Stýrivextir Seðlabankans hækka um 1% 2. desember 2004 00:01 Verðbólguspá Seðlabankans gerir ráð fyrir að verðbólga fari langt upp fyrir markmið Seðlabankans á næsta og þar næsta ári. Stýrivextir Seðlabankans hækka um eitt próesentustig og verða 8,25% frá 7. desember n.k. Þetta er mun meiri hækun en greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu spáð fyrir um. "Til þess að hafa nægilega skjót áhrif á verðbólguna þarf að bregðast hratt og tímanlega við," sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri í gær. Vaxtahækkunin er sú mesta sem Seðlabankinn hefur tilkynnt um í einu vetfangi. Þetta kemur ofan á aðrar vaxtahækkanir í ár en Seðlabankinn hefur nú hækkað stýrivexti um 2,95 prósentustig í ár. Ný þjóðhagsspá Seðlabankans gerir ráð fyrir mun meiri hagvexti en áður var spáð. Í síðustu þjóðhagsspá, sem gefin var út í júní, var gert ráð fyrir að hagvöxtur í ár yrði 4,3 prósent, 4,7 á næsta ári og 4,5 árið 2006. Nú spáir Seðlabankinn 5,4 prósenta hagvexti í ár, 6,1 prósents á næsta ári og 4,9 prósent árið 2006. Fram kom í máli Birgis Ísleifs að viðbrögð einstaklinga við auknum lánamöguleikum hafi verið kröftugri en búist var við. Þetta gerir það að verkum að einkaneysla er talin munu aukast hraðar en áður var talið auk þess sem verðmæti íbúðarhúsnæðis muni hækka hraðar. Seðlabankinn bendir einnig á að framkvæmdir við stóriðju verði fyrr en áður var gert ráð fyrir. Birgir Ísleifur sagði einnig að skattalækkanir ríkisstjórnarinnar hefðu áhrif. "Það verður að telja verulegar lílkur á því að aðhald í opinberum fjármálum verði ófullnægjandi," sagði hann. Seðlabankinn gerir ráð fyrir að yfirlýst markmið fjármálaráðuneytisins um aðhald í ríkisrekstri standist ekki. Seðlabankinn gerir ráð fyrir að vöxtur samneyslunnar verði meiri en ráðuneytið heldur fram. Seðlabankinn tilkynnti einnig í gær að bankinn muni hætta kaupum á gjaldeyri til að styrkja gjaldeyrisforða bankans. Þessi ákvörðun er einnig talin stuðla að styrkingu krónunnar. Peningmál, ársfjórðungsrit Seðlabankans. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Sjá meira
Verðbólguspá Seðlabankans gerir ráð fyrir að verðbólga fari langt upp fyrir markmið Seðlabankans á næsta og þar næsta ári. Stýrivextir Seðlabankans hækka um eitt próesentustig og verða 8,25% frá 7. desember n.k. Þetta er mun meiri hækun en greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu spáð fyrir um. "Til þess að hafa nægilega skjót áhrif á verðbólguna þarf að bregðast hratt og tímanlega við," sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri í gær. Vaxtahækkunin er sú mesta sem Seðlabankinn hefur tilkynnt um í einu vetfangi. Þetta kemur ofan á aðrar vaxtahækkanir í ár en Seðlabankinn hefur nú hækkað stýrivexti um 2,95 prósentustig í ár. Ný þjóðhagsspá Seðlabankans gerir ráð fyrir mun meiri hagvexti en áður var spáð. Í síðustu þjóðhagsspá, sem gefin var út í júní, var gert ráð fyrir að hagvöxtur í ár yrði 4,3 prósent, 4,7 á næsta ári og 4,5 árið 2006. Nú spáir Seðlabankinn 5,4 prósenta hagvexti í ár, 6,1 prósents á næsta ári og 4,9 prósent árið 2006. Fram kom í máli Birgis Ísleifs að viðbrögð einstaklinga við auknum lánamöguleikum hafi verið kröftugri en búist var við. Þetta gerir það að verkum að einkaneysla er talin munu aukast hraðar en áður var talið auk þess sem verðmæti íbúðarhúsnæðis muni hækka hraðar. Seðlabankinn bendir einnig á að framkvæmdir við stóriðju verði fyrr en áður var gert ráð fyrir. Birgir Ísleifur sagði einnig að skattalækkanir ríkisstjórnarinnar hefðu áhrif. "Það verður að telja verulegar lílkur á því að aðhald í opinberum fjármálum verði ófullnægjandi," sagði hann. Seðlabankinn gerir ráð fyrir að yfirlýst markmið fjármálaráðuneytisins um aðhald í ríkisrekstri standist ekki. Seðlabankinn gerir ráð fyrir að vöxtur samneyslunnar verði meiri en ráðuneytið heldur fram. Seðlabankinn tilkynnti einnig í gær að bankinn muni hætta kaupum á gjaldeyri til að styrkja gjaldeyrisforða bankans. Þessi ákvörðun er einnig talin stuðla að styrkingu krónunnar. Peningmál, ársfjórðungsrit Seðlabankans.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Sjá meira