Svikamylla í Skagafirði 24. nóvember 2004 00:01 Yfirtaka Kaupfélags Skagfirðinga, Sparisjóðs Ólafsfjarðar og Sparisjóðs Mýrasýslu á Sparisjóði Hólahrepps á Sauðárkróki átti sér stað á fundi stofnfjáreigenda í Safnahúsinu á Sauðárkróki í gær. Á fundinum var samþykkt stofnfjáraukning úr 22 milljónum króna í 88 milljónir auk þess sem nafni Sparisjóðs Hólahrepps var breytt í Sparisjóð Skagfirðinga og ný stjórn kosin. Í henni sitja: Sigurjón Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri KS, Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK, Magnús Brandsson, sparisjóðsstjóri í Ólafsfirði, Gísli Kjartansson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrasýslu, og Sverrir Magnússon bóndi sem telst vera fulltrúi minnihlutans. "Athygli vekur að Kaupfélag Skagfirðinga og sparisjóðirnir tveir bjóða fram sameiginlegan lista. Þetta er því samstarf tveggja peningavelda," sagði Valgeir Bjarnason, aðstoðarskólameistari Hólaskóla og fyrrverandi stjórnarmaður, en hann beitti sér gegn yfirtökunni á fundinum. Boðað hafði verið til fundar stofnfjáreigendanna fyrir nokkru en á stjórnarfundi í sparisjóðnum á þriðjudaginn kom skyndilega í ljós að Kaupfélag Skagfirðinga, sem átti 40 prósent stofnfjár en mátti bara fara með 5 prósenta atkvæðisrétt, hafði selt stjórnendum Kaupfélagsins og Fiskiðjunnar og eiginkonum þeirra stærstan hluta síns stofnfjár auk þess sem Sparisjóði Mýrasýslu og Sparisjóði Ólafsfjarðar var seldur 5 prósenta hlutur hvorum. Þetta var gert til að geta nýtt atkvæðisréttinn til hins ítrasta í gær, að mati Valgeirs. "Okkur finnst gerningurinn fullkomnaður með þessu. Það er ákveðin svikamylla í gangi sem við erum ósátt við. Við munum reyna að hnekkja þessu því að við teljum að þetta standist tæplega lög og munum skoða framhaldið með okkar lögmanni. Þetta gengur ekki upp í mínum huga. Í það minnsta er þetta siðferðislega rangt, hvað sem öllum lögum líður," sagði hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Yfirtaka Kaupfélags Skagfirðinga, Sparisjóðs Ólafsfjarðar og Sparisjóðs Mýrasýslu á Sparisjóði Hólahrepps á Sauðárkróki átti sér stað á fundi stofnfjáreigenda í Safnahúsinu á Sauðárkróki í gær. Á fundinum var samþykkt stofnfjáraukning úr 22 milljónum króna í 88 milljónir auk þess sem nafni Sparisjóðs Hólahrepps var breytt í Sparisjóð Skagfirðinga og ný stjórn kosin. Í henni sitja: Sigurjón Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri KS, Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK, Magnús Brandsson, sparisjóðsstjóri í Ólafsfirði, Gísli Kjartansson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrasýslu, og Sverrir Magnússon bóndi sem telst vera fulltrúi minnihlutans. "Athygli vekur að Kaupfélag Skagfirðinga og sparisjóðirnir tveir bjóða fram sameiginlegan lista. Þetta er því samstarf tveggja peningavelda," sagði Valgeir Bjarnason, aðstoðarskólameistari Hólaskóla og fyrrverandi stjórnarmaður, en hann beitti sér gegn yfirtökunni á fundinum. Boðað hafði verið til fundar stofnfjáreigendanna fyrir nokkru en á stjórnarfundi í sparisjóðnum á þriðjudaginn kom skyndilega í ljós að Kaupfélag Skagfirðinga, sem átti 40 prósent stofnfjár en mátti bara fara með 5 prósenta atkvæðisrétt, hafði selt stjórnendum Kaupfélagsins og Fiskiðjunnar og eiginkonum þeirra stærstan hluta síns stofnfjár auk þess sem Sparisjóði Mýrasýslu og Sparisjóði Ólafsfjarðar var seldur 5 prósenta hlutur hvorum. Þetta var gert til að geta nýtt atkvæðisréttinn til hins ítrasta í gær, að mati Valgeirs. "Okkur finnst gerningurinn fullkomnaður með þessu. Það er ákveðin svikamylla í gangi sem við erum ósátt við. Við munum reyna að hnekkja þessu því að við teljum að þetta standist tæplega lög og munum skoða framhaldið með okkar lögmanni. Þetta gengur ekki upp í mínum huga. Í það minnsta er þetta siðferðislega rangt, hvað sem öllum lögum líður," sagði hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira