Besti handboltamaður heims

Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, stendur fyrir kosningu á heimasíðu sinni þessa dagana um besta handknattleiksmann heims. Ólafur Stefánsson er einn þeirra leikmanna sem kemur til greina í kjörinu. Ólafur lék frábærlega fyrir íslenska landsliðið á Ólympíuleikunum í sumar og hefur einnig farið á kostum með félagsliði sínu, Ciudad Real. Ef þú vilt taka þátt í kjörinu geturðu farið inn á síðuna hér og greitt Ólafi eða einhverjum öðrum atkvæði.