Morgunblaðið ekki dýragarður 7. desember 2004 00:01 Íslensku bókmenntaverðlaunin gera ekkert fyrir bókmenntirnar segir Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, sem hefur sent frá sér bókina Málsvörn og minningar. Hann segir að mikilvægt hafi verið að slíta pólitísk tengsl blaðsins en ekki hafi verið ætlunin að breyta því í dýragarð allra landsmanna. Bókin Málsvörn og minningar er uppgjör Matthíasar við samtímann. Hann segir samskipti og samband blaðsins við áhrifamenn í þjóðfélaginu oft hafa tekið á, ekki síst á tímum kalda stríðsins. Maður hafi þurft að sæta lagi og að mörg pólitísk sár hafi myndast sem jafnvel hafi verið orðin persónuleg. Matthías segir að nauðsynlegt hafi verið að slíta Morgunblaðið frá Sjálfstæðisflokknum því það hafi verið orðið of pólitískt fyrir einn flokk að sínu mati. Honum finnst það ætlunarverk hafa tekist. Matthías segir það oft hafa reynst erfitt að koma því til skila að menn gætu verið góðir listamenn þótt þeir væru á annarri skoðun en Morgunblaðið. Hann segir að til dæmis hafi Halldór Laxness og Steinn Steinarr verið utangarðsmenn sem aldrei hafi skrifað í blaðið og því hafi hann einbeitt sér að því að vinna traust þeirra. Aðspurður um hvernig blaðið hafi þróast segir hann meininguna með að opna blaðið ekki hafa verið þá að opna fyrir öll ljónabúrin í þjóðfélaginu. Það er, ætlunin hafi verið að gera blaðið að blaði allra landsmanna en ekki dýragarð allra landsmanna. Hann kveðst gagnrýna þetta í bók sinni því hins síðarnefnda sjái stundum merki í Morgunblaðinu. Matthías þykir ávallt hafa farið sínar eigin leiðir og hann hefur aldrei heimilað útgefendum sínum að senda verk eftir sig til tilnefningar Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Ástæðan: Þessi samkeppni er ekki fyrir listina heldur er hún hluti af hasarnum á markaðinum „Og markaðurinn er ekki listvænn að mínum dómi,“ segir Matthías. Bókmenntahátíð Bókmenntir Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Íslensku bókmenntaverðlaunin gera ekkert fyrir bókmenntirnar segir Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, sem hefur sent frá sér bókina Málsvörn og minningar. Hann segir að mikilvægt hafi verið að slíta pólitísk tengsl blaðsins en ekki hafi verið ætlunin að breyta því í dýragarð allra landsmanna. Bókin Málsvörn og minningar er uppgjör Matthíasar við samtímann. Hann segir samskipti og samband blaðsins við áhrifamenn í þjóðfélaginu oft hafa tekið á, ekki síst á tímum kalda stríðsins. Maður hafi þurft að sæta lagi og að mörg pólitísk sár hafi myndast sem jafnvel hafi verið orðin persónuleg. Matthías segir að nauðsynlegt hafi verið að slíta Morgunblaðið frá Sjálfstæðisflokknum því það hafi verið orðið of pólitískt fyrir einn flokk að sínu mati. Honum finnst það ætlunarverk hafa tekist. Matthías segir það oft hafa reynst erfitt að koma því til skila að menn gætu verið góðir listamenn þótt þeir væru á annarri skoðun en Morgunblaðið. Hann segir að til dæmis hafi Halldór Laxness og Steinn Steinarr verið utangarðsmenn sem aldrei hafi skrifað í blaðið og því hafi hann einbeitt sér að því að vinna traust þeirra. Aðspurður um hvernig blaðið hafi þróast segir hann meininguna með að opna blaðið ekki hafa verið þá að opna fyrir öll ljónabúrin í þjóðfélaginu. Það er, ætlunin hafi verið að gera blaðið að blaði allra landsmanna en ekki dýragarð allra landsmanna. Hann kveðst gagnrýna þetta í bók sinni því hins síðarnefnda sjái stundum merki í Morgunblaðinu. Matthías þykir ávallt hafa farið sínar eigin leiðir og hann hefur aldrei heimilað útgefendum sínum að senda verk eftir sig til tilnefningar Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Ástæðan: Þessi samkeppni er ekki fyrir listina heldur er hún hluti af hasarnum á markaðinum „Og markaðurinn er ekki listvænn að mínum dómi,“ segir Matthías.
Bókmenntahátíð Bókmenntir Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira