Tuttugu karlar yfirheyrðir 10. nóvember 2004 00:01 Meira en tuttugu karlmenn hafa verið yfirheyrðir af lögreglunni í Reykjavík vegna rannsóknar á starfsemi nuddstofu sem auglýsti erótískt nudd. Grunur er um að á nuddstofunni hafi farið fram vændi af einhverju tagi. Mennirnir eru taldir hafa keypt kynlífsþjónustu á nuddstofunni. Rannsókn málsins er rétt að ljúka. Rannsóknin hófst í apríl þegar húsleit var gerð á þremur nuddstofum. Ein þerra var rannsökuð frekar. Tvær konur störfuðu á nuddstofunni. Önnur þeirra er talin hafa rekið stofuna og er hún grunuð um brot á almennum hegningarlögum. Ekki er grunur um að viðskiptamenn stofunnar hafi getað keypt eiginlegar samfarir. Þjónustan var seld nokkuð háu verði, samkvæmt heimildum blaðsins. Jafnhliða rannsókn á hugsanlegri vændisstarfsemi beinist rannsóknin að bókhaldsbrotum og skattsvikum. Mál sem þessi eru fátíð í íslensku réttarkerfi. Fyrir um ári síðan var kona í Hafnarfirði dæmd í þriggja mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir vændi. Eiginmaður hennar var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa aðstoðað hana. Þeim var einnig gert að greiða hálfa milljón króna í ríkissjóð. Þjónustuna ráku hjónin frá byrjun júní 2002 til loka febrúar 2003 og er talið að þau hafi hagnast um rúmlega níu milljónir. Konan þjónustaði fjölda karlmanna á heimili sínu, á gistihúsi og í bílskúr. Þjónustuna auglýsti hún á vefsíðu sinni sem erótískt nudd, samfarir og munnmök. Þóttu gögn sem lögð voru fram í málinu benda sterklega til þess að eiginmaður konunnar hafi í öllu falli átt þátt í að konan hóf að stunda vændi og átt þátt í að halda þjónustunni gangandi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Sjá meira
Meira en tuttugu karlmenn hafa verið yfirheyrðir af lögreglunni í Reykjavík vegna rannsóknar á starfsemi nuddstofu sem auglýsti erótískt nudd. Grunur er um að á nuddstofunni hafi farið fram vændi af einhverju tagi. Mennirnir eru taldir hafa keypt kynlífsþjónustu á nuddstofunni. Rannsókn málsins er rétt að ljúka. Rannsóknin hófst í apríl þegar húsleit var gerð á þremur nuddstofum. Ein þerra var rannsökuð frekar. Tvær konur störfuðu á nuddstofunni. Önnur þeirra er talin hafa rekið stofuna og er hún grunuð um brot á almennum hegningarlögum. Ekki er grunur um að viðskiptamenn stofunnar hafi getað keypt eiginlegar samfarir. Þjónustan var seld nokkuð háu verði, samkvæmt heimildum blaðsins. Jafnhliða rannsókn á hugsanlegri vændisstarfsemi beinist rannsóknin að bókhaldsbrotum og skattsvikum. Mál sem þessi eru fátíð í íslensku réttarkerfi. Fyrir um ári síðan var kona í Hafnarfirði dæmd í þriggja mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir vændi. Eiginmaður hennar var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa aðstoðað hana. Þeim var einnig gert að greiða hálfa milljón króna í ríkissjóð. Þjónustuna ráku hjónin frá byrjun júní 2002 til loka febrúar 2003 og er talið að þau hafi hagnast um rúmlega níu milljónir. Konan þjónustaði fjölda karlmanna á heimili sínu, á gistihúsi og í bílskúr. Þjónustuna auglýsti hún á vefsíðu sinni sem erótískt nudd, samfarir og munnmök. Þóttu gögn sem lögð voru fram í málinu benda sterklega til þess að eiginmaður konunnar hafi í öllu falli átt þátt í að konan hóf að stunda vændi og átt þátt í að halda þjónustunni gangandi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Sjá meira