30 milljónir lagðar í svikamylluna 2. desember 2004 00:01 Fjársvikamálið stórfellda sem upp er komið í Noregi teygir anga sína til Íslands. Á annað hundrað Íslendinga létu gabbast af loforðum um skjótfenginn gróða og lögðu fé í svikamylluna, samtals um þrjátíu milljónir króna. Noregsmet í fjársvikum Mikið hefur verið fjallað um mál pýramídafyrirtækisins The Five Percent Community (T5PC) í norskum fjölmiðlum enda eru fjársvikin talin þau umfangsmestu í norskri sögu. Áætlað er að forsprakkar þess hafi haft að minnsta kosti ellefu milljarða íslenskra króna upp úr krafsinu þegar þeir ginntu ríflega 70.000 manns til að leggja fé í fyrirtækið, ýmist með sölu á hlutabréfum eða annars konar varningi.. Þegar Jim Wolden og félagar hans stofnuðu T5PC árið 1993 var hugmyndin að fá fólk til að kaupa sig inn í fyrirtækið til þess að fá að selja varning af ýmsu tagi beini sölu. Þeir hófust strax handa við að afla hluthafa að fyrirtækinu en varningurinn lét hins vegar bíða eftir sér. Með árunum urðu hluthafar þess áskynja að aðaláherslan var á að fá enn fleiri hluthafa í hópinn en á hinn bóginn var látið liggja á milli hluta að koma vörunum til þeirra sem greitt höfðu fyrir þær. Skráning á almennum hlutabréfamarkaði var alltaf handan við hornið en aldrei varð neitt úr henni. Þegar T5PC var lýst gjaldþrota 18. nóvember síðastliðinn gerðu menn sér fyrst hvílík svikamylla var þarna á ferðinni og hófst lögreglurannsókn í framhaldi af því. Ellefu manns hafa verið handteknir og í gær var höfuðpaurinn Jim Wolden yfirheyrður en hann flúði til Spánar í kjölfar gjaldþrotsins. Stærstur hluti milljarðanna ellefu er talinn hafa fengist með sölu á hlutabréfum. Ekki er ljóst hvað hefur orðið um alla þessa fjármuni. Höfuðpaurarnir sem helst mökuðu krókinn bárust talsvert á en jafnframt er talið að talsverðum hluta fjárins hafi verið lagður inn á svissneska bankareikninga. Fjárfest var í dularfullum fyrirtækjasamsteypum í Mið-Ameríkuríkinu Belís og á Kýpur en einnig höfðu forsprakkar T5PC áform um að setja á fót spilavíti. Íslendingar bitu á agnið Norskir fjölmiðlar birtu í vikunni lista yfir þá sem hafa verið blekktir í pýramídasvindlinu en á honum er að finna fjörtíu þúsund nöfn einstaklinga og fyrirtækja. Á listanum eru vel á annað hundrað Íslendinga sem búsettir eru víða um landið. 52 Reykvíkingar keyptu hlut í T5PC, átján Eyjamenn, og fimmtán Garðbæingar. Tólf Kópavogsbúar létu gabbast, svo og níu Hafnfirðingar en einungis tveir Akureyringar. Athygli vekur að Flúðamenn voru áhugasamir um kaup á bréfum í T5PC, nöfn sjö þeirra eru á listanum. Reykvíkingur nokkur sem keypti hlut í T5PC sagði í samtali við blaðið að fyrir rétt rúmu ári hefðu Norðmenn komið hingað til lands og kynnt hugmyndina. Ekki vissi maðurinn hvers vegna Norðmennirnir hefðu haft samband við sig en engu að síður leist honum vel á hugmyndina og var því tilbúinn að reiða fram um 800 evrur, tæpar sjötíu þúsund krónur. Var greiðslan innt af hendi með kreditkorti. Bjóst maðurinn við að þegar skráningu á hlutabréfamarkaði lyki færi fjárfestingin að borga sig en þegar ekkert gerðist fóru að renna á hann tvær grímur. Féð er að líkindum með öllu tapað og útilokar maðurinn ekki að hann muni reyna að leita réttar síns. Hluturinn í T5PC var yfirleitt seldur á 0,45 evrur. Algengt er að Íslendingarnir hafi skráð sig fyrir 1777 hlutum, um það bil 69.000 krónum en dæmi eru um mun hærri fjárhæðir, allt upp í rúmar fjórar milljónir króna. Íslensku hluthafarnir virðast hafa sett í það minnsta þrjátíu milljónir króna í T5PC. Fjármálaeftirlitið aðhafðist ekki Fjármálaeftirlitið hefur í mörgum tilvikum varað sérstaklega við fyrirtækjum af þessu tagi en það var ekki gert í þessu tilviki. Páls Gunnars Pálssonar forstjóri Fjármálaeftirlitsins telur ástæða þess að ekki var birt tilkynning vegna T5PC vera þá að sennilega bárust engar kvartanir á sínum tíma út af fyrirtækinu eða ábendingar þar að lútandi. Þar sem fyrirtækið er þegar orðið gjaldþrota á hann ekki von á að málið verði skoðað af eftirlitsins hálfu. Páll ítrekar hins vegar að Fjármálaeftirlitið varar almennt við fyrirtækjum á borðið við T5PC. Málið minnir um margt á fjárplógsstarfsemi sænska fyrirtækisins Sprinkle network sem komst í hámæli hérlendis síðastliðinn vetur. Fjöldi fólks taldi sig hafa verið hlunnfarinn og námu bótakröfur á annað hundrað milljónir króna en fáir fengu eitthvað endurgreitt frá Svíunum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Fjársvikamálið stórfellda sem upp er komið í Noregi teygir anga sína til Íslands. Á annað hundrað Íslendinga létu gabbast af loforðum um skjótfenginn gróða og lögðu fé í svikamylluna, samtals um þrjátíu milljónir króna. Noregsmet í fjársvikum Mikið hefur verið fjallað um mál pýramídafyrirtækisins The Five Percent Community (T5PC) í norskum fjölmiðlum enda eru fjársvikin talin þau umfangsmestu í norskri sögu. Áætlað er að forsprakkar þess hafi haft að minnsta kosti ellefu milljarða íslenskra króna upp úr krafsinu þegar þeir ginntu ríflega 70.000 manns til að leggja fé í fyrirtækið, ýmist með sölu á hlutabréfum eða annars konar varningi.. Þegar Jim Wolden og félagar hans stofnuðu T5PC árið 1993 var hugmyndin að fá fólk til að kaupa sig inn í fyrirtækið til þess að fá að selja varning af ýmsu tagi beini sölu. Þeir hófust strax handa við að afla hluthafa að fyrirtækinu en varningurinn lét hins vegar bíða eftir sér. Með árunum urðu hluthafar þess áskynja að aðaláherslan var á að fá enn fleiri hluthafa í hópinn en á hinn bóginn var látið liggja á milli hluta að koma vörunum til þeirra sem greitt höfðu fyrir þær. Skráning á almennum hlutabréfamarkaði var alltaf handan við hornið en aldrei varð neitt úr henni. Þegar T5PC var lýst gjaldþrota 18. nóvember síðastliðinn gerðu menn sér fyrst hvílík svikamylla var þarna á ferðinni og hófst lögreglurannsókn í framhaldi af því. Ellefu manns hafa verið handteknir og í gær var höfuðpaurinn Jim Wolden yfirheyrður en hann flúði til Spánar í kjölfar gjaldþrotsins. Stærstur hluti milljarðanna ellefu er talinn hafa fengist með sölu á hlutabréfum. Ekki er ljóst hvað hefur orðið um alla þessa fjármuni. Höfuðpaurarnir sem helst mökuðu krókinn bárust talsvert á en jafnframt er talið að talsverðum hluta fjárins hafi verið lagður inn á svissneska bankareikninga. Fjárfest var í dularfullum fyrirtækjasamsteypum í Mið-Ameríkuríkinu Belís og á Kýpur en einnig höfðu forsprakkar T5PC áform um að setja á fót spilavíti. Íslendingar bitu á agnið Norskir fjölmiðlar birtu í vikunni lista yfir þá sem hafa verið blekktir í pýramídasvindlinu en á honum er að finna fjörtíu þúsund nöfn einstaklinga og fyrirtækja. Á listanum eru vel á annað hundrað Íslendinga sem búsettir eru víða um landið. 52 Reykvíkingar keyptu hlut í T5PC, átján Eyjamenn, og fimmtán Garðbæingar. Tólf Kópavogsbúar létu gabbast, svo og níu Hafnfirðingar en einungis tveir Akureyringar. Athygli vekur að Flúðamenn voru áhugasamir um kaup á bréfum í T5PC, nöfn sjö þeirra eru á listanum. Reykvíkingur nokkur sem keypti hlut í T5PC sagði í samtali við blaðið að fyrir rétt rúmu ári hefðu Norðmenn komið hingað til lands og kynnt hugmyndina. Ekki vissi maðurinn hvers vegna Norðmennirnir hefðu haft samband við sig en engu að síður leist honum vel á hugmyndina og var því tilbúinn að reiða fram um 800 evrur, tæpar sjötíu þúsund krónur. Var greiðslan innt af hendi með kreditkorti. Bjóst maðurinn við að þegar skráningu á hlutabréfamarkaði lyki færi fjárfestingin að borga sig en þegar ekkert gerðist fóru að renna á hann tvær grímur. Féð er að líkindum með öllu tapað og útilokar maðurinn ekki að hann muni reyna að leita réttar síns. Hluturinn í T5PC var yfirleitt seldur á 0,45 evrur. Algengt er að Íslendingarnir hafi skráð sig fyrir 1777 hlutum, um það bil 69.000 krónum en dæmi eru um mun hærri fjárhæðir, allt upp í rúmar fjórar milljónir króna. Íslensku hluthafarnir virðast hafa sett í það minnsta þrjátíu milljónir króna í T5PC. Fjármálaeftirlitið aðhafðist ekki Fjármálaeftirlitið hefur í mörgum tilvikum varað sérstaklega við fyrirtækjum af þessu tagi en það var ekki gert í þessu tilviki. Páls Gunnars Pálssonar forstjóri Fjármálaeftirlitsins telur ástæða þess að ekki var birt tilkynning vegna T5PC vera þá að sennilega bárust engar kvartanir á sínum tíma út af fyrirtækinu eða ábendingar þar að lútandi. Þar sem fyrirtækið er þegar orðið gjaldþrota á hann ekki von á að málið verði skoðað af eftirlitsins hálfu. Páll ítrekar hins vegar að Fjármálaeftirlitið varar almennt við fyrirtækjum á borðið við T5PC. Málið minnir um margt á fjárplógsstarfsemi sænska fyrirtækisins Sprinkle network sem komst í hámæli hérlendis síðastliðinn vetur. Fjöldi fólks taldi sig hafa verið hlunnfarinn og námu bótakröfur á annað hundrað milljónir króna en fáir fengu eitthvað endurgreitt frá Svíunum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira