Flutti inn hass með tengdamömmu 25. nóvember 2004 00:01 25 ára maður hefur verið ákærður, ásamt tengdamóður sinni, fyrir innflutning á tæpum níu kílóum af hassi. Hassið var flutt hingað til lands í febrúar. Tengdamóðirin var ein ákærð fyrir innflutning á fimm kílóum af hassi í sama mánuði. Tengdamóðirin neitar að hafa komið nærri innflutningi á kílóunum níu. Hún játaði það samt hjá lögreglu en segist nú hafa gert það sökum streitu og vegna hjálpsemi þar sem hún hafi viljað hjálpa tengdasyninum. Maðurinn segir tengdamóðurina hafa fræst innan úr fjölum svo hann gæti falið fíkniefnin. Tengdamóðirin, sem hefur lært trésmíði, sá um að fræsa fjalirnar en þeim ber engan veginn saman um í hvað tilgangi hún vann tréverkið. Hann játar að hafa falið fíkniefnin í viðarfjölunum og að hafa látið senda þau á sínu nafni til Íslands. Hann segist hafa lánað manni, sem ekki er upplýst hvað heitir, 400 þúsund krónur til fíkniefnakaupanna en peningana hafi hann átt að fá endurgreidda ásamt veglegri þóknun fyrir innflutninginn. Þegar tengdamóðirin játaði hjá lögreglu að hafa staðið með tengdasyninum að innflutningnum gaf hún að fyrra bragði upp hversu mikið af fíkniefnum var í sendingunni, samkvæmt framburði lögreglumanna. Tengdamóðirin er einnig ákærð fyrir innflutning á fimm kílóum af hassi sem hún faldi í viðarfjölum og sendi frá Danmörku með flugi. Lögreglan lagði síðar hald á 3,6 kíló af hassinu og er hún grunuð um að hafa selt það sem á vantaði. Sjálf segist hún hafa ætlað að flytja inn fimm kíló en segir lögregluna hafa fundið allt sem hún flutti inn. Segist hún því líklega ekki hafa fengið rétt magn þegar hún keypti hassið. Áður sagði hún tengdasoninn hafa selt það sem upp á vantaði. Verjandi mannsins vill skilorðsbundinn dóm að öllu leyti eða að hluta. Hann segir skjólstæðing sinn illa mega við fangelsisvist vegna heilsubrests, en hann eigi örugglega Íslandsmet ef ekki Evrópumet í bílslysum. Á síðustu tíu árum hafi hann lent í alvarlegum bílslysum og einu bifhjólaslysi og þurfi daglega sjúkraþjálfun. Sækjandi segir skilorðsbundna refsingu ekki koma til greina. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Sjá meira
25 ára maður hefur verið ákærður, ásamt tengdamóður sinni, fyrir innflutning á tæpum níu kílóum af hassi. Hassið var flutt hingað til lands í febrúar. Tengdamóðirin var ein ákærð fyrir innflutning á fimm kílóum af hassi í sama mánuði. Tengdamóðirin neitar að hafa komið nærri innflutningi á kílóunum níu. Hún játaði það samt hjá lögreglu en segist nú hafa gert það sökum streitu og vegna hjálpsemi þar sem hún hafi viljað hjálpa tengdasyninum. Maðurinn segir tengdamóðurina hafa fræst innan úr fjölum svo hann gæti falið fíkniefnin. Tengdamóðirin, sem hefur lært trésmíði, sá um að fræsa fjalirnar en þeim ber engan veginn saman um í hvað tilgangi hún vann tréverkið. Hann játar að hafa falið fíkniefnin í viðarfjölunum og að hafa látið senda þau á sínu nafni til Íslands. Hann segist hafa lánað manni, sem ekki er upplýst hvað heitir, 400 þúsund krónur til fíkniefnakaupanna en peningana hafi hann átt að fá endurgreidda ásamt veglegri þóknun fyrir innflutninginn. Þegar tengdamóðirin játaði hjá lögreglu að hafa staðið með tengdasyninum að innflutningnum gaf hún að fyrra bragði upp hversu mikið af fíkniefnum var í sendingunni, samkvæmt framburði lögreglumanna. Tengdamóðirin er einnig ákærð fyrir innflutning á fimm kílóum af hassi sem hún faldi í viðarfjölum og sendi frá Danmörku með flugi. Lögreglan lagði síðar hald á 3,6 kíló af hassinu og er hún grunuð um að hafa selt það sem á vantaði. Sjálf segist hún hafa ætlað að flytja inn fimm kíló en segir lögregluna hafa fundið allt sem hún flutti inn. Segist hún því líklega ekki hafa fengið rétt magn þegar hún keypti hassið. Áður sagði hún tengdasoninn hafa selt það sem upp á vantaði. Verjandi mannsins vill skilorðsbundinn dóm að öllu leyti eða að hluta. Hann segir skjólstæðing sinn illa mega við fangelsisvist vegna heilsubrests, en hann eigi örugglega Íslandsmet ef ekki Evrópumet í bílslysum. Á síðustu tíu árum hafi hann lent í alvarlegum bílslysum og einu bifhjólaslysi og þurfi daglega sjúkraþjálfun. Sækjandi segir skilorðsbundna refsingu ekki koma til greina.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Sjá meira