Piltur lést í eldsvoða 4. desember 2004 00:01 Piltur um tvítugt fórst í bruna í einbýlishúsi við Bárustíg á Sauðárkróki í gær. Annar piltur fannst meðvitundarlaus í húsinu og var hann fluttur á sjúkrahús Sauðárkróks og þaðan til Reykjavíkur á gjörgæsludeild. Stúlka og piltur sem einnig voru í húsinu sluppu ómeidd en þau stukku út af annarri hæð hússins. Stúlkan var í þann mund að stökkva út um glugga á annarri hæð hússins þegar lögregla og slökkvilið komu á staðinn um klukkan ellefu í gærmorgun. Tveir vegfarendur náðu að grípa stúlkuna. Skömmu síðar stökk pilturinn út af svölum hússins. Þegar slökkviliðsmaður fór inn um þvottahúsið fann hann pilt meðvitundarlausan rétt við dyrnar. Móðir piltsins vinnur á sjúkrahúsinu, en hún tók á móti ungmennunum þar. Hún fór síðan með syni sínum til Akureyrar og þaðan með flugi til Reykjavíkur. Að sögn lögreglunnar er ástand piltsins stöðugt en hann var í öndunarvél þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Pilturinn sem lést fannst inn í stofu hússins þar sem er talið að eldurinn hafi komið upp. Fleiri ungmenni höfðu verið í samkvæmi í húsinu um nóttina en voru farin þegar eldurinn kviknaði. Slökkvistarf gekk greiðlega en mikill eldur var í húsinu þegar slökkvilið kom á staðinn. Húsið sem er steinhús er talið nánast ónýtt eftir brunann vegna gífurlegs hita sem myndaðist. Rannsókn málsins er á byrjunarstigi og ekki er ljóst um eldsupptök annað en að þau eru talin hafa verið í stofu á neðri hæð. Íbúar á Sauðarkróki eru mjög slegnir yfir brunanum. Tendra átti ljós á jólatré bæjarbúa með viðhöfn í gær en því var frestað þar til í dag. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Sjá meira
Piltur um tvítugt fórst í bruna í einbýlishúsi við Bárustíg á Sauðárkróki í gær. Annar piltur fannst meðvitundarlaus í húsinu og var hann fluttur á sjúkrahús Sauðárkróks og þaðan til Reykjavíkur á gjörgæsludeild. Stúlka og piltur sem einnig voru í húsinu sluppu ómeidd en þau stukku út af annarri hæð hússins. Stúlkan var í þann mund að stökkva út um glugga á annarri hæð hússins þegar lögregla og slökkvilið komu á staðinn um klukkan ellefu í gærmorgun. Tveir vegfarendur náðu að grípa stúlkuna. Skömmu síðar stökk pilturinn út af svölum hússins. Þegar slökkviliðsmaður fór inn um þvottahúsið fann hann pilt meðvitundarlausan rétt við dyrnar. Móðir piltsins vinnur á sjúkrahúsinu, en hún tók á móti ungmennunum þar. Hún fór síðan með syni sínum til Akureyrar og þaðan með flugi til Reykjavíkur. Að sögn lögreglunnar er ástand piltsins stöðugt en hann var í öndunarvél þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Pilturinn sem lést fannst inn í stofu hússins þar sem er talið að eldurinn hafi komið upp. Fleiri ungmenni höfðu verið í samkvæmi í húsinu um nóttina en voru farin þegar eldurinn kviknaði. Slökkvistarf gekk greiðlega en mikill eldur var í húsinu þegar slökkvilið kom á staðinn. Húsið sem er steinhús er talið nánast ónýtt eftir brunann vegna gífurlegs hita sem myndaðist. Rannsókn málsins er á byrjunarstigi og ekki er ljóst um eldsupptök annað en að þau eru talin hafa verið í stofu á neðri hæð. Íbúar á Sauðarkróki eru mjög slegnir yfir brunanum. Tendra átti ljós á jólatré bæjarbúa með viðhöfn í gær en því var frestað þar til í dag.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Sjá meira