Áfram samstarf milli olíufélaganna 9. nóvember 2004 00:01 Olíufélögin þrjú stofnuðu fyrir tveimur mánuðum nýtt félag sem á að sjá um afgreiðslu á flugeldsneyti á Keflavíkurflugvelli og aðra þjónustu við olíu- og flugfélög á vellinum. Þetta félag er stofnað á grunni annars félags sem lagt hefur verið niður en er gagnrýnt harðlega fyrir að hafa verið vettvangur verðsamráðs og verkfæri til að auka hagnað olíufélaganna og skipta honum á milli sín. Forstjóri Esso segir að áfram verði ríkt samstarf á milli olíufélaganna. Fyrir tveimur mánuðum lögðu olíufélögin niður fyrirtækið EAK sf., Eldsneytisafgreiðsluna í Keflavík. Nokkrum dögum áður stofnuðu Esso, Skeljungur og Olís EAK ehf. Á stofnfundi voru tveir fulltrúar hvers félags og er hlutafé þess 18 milljónir króna. Tilgangur hins nýja félags er hinn sami og gamla félagsins: Afgreiðsla á flugeldsneyti á Keflavíkurflugvelli, eignaumsýsla og þjónusta við olíufélög og flugrekendur á Keflavíkurflugvelli. Rekstur EAK er harðlega átalinn í skýrslu samkeppnisstofnunar. Þar kemur meðal annars fram að með stofnun EAK „...væri hægt að innheimta mun hærra gjald af Flugleiðum en ef Flugleiðir færi í útboð og pressuðu niður verðið.“ Í skýrslunni kemur ennfremur fram að verðtilboð félaganna í útboði Flugleiða árin 1996 og 1997 voru unnin í samráði og tilboð Olíufélagsins haft lægst. Olíufélagið greiddi svo ákveðna upphæð af hverjum lítra sem það seldi Flugleiðum inn í EAK, og var henni síðan skipt á milli félaganna. Í niðurstöðu Samkeppnisráðs segir að þetta samráð brjóti gegn tíundu grein samkeppnislaga og það telur ennfremur að einn megintilgangur Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli hafi augljóslega verið sá að draga úr samkeppni og hækka verð. EAK hefur verið vettvangur ýmiskonar samráðs olíufélaganna í sölu eldsneytis á Keflavíkurflugvelli. Þá kemur fram að þessar aðgerðir hafi varað að minnsta kosti frá 1995 til 2001. Samkeppnisráð vekur ennfremur athygli á því að olíufélögin hafi „ ... enn samvinnu sín á milli innan vébanda ... EAK á Keflavíkurflugvelli ...“ Þeesi harða gagnrýni á starfsemi Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli vekur óneitanlega upp þær spurningar hvers vegna fyrirtækið haldi áfram að starfa, og nú með nýrri kennitölu og breyttu rekstrarformi. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Esso, svarar því til að það sé í sjálfu sér mjög algengt að þessi starfsemi sé sameiginleg erlendis. Það sé af öryggisástæðum því menn vilji ekki hafa of mörg tæki og tól inni á svona viðkvæmum svæðum. Að hans mati er það skynsamleg ráðstöfun. Staðan er því þessi: Það stendur til að hætta samstarfi í innflutningi gass og samrekstri bensínstöðva. Olíudreifing verður hins vegar áfram rekin sameiginlega af Olís og Esso og Eldsneytisafgreiðslan á Keflavíkurflugvelli verður undir hatti allra. Því er spurt hvort ekki verði ríkt samstarf á milli olíufélaganna í ljósi alls þessa? Hjörleifur svarar því til að það verði samstarf á dreifingarhliðinni en það sem Samkeppnisstofnun hafi gert athugasemdir við sé samstarf sem snúi að markaðshliðinni. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Olíufélögin þrjú stofnuðu fyrir tveimur mánuðum nýtt félag sem á að sjá um afgreiðslu á flugeldsneyti á Keflavíkurflugvelli og aðra þjónustu við olíu- og flugfélög á vellinum. Þetta félag er stofnað á grunni annars félags sem lagt hefur verið niður en er gagnrýnt harðlega fyrir að hafa verið vettvangur verðsamráðs og verkfæri til að auka hagnað olíufélaganna og skipta honum á milli sín. Forstjóri Esso segir að áfram verði ríkt samstarf á milli olíufélaganna. Fyrir tveimur mánuðum lögðu olíufélögin niður fyrirtækið EAK sf., Eldsneytisafgreiðsluna í Keflavík. Nokkrum dögum áður stofnuðu Esso, Skeljungur og Olís EAK ehf. Á stofnfundi voru tveir fulltrúar hvers félags og er hlutafé þess 18 milljónir króna. Tilgangur hins nýja félags er hinn sami og gamla félagsins: Afgreiðsla á flugeldsneyti á Keflavíkurflugvelli, eignaumsýsla og þjónusta við olíufélög og flugrekendur á Keflavíkurflugvelli. Rekstur EAK er harðlega átalinn í skýrslu samkeppnisstofnunar. Þar kemur meðal annars fram að með stofnun EAK „...væri hægt að innheimta mun hærra gjald af Flugleiðum en ef Flugleiðir færi í útboð og pressuðu niður verðið.“ Í skýrslunni kemur ennfremur fram að verðtilboð félaganna í útboði Flugleiða árin 1996 og 1997 voru unnin í samráði og tilboð Olíufélagsins haft lægst. Olíufélagið greiddi svo ákveðna upphæð af hverjum lítra sem það seldi Flugleiðum inn í EAK, og var henni síðan skipt á milli félaganna. Í niðurstöðu Samkeppnisráðs segir að þetta samráð brjóti gegn tíundu grein samkeppnislaga og það telur ennfremur að einn megintilgangur Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli hafi augljóslega verið sá að draga úr samkeppni og hækka verð. EAK hefur verið vettvangur ýmiskonar samráðs olíufélaganna í sölu eldsneytis á Keflavíkurflugvelli. Þá kemur fram að þessar aðgerðir hafi varað að minnsta kosti frá 1995 til 2001. Samkeppnisráð vekur ennfremur athygli á því að olíufélögin hafi „ ... enn samvinnu sín á milli innan vébanda ... EAK á Keflavíkurflugvelli ...“ Þeesi harða gagnrýni á starfsemi Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli vekur óneitanlega upp þær spurningar hvers vegna fyrirtækið haldi áfram að starfa, og nú með nýrri kennitölu og breyttu rekstrarformi. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Esso, svarar því til að það sé í sjálfu sér mjög algengt að þessi starfsemi sé sameiginleg erlendis. Það sé af öryggisástæðum því menn vilji ekki hafa of mörg tæki og tól inni á svona viðkvæmum svæðum. Að hans mati er það skynsamleg ráðstöfun. Staðan er því þessi: Það stendur til að hætta samstarfi í innflutningi gass og samrekstri bensínstöðva. Olíudreifing verður hins vegar áfram rekin sameiginlega af Olís og Esso og Eldsneytisafgreiðslan á Keflavíkurflugvelli verður undir hatti allra. Því er spurt hvort ekki verði ríkt samstarf á milli olíufélaganna í ljósi alls þessa? Hjörleifur svarar því til að það verði samstarf á dreifingarhliðinni en það sem Samkeppnisstofnun hafi gert athugasemdir við sé samstarf sem snúi að markaðshliðinni.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira