Olíufélögin á móti olíugjaldinu 11. nóvember 2004 00:01 Olíufélögin, sem öll hafa styrkt stjórnmálaflokkana, börðust á sínum tíma hatrammri baráttu gegn því að olíugjaldið yrði tekið upp. Það hefði haft í för með sér aukna dísilvæðingu og þar af leiðandi minni viðskipti. Frumvarp um olíugjald var samþykkt á Alþingi 1997 en það svo afturkallað. Fjármál stjórnmálaflokkanna og tengsl þeirra við olíufyrirtækin hafa komið í umræðu síðustu daga um verðsamráð. Ríkisútvarpið flutti af því fréttir að stjórnarflokkarnir neiti að gefa upp hversu mikla peninga þeir hafi þegið af félögunum en fram hefur komið að styrkur Samfylkingarinnar frá þeim var innan við hálfa milljón, styrkur Vinstri - grænna innan við 300 þúsund og Frjálslyndi flokkurinn hefur þegið 400 þúsund. Stöð 2 sannreyndi í dag að það hefur ekki verið rætt innan stjórnarandstöðuflokkanna að skila þessum peningum. Í fréttum Sjónvarps var greint frá því að skuldir Framsóknarflokksins lækkuðu um sjötíu milljónir á árunum 1994 til 1998. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, bendir á það á heimasíðu sinni að því hafi verið hafnað á Alþingi árið 1997 að kanna verðsamráð olíufélaganna, með vísan til þess að það væri of dýrt. En það er ekki eina ákvörðunin sem olíufélögin hafa hagnast á. Árið 1997 var lagt fram frumvarp á Alþingi um upptöku olíugjalds. Hún fól í sér að þungaskattur díselbifreiðaeigenda féll niður, sem og mæld keyrsla, sem tilheyrt hefur díselbifreiðum. Ástæðan var sú að það er umhverfisvænna að nota dísel en olíufélögin lögðust gegn þessu og börðust hatrammri baráttu gegn upptöku olíugjaldsins, enda eldsneytiseyðslan um 30 prósentum minni með dísel. Það þýðir að sjálfsögðu fækkun ferða á bensínstöðvar um 30 prósent. Framkvæmd þess var svo frestað og að lokum var frumvarpið fellt úr gildi. Olíugjaldið hefur svo aftur verið tekið upp og verður að veruleika næsta sumar. Uppfylla Íslendingar þar með ákveðnar mengunartakmarkanir Kyoto-samningsins. Í kjölfarið verður munurinn á díesel og bensíni hér á landi í kringum fimm prósent. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Olíufélögin, sem öll hafa styrkt stjórnmálaflokkana, börðust á sínum tíma hatrammri baráttu gegn því að olíugjaldið yrði tekið upp. Það hefði haft í för með sér aukna dísilvæðingu og þar af leiðandi minni viðskipti. Frumvarp um olíugjald var samþykkt á Alþingi 1997 en það svo afturkallað. Fjármál stjórnmálaflokkanna og tengsl þeirra við olíufyrirtækin hafa komið í umræðu síðustu daga um verðsamráð. Ríkisútvarpið flutti af því fréttir að stjórnarflokkarnir neiti að gefa upp hversu mikla peninga þeir hafi þegið af félögunum en fram hefur komið að styrkur Samfylkingarinnar frá þeim var innan við hálfa milljón, styrkur Vinstri - grænna innan við 300 þúsund og Frjálslyndi flokkurinn hefur þegið 400 þúsund. Stöð 2 sannreyndi í dag að það hefur ekki verið rætt innan stjórnarandstöðuflokkanna að skila þessum peningum. Í fréttum Sjónvarps var greint frá því að skuldir Framsóknarflokksins lækkuðu um sjötíu milljónir á árunum 1994 til 1998. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, bendir á það á heimasíðu sinni að því hafi verið hafnað á Alþingi árið 1997 að kanna verðsamráð olíufélaganna, með vísan til þess að það væri of dýrt. En það er ekki eina ákvörðunin sem olíufélögin hafa hagnast á. Árið 1997 var lagt fram frumvarp á Alþingi um upptöku olíugjalds. Hún fól í sér að þungaskattur díselbifreiðaeigenda féll niður, sem og mæld keyrsla, sem tilheyrt hefur díselbifreiðum. Ástæðan var sú að það er umhverfisvænna að nota dísel en olíufélögin lögðust gegn þessu og börðust hatrammri baráttu gegn upptöku olíugjaldsins, enda eldsneytiseyðslan um 30 prósentum minni með dísel. Það þýðir að sjálfsögðu fækkun ferða á bensínstöðvar um 30 prósent. Framkvæmd þess var svo frestað og að lokum var frumvarpið fellt úr gildi. Olíugjaldið hefur svo aftur verið tekið upp og verður að veruleika næsta sumar. Uppfylla Íslendingar þar með ákveðnar mengunartakmarkanir Kyoto-samningsins. Í kjölfarið verður munurinn á díesel og bensíni hér á landi í kringum fimm prósent.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira