Vilja 130 þúsund í eingreiðslu 14. nóvember 2004 00:01 Kennarar ætla að fara fram á 130 þúsund króna eingreiðslu og 5,5 prósenta kauphækkun nú þegar til að skapa frið á meðal kennara. Samningafundur hefur verið boðaður í kvöld. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins segir að á fundi með formönnum svæðafélaganna í dag hafi komið fram eindregin ósk um að samningafundi yrði flýtt og hann haldinn í kvöld áður en kennurum er gert að mæta í skólana í fyrramálið. Eiríkur segir að kennarar leggi þar fram kröfu um að launanefndin gangi strax að kröfunni um eingreiðslu upp á 130 þúsund krónur og hækki laun kennara nú þegar um 5,5 prósent eins og sveitarfélögin hefðu verið búin að fallast á í miðlunartillögu sáttasemjara. Þá vilja þeir að laun þeirra í sumarleyfi skerðist ekki þrátt fyrir tveggja mánaða verkfall. Eiríkur segir að verði fallist á þetta þá muni það draga úr gríðarlega mikilli reiði kennara og hann segist þá binda vonir við að skólastarf geti hafist með eðlilegum hætti á morgun. Hann segir öll rök mæla með því að sveitarfélögin fallist á þessa kröfu kennara því óhugsandi sé að úrskurður gerðardóms hljómi upp á lægri laun en miðlunatillagan gerði, nema verið sé vísvitandi að lýsa yfir neyðarástandi í íslenska skólakerfinu. Hvorki Gunnar Rafn Sigurbjörnsson formaður launanefndar sveitarfélaga né Birgir Björn Sigurjónsson formaður samninganefndarinnar vildu lýsa afstöðu sinni til tillögunnar síðdegis, sögðu að það yrði ekki gert fyrr en á fundinum í kvöld. Gunnar Rafn segir að launanefndin hafi rætt saman í dag og einnig við sveitarstjórnarmenn. Hann segir með lögum gærdagsins séu komnar nýjar víddir inn í umræðuna sem gefi jafnvel tilefni til að samningar geti náðst í vikunni. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hvorki sveitarfélögum né kennurum sé um það gefið að gerðardómur úrskurði í málinu og að það gæti aukið líkur á að samningar takist fyrir næstu helgi. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira
Kennarar ætla að fara fram á 130 þúsund króna eingreiðslu og 5,5 prósenta kauphækkun nú þegar til að skapa frið á meðal kennara. Samningafundur hefur verið boðaður í kvöld. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins segir að á fundi með formönnum svæðafélaganna í dag hafi komið fram eindregin ósk um að samningafundi yrði flýtt og hann haldinn í kvöld áður en kennurum er gert að mæta í skólana í fyrramálið. Eiríkur segir að kennarar leggi þar fram kröfu um að launanefndin gangi strax að kröfunni um eingreiðslu upp á 130 þúsund krónur og hækki laun kennara nú þegar um 5,5 prósent eins og sveitarfélögin hefðu verið búin að fallast á í miðlunartillögu sáttasemjara. Þá vilja þeir að laun þeirra í sumarleyfi skerðist ekki þrátt fyrir tveggja mánaða verkfall. Eiríkur segir að verði fallist á þetta þá muni það draga úr gríðarlega mikilli reiði kennara og hann segist þá binda vonir við að skólastarf geti hafist með eðlilegum hætti á morgun. Hann segir öll rök mæla með því að sveitarfélögin fallist á þessa kröfu kennara því óhugsandi sé að úrskurður gerðardóms hljómi upp á lægri laun en miðlunatillagan gerði, nema verið sé vísvitandi að lýsa yfir neyðarástandi í íslenska skólakerfinu. Hvorki Gunnar Rafn Sigurbjörnsson formaður launanefndar sveitarfélaga né Birgir Björn Sigurjónsson formaður samninganefndarinnar vildu lýsa afstöðu sinni til tillögunnar síðdegis, sögðu að það yrði ekki gert fyrr en á fundinum í kvöld. Gunnar Rafn segir að launanefndin hafi rætt saman í dag og einnig við sveitarstjórnarmenn. Hann segir með lögum gærdagsins séu komnar nýjar víddir inn í umræðuna sem gefi jafnvel tilefni til að samningar geti náðst í vikunni. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hvorki sveitarfélögum né kennurum sé um það gefið að gerðardómur úrskurði í málinu og að það gæti aukið líkur á að samningar takist fyrir næstu helgi.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira