Styrkir til flokka verði rannasakaðir 11. nóvember 2004 00:01 "Skiptar skoðanir hafa verið milli flokkanna hvort eigi að opna bókhald þeirra og sumir hafa ákveðið að upplýsa um fjárhæðir yfir ákveðnu marki. Aðrir hafa ekki viljað upplýsa neitt. Væntanlega telja menn sig að einhverju leyti bundna af því að hafa gefið út yfirlýsingar um trúnað áður og þeir séu því bundnir af trúnaði gagnvart styrktaraðilum sínum. Ég tel hinsvegar að svo sé ekki gagnvart olíufélögunum því að stjórnendur olíufélaganna hafa gengist við skipulagðri brotastarfsemi sem heitir samsæri gegn atvinnulífi og neytendum. Stjórnmálaflokkarnir geta ekki verið bundnir trúnaði gagnvart þess háttar starfsemi þegar talið er að þjóðfélagið hafi orðið fyrir 40 milljarða tjóni. Þá tel ég í rauninni að flokkarnir eigi allir að upplýsa um þessi tengsl," segir Helgi Hjörvar alþingismaður. "Hinsvegar er óraunsætt að stjórnarflokkarnir sem hafa sérstaklega verið andvígir því að upplýsa um styrki muni opna bókhald sitt vegna þessa. Mér finnst mikilvægt að stjórnmálaflokkarnir hreinsi stjórnvöld af öllum grun um að hafa hlíft olíufélögunum og fjársvelt Samkeppnisstofnun í allan þennan tíma vegna þess að þeir hafi fengið greiðslur frá félögunum. Ég hef því lagt til að flokkarnir leiti til Ríkisendurskoðunar um að hún skoði þessi fjárhagslegu samskipti. Þar með væri ekki verið að aflétta trúnaði eða opna bókhald. Einstakir flokkar gætu sett einhver skilyrði fyrir slíkri athugun en ég held að meginatriðið sé að Ríkisendurskoðunin kanni styrki til olíufélaganna almennt, hversu umfangsmiklir þessir styrkir hafa verið, og skili skýrslu um það," segir hann. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
"Skiptar skoðanir hafa verið milli flokkanna hvort eigi að opna bókhald þeirra og sumir hafa ákveðið að upplýsa um fjárhæðir yfir ákveðnu marki. Aðrir hafa ekki viljað upplýsa neitt. Væntanlega telja menn sig að einhverju leyti bundna af því að hafa gefið út yfirlýsingar um trúnað áður og þeir séu því bundnir af trúnaði gagnvart styrktaraðilum sínum. Ég tel hinsvegar að svo sé ekki gagnvart olíufélögunum því að stjórnendur olíufélaganna hafa gengist við skipulagðri brotastarfsemi sem heitir samsæri gegn atvinnulífi og neytendum. Stjórnmálaflokkarnir geta ekki verið bundnir trúnaði gagnvart þess háttar starfsemi þegar talið er að þjóðfélagið hafi orðið fyrir 40 milljarða tjóni. Þá tel ég í rauninni að flokkarnir eigi allir að upplýsa um þessi tengsl," segir Helgi Hjörvar alþingismaður. "Hinsvegar er óraunsætt að stjórnarflokkarnir sem hafa sérstaklega verið andvígir því að upplýsa um styrki muni opna bókhald sitt vegna þessa. Mér finnst mikilvægt að stjórnmálaflokkarnir hreinsi stjórnvöld af öllum grun um að hafa hlíft olíufélögunum og fjársvelt Samkeppnisstofnun í allan þennan tíma vegna þess að þeir hafi fengið greiðslur frá félögunum. Ég hef því lagt til að flokkarnir leiti til Ríkisendurskoðunar um að hún skoði þessi fjárhagslegu samskipti. Þar með væri ekki verið að aflétta trúnaði eða opna bókhald. Einstakir flokkar gætu sett einhver skilyrði fyrir slíkri athugun en ég held að meginatriðið sé að Ríkisendurskoðunin kanni styrki til olíufélaganna almennt, hversu umfangsmiklir þessir styrkir hafa verið, og skili skýrslu um það," segir hann.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira