Mun langamma hressast? Þórarinn Þórarinsson skrifar 16. nóvember 2004 00:01 Þegar fólk skrifar um Edduverðlaunin hefur það í gegnum árin átt það til að missa sig út í tuð og nöldur um að verðlaunin og afhending þeirra sé innihaldslaust skrum sem þjóni engum tilgangi öðrum en að leyfa sjálfhverfustu starfstéttum landsins að baða sig í hégómanum og klappa sjálfum sér lof í lófa. Ég hef sjálfur gert mig sekan um þetta og sagði meðal annars á Strik.is árið 2000 að það væri til margs um það hversu fátæklegur íslenski sjóbissnissinn væri að sömu myndirnar og sama fólkið tókst á um öll helstu verðlaunin. Verðlaunin væru svo strax komin í ameríska Óskarsverðlaunafasann og ein og sama myndin hirti verðlaun fyrir bestu leikara, leikstjórn og bestu myndina. Þessi staðreynd yrði svo til þess að þeir Ingvar E. Sigurðsson, Friðrik Þór Friðriksson og Baltasar Kormákur myndu á nokkrum árum fylla heilu arinhillurnar af Eddustyttum. Í framhaldinu stakk ég upp á því að verðlaunin yrðu veitt á svona eins og 10 ára fresti til þess að leyfa nýju blóði að blandast kólesterólmettaðri eðjunni sem fyrir væri. Ég ætla ekki að viðurkenna það að ég hafi alfarið farið með rangt mál fyrir fjórum árum en viðurkenni þó nú að íslenski kvikmynda- og sjónvarpsbransinn hefur fullan rétt á að halda svona verðlaunahátíðir og það er ekkert að því að viðurkenna þá sem þykja standa fremstir meðal jafninga á hverju ári. Þá er ekkert að því að hafa smá glamúr í kringum þetta þar sem þessar flóknu og merkilegu greinar sem blanda saman iðnaði og list þrífast á athygli og áhuga neytenda. Bandaríkjamenn kunna öðrum þjóðum fremur að trana þessu efni fram og því er fullkomlega eðlilegt að farið sé að fordæmi þeirra.Óskarsverðlaunin hafa að vísu fyrir löngu misst allt gildi sem viðurkenning á hæfileikum fólks og gæðum kvikmynda en þau virka vel á markaðinn. Það er ekkert sem segir að Eddan þurfi að hljóta sömu örlög þó hún sé afhent með smá Hollíwoodstæl og tilvist þessara verðlauna þarf ekki frekari réttlætingu en þá að þessi sívaxandi, kviki og frjói bransi þarf á allri athygli að halda. Þannig var ánægjulegt að heyra ákveðinn tón á Edduverðlaununum og þótt fólk væri að fagna og gleðjast voru ekki haldnar dæmigerðar tyllidagaræður og þess krafist, á penan hátt, að stjórnvöld og fleiri þyrftu að sýna menningarlegu gildi íslenskrar kvikmyndagerðar meiri virðingu - fyrst og fremst með fjárframlögum. Þetta er gott mál. Það sem fékk mig helst til að staldra við eftir verðlaunaafhendinguna á sunnudaginn var hvert nokkrar Eddur skiluðu sér. Ingvar E. Sigurðsson var vel að sinni Eddu kominn og á meðan hann er einfaldlega besti leikari landsins verður það að teljast fullkomlega eðlilegt að hann eignist fleiri styttur en kollegar sínir. Þá væri það vitaskuld óðs manns æði að ætla að amast við því að stórleikkonan Kristbjörg Kjeld hafi fengið verðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki, að Spaugstofan hafi fengið verðlaun fyrir besta skemmtiþáttinn og Ómar Ragnarsson hlotið Edduna sem vinsælasti sjónvarpsmaðurinn. Sjálfur hafði ég að vísu veðjað á að Ilmur Kristjánsdóttir fengi verðlaun fyrir aukaleik í Dís og gerði meira en að veðja. Ég taldi hreinlega ekkert annað koma til greina. Það hefur ekkert með leik Kristbjargar að gera enda var hún í toppformi í Kaldaljósi en sennilega hef ég einhvern veginn reiknað með því að ungir og ferskir talentar ættu frekar inni fyrir verðlaunum en fólk sem hefur margsannað sig.Spaugstofumenn hafa til að mynda unnið þrekvirki í sjónvarpsgríni síðustu tvo áratugina en hafa verið á hraðri niðurleið undanfarin misseri. Þeir eiga allan heiður skilið en áttu þeir endilega inni fyrir Eddunni í ár?Ómar Ragnarsson gat ekki leynt undrun sinni þegar hann tók við Eddunni fyrir vinsælasta sjónvarpsmanninn. Ómar hefur áður fengið verðlaun sem fréttamaður ársins og er þar fyrir utan löngu kominn í sérklassa. Hann hefur líklega gengið út frá því sem vísu að yngra fólk myndi hreppa hnossið að þessu sinni. Ég legg áherslu á að það er í sjálfu sér ekkert við það að athuga að þetta ágætisfólk hafi fengið verðlaunin en lýsi um leið yfir áhyggjum af því að þessar niðurstöður geti gefið tóninn fyrir verðlaun framtíðarinnar og sú hefð komist fljótlega á að litið verði á Edduna sem eðlilegt klapp á bakið fyrir vel unnin störf í gegnum árin frekar en að þau geti verið lyftistöng fyrir ungt hæfileikafólk sem er að hefja feril sinn. Þessi hugsunarvilla er rótgróin í öðrum menningarkimum og sést best á rithöfundalaunum en fólk kemst yfirleitt ekki á þau fyrr en það hefur komið ár sinni vel fyrir borð á efri árum á meðan yngri höfundar hanga á horriminni. Eddan sækir nafn sitt í fornan menningararf og verk Snorra Sturlusonar en eins og flestir vita merkir orðið “edda” langamma og í því ljósi og niðurstöðum verðlaunanna má velta því fyrir sér hvort Eddan sé að verða of gömul?Þórarinn Þórarinsson - thorarinn@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Þegar fólk skrifar um Edduverðlaunin hefur það í gegnum árin átt það til að missa sig út í tuð og nöldur um að verðlaunin og afhending þeirra sé innihaldslaust skrum sem þjóni engum tilgangi öðrum en að leyfa sjálfhverfustu starfstéttum landsins að baða sig í hégómanum og klappa sjálfum sér lof í lófa. Ég hef sjálfur gert mig sekan um þetta og sagði meðal annars á Strik.is árið 2000 að það væri til margs um það hversu fátæklegur íslenski sjóbissnissinn væri að sömu myndirnar og sama fólkið tókst á um öll helstu verðlaunin. Verðlaunin væru svo strax komin í ameríska Óskarsverðlaunafasann og ein og sama myndin hirti verðlaun fyrir bestu leikara, leikstjórn og bestu myndina. Þessi staðreynd yrði svo til þess að þeir Ingvar E. Sigurðsson, Friðrik Þór Friðriksson og Baltasar Kormákur myndu á nokkrum árum fylla heilu arinhillurnar af Eddustyttum. Í framhaldinu stakk ég upp á því að verðlaunin yrðu veitt á svona eins og 10 ára fresti til þess að leyfa nýju blóði að blandast kólesterólmettaðri eðjunni sem fyrir væri. Ég ætla ekki að viðurkenna það að ég hafi alfarið farið með rangt mál fyrir fjórum árum en viðurkenni þó nú að íslenski kvikmynda- og sjónvarpsbransinn hefur fullan rétt á að halda svona verðlaunahátíðir og það er ekkert að því að viðurkenna þá sem þykja standa fremstir meðal jafninga á hverju ári. Þá er ekkert að því að hafa smá glamúr í kringum þetta þar sem þessar flóknu og merkilegu greinar sem blanda saman iðnaði og list þrífast á athygli og áhuga neytenda. Bandaríkjamenn kunna öðrum þjóðum fremur að trana þessu efni fram og því er fullkomlega eðlilegt að farið sé að fordæmi þeirra.Óskarsverðlaunin hafa að vísu fyrir löngu misst allt gildi sem viðurkenning á hæfileikum fólks og gæðum kvikmynda en þau virka vel á markaðinn. Það er ekkert sem segir að Eddan þurfi að hljóta sömu örlög þó hún sé afhent með smá Hollíwoodstæl og tilvist þessara verðlauna þarf ekki frekari réttlætingu en þá að þessi sívaxandi, kviki og frjói bransi þarf á allri athygli að halda. Þannig var ánægjulegt að heyra ákveðinn tón á Edduverðlaununum og þótt fólk væri að fagna og gleðjast voru ekki haldnar dæmigerðar tyllidagaræður og þess krafist, á penan hátt, að stjórnvöld og fleiri þyrftu að sýna menningarlegu gildi íslenskrar kvikmyndagerðar meiri virðingu - fyrst og fremst með fjárframlögum. Þetta er gott mál. Það sem fékk mig helst til að staldra við eftir verðlaunaafhendinguna á sunnudaginn var hvert nokkrar Eddur skiluðu sér. Ingvar E. Sigurðsson var vel að sinni Eddu kominn og á meðan hann er einfaldlega besti leikari landsins verður það að teljast fullkomlega eðlilegt að hann eignist fleiri styttur en kollegar sínir. Þá væri það vitaskuld óðs manns æði að ætla að amast við því að stórleikkonan Kristbjörg Kjeld hafi fengið verðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki, að Spaugstofan hafi fengið verðlaun fyrir besta skemmtiþáttinn og Ómar Ragnarsson hlotið Edduna sem vinsælasti sjónvarpsmaðurinn. Sjálfur hafði ég að vísu veðjað á að Ilmur Kristjánsdóttir fengi verðlaun fyrir aukaleik í Dís og gerði meira en að veðja. Ég taldi hreinlega ekkert annað koma til greina. Það hefur ekkert með leik Kristbjargar að gera enda var hún í toppformi í Kaldaljósi en sennilega hef ég einhvern veginn reiknað með því að ungir og ferskir talentar ættu frekar inni fyrir verðlaunum en fólk sem hefur margsannað sig.Spaugstofumenn hafa til að mynda unnið þrekvirki í sjónvarpsgríni síðustu tvo áratugina en hafa verið á hraðri niðurleið undanfarin misseri. Þeir eiga allan heiður skilið en áttu þeir endilega inni fyrir Eddunni í ár?Ómar Ragnarsson gat ekki leynt undrun sinni þegar hann tók við Eddunni fyrir vinsælasta sjónvarpsmanninn. Ómar hefur áður fengið verðlaun sem fréttamaður ársins og er þar fyrir utan löngu kominn í sérklassa. Hann hefur líklega gengið út frá því sem vísu að yngra fólk myndi hreppa hnossið að þessu sinni. Ég legg áherslu á að það er í sjálfu sér ekkert við það að athuga að þetta ágætisfólk hafi fengið verðlaunin en lýsi um leið yfir áhyggjum af því að þessar niðurstöður geti gefið tóninn fyrir verðlaun framtíðarinnar og sú hefð komist fljótlega á að litið verði á Edduna sem eðlilegt klapp á bakið fyrir vel unnin störf í gegnum árin frekar en að þau geti verið lyftistöng fyrir ungt hæfileikafólk sem er að hefja feril sinn. Þessi hugsunarvilla er rótgróin í öðrum menningarkimum og sést best á rithöfundalaunum en fólk kemst yfirleitt ekki á þau fyrr en það hefur komið ár sinni vel fyrir borð á efri árum á meðan yngri höfundar hanga á horriminni. Eddan sækir nafn sitt í fornan menningararf og verk Snorra Sturlusonar en eins og flestir vita merkir orðið “edda” langamma og í því ljósi og niðurstöðum verðlaunanna má velta því fyrir sér hvort Eddan sé að verða of gömul?Þórarinn Þórarinsson - thorarinn@frettabladid.is
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun