Endurgreiðslubyrði námslána lækkuð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2004 00:01 Námslán - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra Það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um breytingar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna felur í sér mikla réttarbót fyrir námsmenn og lánþega LÍN. Frumvarpið byggir á niðurstöðu nefndar er ég skipaði í júlí síðastliðnum og fól að endurskoða lögin um LÍN í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Í stefnuyfirlýsingunni er lögð áhersla á að LÍN gegni áfram því meginhlutverki að tryggja öllum tækifæri til náms. Jafnframt segir þar að endurskoða beri lög um sjóðinn og huga að því að lækka endurgreiðslubyrði námslána. Nefndin, sem Gunnar Ingi Birgisson gegndi formennsku í, komst að þeirri meginniðurstöðu að lögin um Lánasjóðinn hefðu reynst góður grunnur fyrir starfsemi sjóðsins. Hún lagði því til að meginatriði laganna héldust óbreytt en að hugað yrði að breytingum á einstökum ákvæðum. Þær meginbreytingar sem nefndin lagði til og er að finna í frumvarpinu eru eftirfarandi: - Árlegt endurgreiðsluhlutfall námslána verði lækkað úr 4,75% í 3,75%. - Fjármagnstekjum verði bætt við tekjustofn til ákvörðunar árlegri tekjutengdri afborgun. - Tekjugrundvöllur einhleypra lánþega verði útsvarsstofn og fjármagnstekjur samkvæmt skattalögum. - Lánþegum með eldri námslán verði gefinn kostur á skuldbreytingu, þ.e. að endurgreiða af lánum sínu í samræmi við nýja endurgreiðsluskilmála. - LÍN hætti að veita svokölluð markaðskjaralán. Mikilvægustu ákvæði frumvarpsins snúa að lækkun endurgreiðsluhlutfallsins og breikkun tekjustofnsins sem endurgreiðslan tekur mið af. Hér er um stórt hagsmunamál lánþega að ræða sem ætla má að muni ekki síst nýtast greiðendum námslána fyrstu árin að loknu námi. Það er yfirleitt á þeim árum sem ungt fólk er að kaupa sína fyrstu íbúð og stofna fjölskyldu. Þetta er því vonandi kærkomin kjarabót fyrir þennan hóp. Þó að breikkun tekjustofnsins og tillit til fjármagnstekna geti hækkað árlega greiðslubyrði og þannig stytt endurgreiðslutíma námsláns er ég sammála endurskoðunarnefndinni um að breikkun þessi sé eftirsóknarverð. Hún dregur úr kostnaði ríkissjóðs við lækkun endurgreiðsluhlutfallsins og það skiptir minna máli en áður hvernig greiðendur haga tekjuöflun sinni. Það má líka segja að með þessari leið sé verið að undirstrika enn og aftur að Lánasjóður íslenskra námsmanna er félagslegur jöfnunarsjóður og það hefur verið réttlætt með því að þeir sem hafa hærri tekjur greiði hlutfallslega hraðar inn í sjóðinn. Með því að taka nú einnig tillit til fjármagnstekna er verið að draga fram fram fleiri tekjustofna enda fjölgar þeim sem hafa ekki einungis framfærslu af launatekjum heldur einnig fjármagnstekjum. Það er að mínu mati einnig mikilvægt að lækkun árlegrar greiðslubyrði nái ekki einungis til nýrra lánþega heldur einnig þeirra sem tekið hafa lán á grundvelli eldri laga um LÍN. Þeim verður í ákveðinn tíma gefinn kostur á að skuldbreyta eldri lánum. Frumvarpið byggir á því að helmingur þeirra sem tekið hafa námslán eftir 1992 nýti sér þennan rétt. Greiðendur þeirra eru um 15.000 talsins og áætlað er að tæplega 10.000 manns fái námslán skólaárið 2004-2005. Lánasjóður íslenskra námsmanna gegnir lykilhlutverki í okkar menntakerfi. Það er vandfundið kerfi í nokkru öðru ríki er styður jafn dyggilega við bakið á háskólanemum og LÍN. Heildarfjöldi lánþega hjá LÍN var í lok síðasta árs 35 þúsund og útistandandi lán sjóðsins námu 66 milljörðum króna. Í áætlun sjóðsins fyrir næsta ár er gert ráð fyrir tæplega tíu þúsund lánþegum og að ný útlán verði 7,1 milljarður króna. Um helmingur þeirrar upphæðar kemur úr ríkissjóði enda er það mat Ríkisendurskoðunar að árlegt framlag til viðbótar rekstrarkostnaði þurfi að nema 50% af útlánum til að standa undir afföllum og kostnaði við vaxtaniðurgreiðslu sjóðsins. Það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi mun leiða til nokkurs kostnaðarauka til viðbótar þrátt fyrir að í framtíðinni verði einnig tekið tillit til fjármagnstekna við útreikninga á endurgreiðslu lánþega. Það er mat fjármálaráðuneytisins að árlegur kostnaðarauki ríkissjóðs af því að lækka endurgreiðsluhlutfall um eitt prósentustig muni nema 265-340 milljónum króna. Það þýðir að framlag ríkissjóðs til LÍN hækkar um 3,7-4,8% eða úr um 49% af útlánum í um 53%. Með þessu verið að létta róðurinn verulega hjá lánþegum Lánasjóðsins og uppfylla það loforð ríkisstjórnarinnar að lækka endurgreiðslubyrði námslána. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Sjá meira
Námslán - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra Það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um breytingar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna felur í sér mikla réttarbót fyrir námsmenn og lánþega LÍN. Frumvarpið byggir á niðurstöðu nefndar er ég skipaði í júlí síðastliðnum og fól að endurskoða lögin um LÍN í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Í stefnuyfirlýsingunni er lögð áhersla á að LÍN gegni áfram því meginhlutverki að tryggja öllum tækifæri til náms. Jafnframt segir þar að endurskoða beri lög um sjóðinn og huga að því að lækka endurgreiðslubyrði námslána. Nefndin, sem Gunnar Ingi Birgisson gegndi formennsku í, komst að þeirri meginniðurstöðu að lögin um Lánasjóðinn hefðu reynst góður grunnur fyrir starfsemi sjóðsins. Hún lagði því til að meginatriði laganna héldust óbreytt en að hugað yrði að breytingum á einstökum ákvæðum. Þær meginbreytingar sem nefndin lagði til og er að finna í frumvarpinu eru eftirfarandi: - Árlegt endurgreiðsluhlutfall námslána verði lækkað úr 4,75% í 3,75%. - Fjármagnstekjum verði bætt við tekjustofn til ákvörðunar árlegri tekjutengdri afborgun. - Tekjugrundvöllur einhleypra lánþega verði útsvarsstofn og fjármagnstekjur samkvæmt skattalögum. - Lánþegum með eldri námslán verði gefinn kostur á skuldbreytingu, þ.e. að endurgreiða af lánum sínu í samræmi við nýja endurgreiðsluskilmála. - LÍN hætti að veita svokölluð markaðskjaralán. Mikilvægustu ákvæði frumvarpsins snúa að lækkun endurgreiðsluhlutfallsins og breikkun tekjustofnsins sem endurgreiðslan tekur mið af. Hér er um stórt hagsmunamál lánþega að ræða sem ætla má að muni ekki síst nýtast greiðendum námslána fyrstu árin að loknu námi. Það er yfirleitt á þeim árum sem ungt fólk er að kaupa sína fyrstu íbúð og stofna fjölskyldu. Þetta er því vonandi kærkomin kjarabót fyrir þennan hóp. Þó að breikkun tekjustofnsins og tillit til fjármagnstekna geti hækkað árlega greiðslubyrði og þannig stytt endurgreiðslutíma námsláns er ég sammála endurskoðunarnefndinni um að breikkun þessi sé eftirsóknarverð. Hún dregur úr kostnaði ríkissjóðs við lækkun endurgreiðsluhlutfallsins og það skiptir minna máli en áður hvernig greiðendur haga tekjuöflun sinni. Það má líka segja að með þessari leið sé verið að undirstrika enn og aftur að Lánasjóður íslenskra námsmanna er félagslegur jöfnunarsjóður og það hefur verið réttlætt með því að þeir sem hafa hærri tekjur greiði hlutfallslega hraðar inn í sjóðinn. Með því að taka nú einnig tillit til fjármagnstekna er verið að draga fram fram fleiri tekjustofna enda fjölgar þeim sem hafa ekki einungis framfærslu af launatekjum heldur einnig fjármagnstekjum. Það er að mínu mati einnig mikilvægt að lækkun árlegrar greiðslubyrði nái ekki einungis til nýrra lánþega heldur einnig þeirra sem tekið hafa lán á grundvelli eldri laga um LÍN. Þeim verður í ákveðinn tíma gefinn kostur á að skuldbreyta eldri lánum. Frumvarpið byggir á því að helmingur þeirra sem tekið hafa námslán eftir 1992 nýti sér þennan rétt. Greiðendur þeirra eru um 15.000 talsins og áætlað er að tæplega 10.000 manns fái námslán skólaárið 2004-2005. Lánasjóður íslenskra námsmanna gegnir lykilhlutverki í okkar menntakerfi. Það er vandfundið kerfi í nokkru öðru ríki er styður jafn dyggilega við bakið á háskólanemum og LÍN. Heildarfjöldi lánþega hjá LÍN var í lok síðasta árs 35 þúsund og útistandandi lán sjóðsins námu 66 milljörðum króna. Í áætlun sjóðsins fyrir næsta ár er gert ráð fyrir tæplega tíu þúsund lánþegum og að ný útlán verði 7,1 milljarður króna. Um helmingur þeirrar upphæðar kemur úr ríkissjóði enda er það mat Ríkisendurskoðunar að árlegt framlag til viðbótar rekstrarkostnaði þurfi að nema 50% af útlánum til að standa undir afföllum og kostnaði við vaxtaniðurgreiðslu sjóðsins. Það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi mun leiða til nokkurs kostnaðarauka til viðbótar þrátt fyrir að í framtíðinni verði einnig tekið tillit til fjármagnstekna við útreikninga á endurgreiðslu lánþega. Það er mat fjármálaráðuneytisins að árlegur kostnaðarauki ríkissjóðs af því að lækka endurgreiðsluhlutfall um eitt prósentustig muni nema 265-340 milljónum króna. Það þýðir að framlag ríkissjóðs til LÍN hækkar um 3,7-4,8% eða úr um 49% af útlánum í um 53%. Með þessu verið að létta róðurinn verulega hjá lánþegum Lánasjóðsins og uppfylla það loforð ríkisstjórnarinnar að lækka endurgreiðslubyrði námslána.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun