Stýrivextir Seðlabankans hækka um 1% 2. desember 2004 00:01 Verðbólguspá Seðlabankans gerir ráð fyrir að verðbólga fari langt upp fyrir markmið Seðlabankans á næsta og þar næsta ári. Stýrivextir Seðlabankans hækka um eitt próesentustig og verða 8,25% frá 7. desember n.k. Þetta er mun meiri hækun en greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu spáð fyrir um. "Til þess að hafa nægilega skjót áhrif á verðbólguna þarf að bregðast hratt og tímanlega við," sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri í gær. Vaxtahækkunin er sú mesta sem Seðlabankinn hefur tilkynnt um í einu vetfangi. Þetta kemur ofan á aðrar vaxtahækkanir í ár en Seðlabankinn hefur nú hækkað stýrivexti um 2,95 prósentustig í ár. Ný þjóðhagsspá Seðlabankans gerir ráð fyrir mun meiri hagvexti en áður var spáð. Í síðustu þjóðhagsspá, sem gefin var út í júní, var gert ráð fyrir að hagvöxtur í ár yrði 4,3 prósent, 4,7 á næsta ári og 4,5 árið 2006. Nú spáir Seðlabankinn 5,4 prósenta hagvexti í ár, 6,1 prósents á næsta ári og 4,9 prósent árið 2006. Fram kom í máli Birgis Ísleifs að viðbrögð einstaklinga við auknum lánamöguleikum hafi verið kröftugri en búist var við. Þetta gerir það að verkum að einkaneysla er talin munu aukast hraðar en áður var talið auk þess sem verðmæti íbúðarhúsnæðis muni hækka hraðar. Seðlabankinn bendir einnig á að framkvæmdir við stóriðju verði fyrr en áður var gert ráð fyrir. Birgir Ísleifur sagði einnig að skattalækkanir ríkisstjórnarinnar hefðu áhrif. "Það verður að telja verulegar lílkur á því að aðhald í opinberum fjármálum verði ófullnægjandi," sagði hann. Seðlabankinn gerir ráð fyrir að yfirlýst markmið fjármálaráðuneytisins um aðhald í ríkisrekstri standist ekki. Seðlabankinn gerir ráð fyrir að vöxtur samneyslunnar verði meiri en ráðuneytið heldur fram. Seðlabankinn tilkynnti einnig í gær að bankinn muni hætta kaupum á gjaldeyri til að styrkja gjaldeyrisforða bankans. Þessi ákvörðun er einnig talin stuðla að styrkingu krónunnar. Peningmál, ársfjórðungsrit Seðlabankans. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Verðbólguspá Seðlabankans gerir ráð fyrir að verðbólga fari langt upp fyrir markmið Seðlabankans á næsta og þar næsta ári. Stýrivextir Seðlabankans hækka um eitt próesentustig og verða 8,25% frá 7. desember n.k. Þetta er mun meiri hækun en greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu spáð fyrir um. "Til þess að hafa nægilega skjót áhrif á verðbólguna þarf að bregðast hratt og tímanlega við," sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri í gær. Vaxtahækkunin er sú mesta sem Seðlabankinn hefur tilkynnt um í einu vetfangi. Þetta kemur ofan á aðrar vaxtahækkanir í ár en Seðlabankinn hefur nú hækkað stýrivexti um 2,95 prósentustig í ár. Ný þjóðhagsspá Seðlabankans gerir ráð fyrir mun meiri hagvexti en áður var spáð. Í síðustu þjóðhagsspá, sem gefin var út í júní, var gert ráð fyrir að hagvöxtur í ár yrði 4,3 prósent, 4,7 á næsta ári og 4,5 árið 2006. Nú spáir Seðlabankinn 5,4 prósenta hagvexti í ár, 6,1 prósents á næsta ári og 4,9 prósent árið 2006. Fram kom í máli Birgis Ísleifs að viðbrögð einstaklinga við auknum lánamöguleikum hafi verið kröftugri en búist var við. Þetta gerir það að verkum að einkaneysla er talin munu aukast hraðar en áður var talið auk þess sem verðmæti íbúðarhúsnæðis muni hækka hraðar. Seðlabankinn bendir einnig á að framkvæmdir við stóriðju verði fyrr en áður var gert ráð fyrir. Birgir Ísleifur sagði einnig að skattalækkanir ríkisstjórnarinnar hefðu áhrif. "Það verður að telja verulegar lílkur á því að aðhald í opinberum fjármálum verði ófullnægjandi," sagði hann. Seðlabankinn gerir ráð fyrir að yfirlýst markmið fjármálaráðuneytisins um aðhald í ríkisrekstri standist ekki. Seðlabankinn gerir ráð fyrir að vöxtur samneyslunnar verði meiri en ráðuneytið heldur fram. Seðlabankinn tilkynnti einnig í gær að bankinn muni hætta kaupum á gjaldeyri til að styrkja gjaldeyrisforða bankans. Þessi ákvörðun er einnig talin stuðla að styrkingu krónunnar. Peningmál, ársfjórðungsrit Seðlabankans.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira