R-listinn hækkar gjöld á borgarbúa 3. desember 2004 00:01 R-listinn hefur samþykkt að hækka ýmiss gjöld sem snúa að sorphirðu, frístundarmálum, félagsþjónustu og menningarmálum. Borgarráð samþykkti á fimmtudaginn að hækka sorphirðugjald fyrir heimili um 30 prósent. Samkvæmt því mun til dæmis gjald fyrir vikulega tæmingu á ruslatunnu hækka úr 7.478 krónum á ári í 9.700 krónur. Gjaldið er hækkað til að það standi undir meðalraunkostnaði við meðhöndlun úrgangs að því er fram kemur í bréfi forstöðumanns Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Borgaryfirvöld samþykktu líka að hækka gjald fyrir hverja unna vinnustund í heimaþjónustu úr 350 krónum 500 krónur eða um rúm 40 prósent. "Það er um verulegar hækkanir að ræða og meiri en við höfum séð oftast áður," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins. "Þessar hækkanir eru að vissu leyti afleiðing veikrar fjármálastjórnar R-listans á undanförnum árum. Þetta er ein leiðin, ásamt miklum skattahækkunum, að mæta þeim fjárhagsvanda sem R-listinn stendur frammi fyrir." Gjaldskrá í sundlaugar Reykjavíkur verður hækkuð að jafnaði um tíu prósent. Þannig hækkar stakt gjald fyrir fullorðna úr 230 krónum í 250 krónur og fyrir börn úr 100 krónum í 110 krónur. Tíu miða kort hækkar úr 1.650 krónum í 1.900 krónur og árskort úr 19.500 krónum í 21.500 krónur. Á höfuðborgarsvæðinu er dýrast að fara í sund í Reykjavík. R-listinn hefur samþykkt að hækka gjald fyrir barn í frístundarheimili úr 6.500 krónum á mánuði í 7.150. Frístundarheimili bjóða sex til níu ára börnum upp á tómstundastarf þegar hefðbundnum skóladegi lýkur. Meirihluti borgarstjórnar hefur einnig samþykkt að hækka gjaldskrá skólahljómsveita og bókasafna. Gjald vegna grunnáms barns í skólahljómsveit fyrir veturinn hækkar úr 14.000 krónum í 15.000. Bókasafnsskírteini fyrir fullorðan hækkar úr 1.000 krónum á ári í 1.200 krónur. Í bréfi frá menningarmálastjóra kemur fram að gjaldið hafi ekki hækkað í þrjú ár. Þá hækkar aðgangseyrir í Árbæjarsafn úr 500 krónum í 600 krónur. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
R-listinn hefur samþykkt að hækka ýmiss gjöld sem snúa að sorphirðu, frístundarmálum, félagsþjónustu og menningarmálum. Borgarráð samþykkti á fimmtudaginn að hækka sorphirðugjald fyrir heimili um 30 prósent. Samkvæmt því mun til dæmis gjald fyrir vikulega tæmingu á ruslatunnu hækka úr 7.478 krónum á ári í 9.700 krónur. Gjaldið er hækkað til að það standi undir meðalraunkostnaði við meðhöndlun úrgangs að því er fram kemur í bréfi forstöðumanns Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Borgaryfirvöld samþykktu líka að hækka gjald fyrir hverja unna vinnustund í heimaþjónustu úr 350 krónum 500 krónur eða um rúm 40 prósent. "Það er um verulegar hækkanir að ræða og meiri en við höfum séð oftast áður," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins. "Þessar hækkanir eru að vissu leyti afleiðing veikrar fjármálastjórnar R-listans á undanförnum árum. Þetta er ein leiðin, ásamt miklum skattahækkunum, að mæta þeim fjárhagsvanda sem R-listinn stendur frammi fyrir." Gjaldskrá í sundlaugar Reykjavíkur verður hækkuð að jafnaði um tíu prósent. Þannig hækkar stakt gjald fyrir fullorðna úr 230 krónum í 250 krónur og fyrir börn úr 100 krónum í 110 krónur. Tíu miða kort hækkar úr 1.650 krónum í 1.900 krónur og árskort úr 19.500 krónum í 21.500 krónur. Á höfuðborgarsvæðinu er dýrast að fara í sund í Reykjavík. R-listinn hefur samþykkt að hækka gjald fyrir barn í frístundarheimili úr 6.500 krónum á mánuði í 7.150. Frístundarheimili bjóða sex til níu ára börnum upp á tómstundastarf þegar hefðbundnum skóladegi lýkur. Meirihluti borgarstjórnar hefur einnig samþykkt að hækka gjaldskrá skólahljómsveita og bókasafna. Gjald vegna grunnáms barns í skólahljómsveit fyrir veturinn hækkar úr 14.000 krónum í 15.000. Bókasafnsskírteini fyrir fullorðan hækkar úr 1.000 krónum á ári í 1.200 krónur. Í bréfi frá menningarmálastjóra kemur fram að gjaldið hafi ekki hækkað í þrjú ár. Þá hækkar aðgangseyrir í Árbæjarsafn úr 500 krónum í 600 krónur.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira