Samstarf olíufélaganna leyfilegt 11. nóvember 2004 00:01 Olíufélögin mega hafa samstarf um dreifingu ef það er almenningi til hagsbóta. Forstjóri samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar segir að hafa þurfi gott eftirlit með slíku samstarfi. Hann segir afsagnir stjórnarmanna á vegum Olíufélagsins skref í rétta átt en eftir eigi að leggja mat á hvort nógu langt sé gengið. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Olíufélagsins hf., sagði í samtali við Stöð 2 að samstarf verði áfram á milli olíufélaganna á dreifingarhliðinni en athugasemdir Samkeppnisstofnunar hafi beinst að samstarfi á markaðshliðinni. Guðmundur Sigurðsson, forstjóri samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, sagði í samtali við Stöð 2 í dag að það væri ekki sjálfgefið að samstarf hvað dreifingu varðar væri bannað. Hægt væri að sækja um slíkt og það heimilað ef sýnt væri fram á að samstarfið skaðaði ekki samkeppni og að almenningur nyti góðs af slíku samstarfi. Guðmundur segir að Samkeppnisstofnun sé ekki farin að athuga rekstur Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli sem stóru olíufélögin reki á vellinum. Það félag var stofnað fyrir tveimur mánuðum en sækja þarf um leyfi fyrir því innan sex mánaða frá stofnun. Hann sagði að forstjóri EAK hefði haft samband við stofnunina og að erindi yrði sent inn eftir áramót. Sem kunnugt er hefur Olíufélagið ákveðið að taka sinn mann úr stjórn Olíudreifingar og fleira eftir að niðurstaða Samkeppnisstofnunar lá fyrir. Guðmundur segir það vissulega skref í rétta átt en ekki hafi verið lagt mat á hvort nógu langt sé gengið. Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, hefur lýst því yfir að það veki athygli sína að Samkeppnisstofnun leggi blessun sína yfir áframhaldandi starfsemi Olíudreifingar, sem er í eigu Olís og Esso. Hann geri ráð fyrir að það sé vegna þess að þegar Esso lýsti sig reiðubúið að aðstoða Samkeppnisstofnun við rannsókn málsins, hafi það boð verið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Kristinn telur að meðal þeirra skilyrða hafi verið að Olíudreifing fengi að starfa áfram. Guðmundur sér ekki ástæðu til að svara þessu. Minna má á í þessu sambandi að bæði Essó og Olís fengu afslátt á sektargreiðslum fyrir sinn þátt í að upplýsa málið. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Olíufélögin mega hafa samstarf um dreifingu ef það er almenningi til hagsbóta. Forstjóri samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar segir að hafa þurfi gott eftirlit með slíku samstarfi. Hann segir afsagnir stjórnarmanna á vegum Olíufélagsins skref í rétta átt en eftir eigi að leggja mat á hvort nógu langt sé gengið. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Olíufélagsins hf., sagði í samtali við Stöð 2 að samstarf verði áfram á milli olíufélaganna á dreifingarhliðinni en athugasemdir Samkeppnisstofnunar hafi beinst að samstarfi á markaðshliðinni. Guðmundur Sigurðsson, forstjóri samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, sagði í samtali við Stöð 2 í dag að það væri ekki sjálfgefið að samstarf hvað dreifingu varðar væri bannað. Hægt væri að sækja um slíkt og það heimilað ef sýnt væri fram á að samstarfið skaðaði ekki samkeppni og að almenningur nyti góðs af slíku samstarfi. Guðmundur segir að Samkeppnisstofnun sé ekki farin að athuga rekstur Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli sem stóru olíufélögin reki á vellinum. Það félag var stofnað fyrir tveimur mánuðum en sækja þarf um leyfi fyrir því innan sex mánaða frá stofnun. Hann sagði að forstjóri EAK hefði haft samband við stofnunina og að erindi yrði sent inn eftir áramót. Sem kunnugt er hefur Olíufélagið ákveðið að taka sinn mann úr stjórn Olíudreifingar og fleira eftir að niðurstaða Samkeppnisstofnunar lá fyrir. Guðmundur segir það vissulega skref í rétta átt en ekki hafi verið lagt mat á hvort nógu langt sé gengið. Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, hefur lýst því yfir að það veki athygli sína að Samkeppnisstofnun leggi blessun sína yfir áframhaldandi starfsemi Olíudreifingar, sem er í eigu Olís og Esso. Hann geri ráð fyrir að það sé vegna þess að þegar Esso lýsti sig reiðubúið að aðstoða Samkeppnisstofnun við rannsókn málsins, hafi það boð verið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Kristinn telur að meðal þeirra skilyrða hafi verið að Olíudreifing fengi að starfa áfram. Guðmundur sér ekki ástæðu til að svara þessu. Minna má á í þessu sambandi að bæði Essó og Olís fengu afslátt á sektargreiðslum fyrir sinn þátt í að upplýsa málið.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira