Kristján, pólitíkin og DV Egill Helgason skrifar 22. nóvember 2004 00:01 Páll Ásgeir Ásgeirsson, fyrrverandi blaðamaður á DV, skrifar forvitnilega grein í nýjasta hefti Tímarits Máls & menningar. Þar fjallar Páll um síðustu daga DV undir fyrri eigendum, en ritstjóri var þá Óli Björn Kárason. Páll rekur hvernig ástandið var áður en sú útgáfa blaðsins fór á hausinn - telur að meginmistökin hafi verið að reka Jónas Kristjánsson, draga úr "ósvífinni" í blaðinu og gera það hallt undir Sjálfstæðisflokkinn og ríkisstjórnina í stað þess að hafa blaðið alltaf í einhvers konar stjórnarandstöðu. Páll segir litla dæmisögu um þetta sem mörgum kann að finnast áhugaverð. Hann segir frá því þegar hann tók viðtal við Kristján Jóhannsson söngvara stuttu fyrir þingkosningarnar 2003:"Ég flaug norður og tók hressilegt viðtal við karlinn sem lét vaða á súðum eins og honum einum er lagið og kom víða við. Fátt var þar um pólitík enda Kristján seint talinn mjög pólitískur. Hann notaði þó tækifærið og átaldi yfirvöld menntamála nokkuð harkalega fyrir það sem hann kallaði svik á loforðum um byggingu tónlistarhúss. Það voru ekki nýjar fréttir og flokkuðust ekki sem politísk bomba í mínum huga. Seint á föstudegi sat ég við skjá með umbrotsmanni og gekk frá viðtalinu og forsíðu blaðsins. Jónas Haraldsson kom til okkar og leit yfir útlínur málsins og í samræðum okkar kom fram að eitthvað segði Kristján um menntamálaráðherra. Jónas varpaði öndinni nokkuð mæðulega og taldi best að hann læsi þetta yfir. Ólafur Teitur Guðnason, sem aldrei var titlaður annað en blaðamaður á ritstjórn DV, var með vinnustöð rétt hjá og hefur eflaust heyrt umræður okkar. Ég held að hann hafi flett upp viðtalinu í vinnslukerfinu því ég heyrði skyndilega að hann æpti upp yfir sig: "Þetta er algerlega massívur áróður gegn Sjálfstæðisflokknum. Við verðum að laga þetta." Skömmu síðar voru hann og Jónas sestir yfir viðtalið í próförkum og farnir að reyna að berja í brestina. Ég kvaddi þá félaga og gekk út í vorregnið og fann að ég var búinn að fá nóg."Segir Páll Ásgeir í TMM... Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Páll Ásgeir Ásgeirsson, fyrrverandi blaðamaður á DV, skrifar forvitnilega grein í nýjasta hefti Tímarits Máls & menningar. Þar fjallar Páll um síðustu daga DV undir fyrri eigendum, en ritstjóri var þá Óli Björn Kárason. Páll rekur hvernig ástandið var áður en sú útgáfa blaðsins fór á hausinn - telur að meginmistökin hafi verið að reka Jónas Kristjánsson, draga úr "ósvífinni" í blaðinu og gera það hallt undir Sjálfstæðisflokkinn og ríkisstjórnina í stað þess að hafa blaðið alltaf í einhvers konar stjórnarandstöðu. Páll segir litla dæmisögu um þetta sem mörgum kann að finnast áhugaverð. Hann segir frá því þegar hann tók viðtal við Kristján Jóhannsson söngvara stuttu fyrir þingkosningarnar 2003:"Ég flaug norður og tók hressilegt viðtal við karlinn sem lét vaða á súðum eins og honum einum er lagið og kom víða við. Fátt var þar um pólitík enda Kristján seint talinn mjög pólitískur. Hann notaði þó tækifærið og átaldi yfirvöld menntamála nokkuð harkalega fyrir það sem hann kallaði svik á loforðum um byggingu tónlistarhúss. Það voru ekki nýjar fréttir og flokkuðust ekki sem politísk bomba í mínum huga. Seint á föstudegi sat ég við skjá með umbrotsmanni og gekk frá viðtalinu og forsíðu blaðsins. Jónas Haraldsson kom til okkar og leit yfir útlínur málsins og í samræðum okkar kom fram að eitthvað segði Kristján um menntamálaráðherra. Jónas varpaði öndinni nokkuð mæðulega og taldi best að hann læsi þetta yfir. Ólafur Teitur Guðnason, sem aldrei var titlaður annað en blaðamaður á ritstjórn DV, var með vinnustöð rétt hjá og hefur eflaust heyrt umræður okkar. Ég held að hann hafi flett upp viðtalinu í vinnslukerfinu því ég heyrði skyndilega að hann æpti upp yfir sig: "Þetta er algerlega massívur áróður gegn Sjálfstæðisflokknum. Við verðum að laga þetta." Skömmu síðar voru hann og Jónas sestir yfir viðtalið í próförkum og farnir að reyna að berja í brestina. Ég kvaddi þá félaga og gekk út í vorregnið og fann að ég var búinn að fá nóg."Segir Páll Ásgeir í TMM...
Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira