Vaxtahækkun Seðlabankans gagnrýnd 3. desember 2004 00:01 Einar Oddur Kristjánsson, oddviti sjálfstæðismanna í fjárlaganefnd Alþingis, gagnrýndi vaxtahækkun Seðlabankans frá því í gær harðlega á þingi í dag. Fjármálaráðherra segir hana myndarlegt inngrip og gerir ekki athugasemdir við hækkunina. Seðlabankastjóri segir enga gagnrýni á stjórnvöld felast í hækkuninni. Eftirskjálftar þeirrar ákvörðunnar Seðlabankans að hækka stýrivexti sína um eitt prósentustig frá og með næsta þriðjudegi hafa varað í allan dag. Gengi krónunnar hækkaði um 2,76% í viðskiptum uppá 17,7 milljarða en miklar sveiflur voru á gjaldeyrismarkaði. Gengi dollarans er nú komið niður í 62,50 krónur. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri er pollrólegur. Hann segir atvinnulífið þurfa að búa sig undir hátt gengi á næstu tveimur árum. Hitt sé annað mál að gjaldeyrismarkaðurinn „yfirdrífi“ oft og því eigi sveiflurnar sem sjáist núna líklega eftir að ganga til baka að einhverju leyti. Spurður hvaða þýðingu þetta geti haft fyrir efnhag landsmanna segir Birgir að verð innfluttra vara verði lægra, verðbólgan helst niðri en áhrifin á útflutningsmarkaðinn verða hins vegar neikvæð. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segist ekki gera athugasemdir við vaxtahækkun Seðlabankans, enda leggi bankann sjálfstætt mat á þróun og horfur í efnhagsmálum. Hann segir hana myndarlegt inngrip í ljósi þeirra spáa sem hann hafi birt. Flokksfélagi Geirs og varaformaður fjárlaganefndar, Einar Oddur Kristjánsson, gat hins vegar ekki leynt pirring sínum í garð Seðlabankans á Alþingi í dag. Hann segist hafa verið ákaflega uggandi á undanförnum vikum og mánuðum um íslenska krónuna og í hvaða hæðir hún er að fara. Við aðgerðir Seðlabankans í gær hafi hann svo orðið mjög hræddur. „Það er verið að reyna á þanþolið á svo fantalegan hátt að atvinnulífið í heild sinni - framleiðslan, útflutningsframleiðslan, samkeppnisframleiðslan - er í verulegri hættu,“ sagði Einar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Einar Oddur Kristjánsson, oddviti sjálfstæðismanna í fjárlaganefnd Alþingis, gagnrýndi vaxtahækkun Seðlabankans frá því í gær harðlega á þingi í dag. Fjármálaráðherra segir hana myndarlegt inngrip og gerir ekki athugasemdir við hækkunina. Seðlabankastjóri segir enga gagnrýni á stjórnvöld felast í hækkuninni. Eftirskjálftar þeirrar ákvörðunnar Seðlabankans að hækka stýrivexti sína um eitt prósentustig frá og með næsta þriðjudegi hafa varað í allan dag. Gengi krónunnar hækkaði um 2,76% í viðskiptum uppá 17,7 milljarða en miklar sveiflur voru á gjaldeyrismarkaði. Gengi dollarans er nú komið niður í 62,50 krónur. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri er pollrólegur. Hann segir atvinnulífið þurfa að búa sig undir hátt gengi á næstu tveimur árum. Hitt sé annað mál að gjaldeyrismarkaðurinn „yfirdrífi“ oft og því eigi sveiflurnar sem sjáist núna líklega eftir að ganga til baka að einhverju leyti. Spurður hvaða þýðingu þetta geti haft fyrir efnhag landsmanna segir Birgir að verð innfluttra vara verði lægra, verðbólgan helst niðri en áhrifin á útflutningsmarkaðinn verða hins vegar neikvæð. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segist ekki gera athugasemdir við vaxtahækkun Seðlabankans, enda leggi bankann sjálfstætt mat á þróun og horfur í efnhagsmálum. Hann segir hana myndarlegt inngrip í ljósi þeirra spáa sem hann hafi birt. Flokksfélagi Geirs og varaformaður fjárlaganefndar, Einar Oddur Kristjánsson, gat hins vegar ekki leynt pirring sínum í garð Seðlabankans á Alþingi í dag. Hann segist hafa verið ákaflega uggandi á undanförnum vikum og mánuðum um íslenska krónuna og í hvaða hæðir hún er að fara. Við aðgerðir Seðlabankans í gær hafi hann svo orðið mjög hræddur. „Það er verið að reyna á þanþolið á svo fantalegan hátt að atvinnulífið í heild sinni - framleiðslan, útflutningsframleiðslan, samkeppnisframleiðslan - er í verulegri hættu,“ sagði Einar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira