Eitraðan reyk lagði frá eldsvoða 17. október 2005 23:41 Hús voru rýmd í Reykjavík vegna eitraðs reyks sem lagði frá stórbruna í endurvinnslustöð Hringrásar ehf. við Klettagarða 9 í Reykjavík.Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað til vegna brunans skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöld. Íbúum í nágrenninu var einnig ráðlagt að loka gluggum og kynda íbúðir sínar til að reykur bærist síður inn. Fólkið sem yfirgefa þurfti íbúðir sínar var flutt í Langholtsskóla, en lögregla bað um 15 strætisvagna til að annast flutninginn. Kolsvartan og þykkan reykinn lagði yfir miðbæ Reykjavíkur og höfuðstöðvar Olís sem standa sunnan við vinnslusvæðið. Varðstjóri hjá slökkviliðinu sagði að meðal þess sem brynni væri dekkjalager, vöruskemma og önnur spilliefni og því ljóst að reykurinn væri mjög eitraður. Á ellefta tímanum í gærkvöldi vann slökkviliðið að því að einangra dekkjahrúguna og fjarlægja annan eldsmat af svæðinu sem var mjög mikill að sögn varðstjóra. Á svæðinu voru gaskútar en frá þeim var ekki talin mikil sprengihætta. Þó kváðu við sprenginar úr eldhafinu. Slökkviliðið naut aðstoðar ljósvakamiðla við að vara íbúa eitruðum reyknum við auk þess sem send voru út skilaboð til fólks í gegnum Boða-skilaboðakerfi Símans. Slökkviliðið notaði sérstaka froðu fyrir olíubruna til að berjast við eldinn þar vatn dugar ekki á bráðin olíuefnin úr gúmmídekkjunum. Þá voru eldsupptök ekki ljós. Viðmælendur blaðsins mundu eftir því að eldur hefði kviknað á sama stað upp úr 1990 og taldi einn að tekið hefði tvo daga að slökkva eldinn. Hringrás hefur unnið úr brotajárni og selt á erlendan markað í fimm áratugi, að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins. MYNDASÍÐA Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira
Hús voru rýmd í Reykjavík vegna eitraðs reyks sem lagði frá stórbruna í endurvinnslustöð Hringrásar ehf. við Klettagarða 9 í Reykjavík.Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað til vegna brunans skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöld. Íbúum í nágrenninu var einnig ráðlagt að loka gluggum og kynda íbúðir sínar til að reykur bærist síður inn. Fólkið sem yfirgefa þurfti íbúðir sínar var flutt í Langholtsskóla, en lögregla bað um 15 strætisvagna til að annast flutninginn. Kolsvartan og þykkan reykinn lagði yfir miðbæ Reykjavíkur og höfuðstöðvar Olís sem standa sunnan við vinnslusvæðið. Varðstjóri hjá slökkviliðinu sagði að meðal þess sem brynni væri dekkjalager, vöruskemma og önnur spilliefni og því ljóst að reykurinn væri mjög eitraður. Á ellefta tímanum í gærkvöldi vann slökkviliðið að því að einangra dekkjahrúguna og fjarlægja annan eldsmat af svæðinu sem var mjög mikill að sögn varðstjóra. Á svæðinu voru gaskútar en frá þeim var ekki talin mikil sprengihætta. Þó kváðu við sprenginar úr eldhafinu. Slökkviliðið naut aðstoðar ljósvakamiðla við að vara íbúa eitruðum reyknum við auk þess sem send voru út skilaboð til fólks í gegnum Boða-skilaboðakerfi Símans. Slökkviliðið notaði sérstaka froðu fyrir olíubruna til að berjast við eldinn þar vatn dugar ekki á bráðin olíuefnin úr gúmmídekkjunum. Þá voru eldsupptök ekki ljós. Viðmælendur blaðsins mundu eftir því að eldur hefði kviknað á sama stað upp úr 1990 og taldi einn að tekið hefði tvo daga að slökkva eldinn. Hringrás hefur unnið úr brotajárni og selt á erlendan markað í fimm áratugi, að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins. MYNDASÍÐA
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira