Geta þeir aldrei hætt þessu? Einar K. Guðfinnsson skrifar 7. desember 2004 00:01 Reykjavíkurflugvöllur - Einar K. Guðfinnsson alþingismaður Það er rífandi gangur í innanlandsfluginu. Farþegunum fjölgar, fyrirtækin sem áður höfðu tapað stórfé hagnast. Starfsfólkið sem vinnur við flugrekstur gengur ánægt til vinnu sinnar á Reykjavíkurflugvelli og um land allt. Íbúar landsbyggðarinnar kunna vel að meta góða þjónustu og þægilegan ferðamáta. Ferðamenn fara um landið að aflokinni heimsókn til höfuðborgarinnar. Allir græða; Reykvíkingar þó mest því staðsetning flugvallarins býr til ótöluleg atvinnutækifæri, sem ella væru annað hvort ekki til staðar hér á landi, eða alla vega ekki innan bæjarmarka Reykjavíkur. En það ber skugga á. Enn á ný er hafin umræða um að kollvarpa þessu öllu. Svipta Íslendinga innanlandsflugi í núverandi mynd, auka bílaumferð úti á ofhlöðnum þjóðvegunum, klippa á mikilvæga atvinnustarfsemi og valda röskun mörg hundruð þúsund farþega sem nýta núna innanlandsflugið í landinu. Er þetta ekki furðulegt? Og hverjir skyldu nú standa fyrir þessu? Jú, merkilegt nokk, meðal annarra fulltrúar og meintir málsvarar höfuðborgarinnar, sem mest græðir þó á innanlandsfluginu. Er mönnunum ekki sjálfrátt? Ætla þeir aldrei að hætta þessu? Margir héldu að innanlandsflug myndi smám saman lognast út af. Bættir vegir og öflugri aðrar samgöngur myndu gera það að verkum. Raunveruleikinn er annar. Frá árinu 2002 hefur innanlandsflugið vaxið. Fjöldi farþega sem fór um Reykjavíkurflugvöll í fyrra var 346 þúsund, en 325 þúsund árið á undan. Ef við skoðum fjölda farþega sem fara um íslenska áætlunarflugvelli og berum saman tölur fyrstu 10 mánaða hvers árs (en nýrri tölur eru ekki fyrirliggjandi fyrir þetta ár), þá blasir hið sama við. Farþegarnir voru 600 þúsund árið 2002, fóru upp í 637 þúsund í fyrra og voru orðnir 695 þúsund í lok október. Þá er eftir að bæta við tveimur mánuðum til þess að fá rauntölur yfirstandandi árs. Þar inni í er desember, jólamánuðurinn, þegar mikil umferð er um flugvellina. Borgir hafa meðal annars byggst í kringum samgöngumannvirki. Væri Kaupmannahöfn ekki snautleg án Hovedbanegården, eða hvernig væri upplitið á Lundúnum án lestarstöðvanna, sem flytja íbúa í stórum stíl til vinnu sinnar í borgunum? Í þessum löndum kannast ég ekki við umræðu af því tagi sem við berjum núna augum og hlustum á í fjölmiðlunum. Reykjavíkurflugvöllur er í raun og veru samgöngumiðstöð af þessu tagi. Hann er uppspretta gríðarlegra verðmæta í borginni. Hann eykur skilvirkni, býr til störf og hagkvæmni í atvinnulífinu og skapar þannig hagvöxt og betri lífskjör. Þess vegna er hún ekki bara þreytandi þessi síbylja gegn Reykjavíkurflugvelli, sem sífellt virðist ætla að ganga aftur. Hún er hreinlega óskiljanleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur - Einar K. Guðfinnsson alþingismaður Það er rífandi gangur í innanlandsfluginu. Farþegunum fjölgar, fyrirtækin sem áður höfðu tapað stórfé hagnast. Starfsfólkið sem vinnur við flugrekstur gengur ánægt til vinnu sinnar á Reykjavíkurflugvelli og um land allt. Íbúar landsbyggðarinnar kunna vel að meta góða þjónustu og þægilegan ferðamáta. Ferðamenn fara um landið að aflokinni heimsókn til höfuðborgarinnar. Allir græða; Reykvíkingar þó mest því staðsetning flugvallarins býr til ótöluleg atvinnutækifæri, sem ella væru annað hvort ekki til staðar hér á landi, eða alla vega ekki innan bæjarmarka Reykjavíkur. En það ber skugga á. Enn á ný er hafin umræða um að kollvarpa þessu öllu. Svipta Íslendinga innanlandsflugi í núverandi mynd, auka bílaumferð úti á ofhlöðnum þjóðvegunum, klippa á mikilvæga atvinnustarfsemi og valda röskun mörg hundruð þúsund farþega sem nýta núna innanlandsflugið í landinu. Er þetta ekki furðulegt? Og hverjir skyldu nú standa fyrir þessu? Jú, merkilegt nokk, meðal annarra fulltrúar og meintir málsvarar höfuðborgarinnar, sem mest græðir þó á innanlandsfluginu. Er mönnunum ekki sjálfrátt? Ætla þeir aldrei að hætta þessu? Margir héldu að innanlandsflug myndi smám saman lognast út af. Bættir vegir og öflugri aðrar samgöngur myndu gera það að verkum. Raunveruleikinn er annar. Frá árinu 2002 hefur innanlandsflugið vaxið. Fjöldi farþega sem fór um Reykjavíkurflugvöll í fyrra var 346 þúsund, en 325 þúsund árið á undan. Ef við skoðum fjölda farþega sem fara um íslenska áætlunarflugvelli og berum saman tölur fyrstu 10 mánaða hvers árs (en nýrri tölur eru ekki fyrirliggjandi fyrir þetta ár), þá blasir hið sama við. Farþegarnir voru 600 þúsund árið 2002, fóru upp í 637 þúsund í fyrra og voru orðnir 695 þúsund í lok október. Þá er eftir að bæta við tveimur mánuðum til þess að fá rauntölur yfirstandandi árs. Þar inni í er desember, jólamánuðurinn, þegar mikil umferð er um flugvellina. Borgir hafa meðal annars byggst í kringum samgöngumannvirki. Væri Kaupmannahöfn ekki snautleg án Hovedbanegården, eða hvernig væri upplitið á Lundúnum án lestarstöðvanna, sem flytja íbúa í stórum stíl til vinnu sinnar í borgunum? Í þessum löndum kannast ég ekki við umræðu af því tagi sem við berjum núna augum og hlustum á í fjölmiðlunum. Reykjavíkurflugvöllur er í raun og veru samgöngumiðstöð af þessu tagi. Hann er uppspretta gríðarlegra verðmæta í borginni. Hann eykur skilvirkni, býr til störf og hagkvæmni í atvinnulífinu og skapar þannig hagvöxt og betri lífskjör. Þess vegna er hún ekki bara þreytandi þessi síbylja gegn Reykjavíkurflugvelli, sem sífellt virðist ætla að ganga aftur. Hún er hreinlega óskiljanleg.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun