sig úr stjórninni á meðan rannsókn Samkeppnisyfirvalda á samráði olíufélaganna fór fram. Geir Haarde fjármálaráðherra skipaði hann hins vegar aftur í stjórnina á þessu ári. Í tilkynningunni segir orðrétt: Ég undirritaður hef í dag tekið þá ákvörðun að segja mig úr stjórn Landssíma Íslands hf. Ákvörðun mín er tekin að vel íhuguð máli í kjölfar ákvörðunar Samkeppnisráðs um málefni olíufélaganna. Ég starfaði sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og síðar markaðssviðs hjá Olís til aprilmánaðar ársins 2002.Í ágúst á síðasta ári ákvað ég að víkja sæti í stjórn Landssíma Íslands hf. á meðan rannsókn á meintu samráði olíufélaganna stóð yfir. Nú þegar ákvörðun Samkeppnisráðs liggur fyrir hef ég ákveðið að segja mig úr stjórninni.Eins og ég hef gert áður í blaðaviðtali og ítreka nú, biðst ég afsökunar á aðkomu minni að þessu máli og vona að með því að stíga til hliðar takist mér að koma í veg fyrir að órói skapist um störf mín í stjórn Landssímans svo og að koma í veg fyrir að málið skaði Símann. Ég óska samstarfsfólki mínu í stjórn Landssímans áframhaldandi góðra starfa og fyrirtækinu óska ég velgengni í framtíðinni.Jafnframt upplýsist það hér með að ég mun ljúka störfum mínum sem stjórnarformaður Iceland Naturally landkynningarverkefnisins um áramótin og mun ég ekki sækjast eftir áframhaldandi stjórnarformennsku í því mikilvæga og merka verkefni.virðingarfyllstThomas Möller, Verkfræðingur Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Sjá meira
Thomas Möller hefur ákveðið að segja sig úr stjórn Símans. Í tilkynningu sem birt var á vef Kauphallar Íslands segir að hann hafi ákveðið að segja sig úr stjórninni í framhaldi af ákvörðun Samkeppnisráðs um samráð olíufélaganna. Thomas var framkvæmdastjóri markaðssviðs Olís og kemur ítrekað við sögu í skýrslu Samkeppnisstofnunar. Thomas var í mars 2002 skipaður í stjórn Símans en í ágúst í fyrra ákvað hann að segja sig úr stjórninni á meðan rannsókn Samkeppnisyfirvalda á samráði olíufélaganna fór fram. Geir Haarde fjármálaráðherra skipaði hann hins vegar aftur í stjórnina á þessu ári. Í tilkynningunni segir orðrétt: Ég undirritaður hef í dag tekið þá ákvörðun að segja mig úr stjórn Landssíma Íslands hf. Ákvörðun mín er tekin að vel íhuguð máli í kjölfar ákvörðunar Samkeppnisráðs um málefni olíufélaganna. Ég starfaði sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og síðar markaðssviðs hjá Olís til aprilmánaðar ársins 2002.Í ágúst á síðasta ári ákvað ég að víkja sæti í stjórn Landssíma Íslands hf. á meðan rannsókn á meintu samráði olíufélaganna stóð yfir. Nú þegar ákvörðun Samkeppnisráðs liggur fyrir hef ég ákveðið að segja mig úr stjórninni.Eins og ég hef gert áður í blaðaviðtali og ítreka nú, biðst ég afsökunar á aðkomu minni að þessu máli og vona að með því að stíga til hliðar takist mér að koma í veg fyrir að órói skapist um störf mín í stjórn Landssímans svo og að koma í veg fyrir að málið skaði Símann. Ég óska samstarfsfólki mínu í stjórn Landssímans áframhaldandi góðra starfa og fyrirtækinu óska ég velgengni í framtíðinni.Jafnframt upplýsist það hér með að ég mun ljúka störfum mínum sem stjórnarformaður Iceland Naturally landkynningarverkefnisins um áramótin og mun ég ekki sækjast eftir áframhaldandi stjórnarformennsku í því mikilvæga og merka verkefni.virðingarfyllstThomas Möller, Verkfræðingur
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Sjá meira