Vitnisburður breyttist fyrir dómi 8. desember 2004 00:01 Aðeins eitt vitni af sjö hélt sig við kröfu um nafnleynd í sakamáli á hendur Berki Birgissyni, en hann er ákærður fyrir að hafa ráðist á mann með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði 31. ágúst síðastliðinn. Nafnleyndin hafði áður verið samþykkt fyrir dómnum, en Hæstiréttur hafnaði nýlega kröfu ákæruvaldsins um að Börkur yrði látinn víkja úr dómsal á meðan vitnaleiðslur færu fram. Þótti flestum vitnum því nafnleyndin til lítils, enda kom fram að Börkur þekkir þann sem hélt sig við nafnleyndina bæði með nafni og í sjón. Vitni sögðu mörg hver að lögreglan hefði við skýrslutökur boðið þeim vitnaleynd samkvæmt nýsamþykktum lögum frá Alþingi og því hafi leyndin almennt verið þegin. Rannsóknarlögreglumaðurinn sem rannsókninni stýrði kom fyrir dóminn og bar að nokkur vitni hefðu lýst því yfir að þau óttuðust hefndaraðgerðir frá Berki og því falast eftir vitnavernd. Því hafi verið tekin ákvörðun um að upplýsa öll vitnin um þennan möguleika og greina frá því að einhverjir hefðu valið þennan kost. "Og undir þessum kringumstæðum gefur næstum allt stafrófið vitni," sagði Kristján Stefánsson, verjandi Barkar og taldi rannsókn málsins hafa verið "í skötulíki," vegna þess að ómögulegt hafi verið að spyrja eitt vitni út í þátt annarra vitna, þar sem allir væru auðkenndir með bókstöfum. Gjörbreytti framburðinum Engu að síður var það svo að eitt vitnanna gjörbreytti framburði sínum frá því sem hann bar við skýrslutökur hjá lögreglu. Sá sagðist hafa greint lögreglu frá atburðarás sem hann hafði eftir öðrum, en vildi nú fyrir réttinum segja satt og rétt frá því sem hann hafi sjálfur orðið vitni að. Hann lýsti því hvernig hann hafi verið á tali við kunningja sinn, en þá heyrt bæði læti og öskur. Vitnið sagðist hafa séð þann sem fyrir árásinni varð útataðan í blóði og Börk, sem ákærður er fyrir árásina, skammt frá. Hann sagði það hafa verið fyrir áeggjan föður sína að hann greindi nú ekki frá öðru en því sem hann hefði sjálfur séð. Það var á vitninu að skilja að eftir árásina hefði tekið sig upp nokkur æsingur meðal vina þess sem fyrir árásinni varð og því frekar verið bætt við, en dregið úr, í vitnisburði hjá lögreglu. Himinn og haf ber í milli í frásögn þeirra sem segjast hafa orðið fyrir árás Barkar á A. Hansen og svo aftur frásögn hans sjálfs. Af framburði vitna, auk þeirra tveggja sem bera áverka eftir árásina, má ráða að Börkur hafi komið inn á veitingastaðinn, haldið beina leið upp á efri hæð eftir stutt orðaskipti við ungann mann sem staðfesti að þar væri fórnarlambið að finna. Þegar upp þröngan stigann var komið, mun Börkur hafa komið nánast í flasið á manninum sem ráðist var á þar sem hann sat ásamt félögum sínum gegnt stigaopinu í sófa undir súð á veitingastaðnum. Þá á Börkur að hafa ráðist að honum og slegið ítrekað með öxinni, að minnsta kosti tvö högg í höfuð þannig að brotnaði inn í ennisholu og svo í handarbak og læri. Einnig er öxin sögð hafa slæmst í höfuð félaga mannsins sem reyndi að ganga á milli þannig að hann fékk skurð sem gekk niður í brjósk eyrans. Sagðist hafa varið sig Börkur segir hins vegar svo frá að strax við komuna inn á veitingastaðinn hafi ungi maðurinn sem hann átti orðastað við sagt að Börkur væri dauðans matur því uppi á efri hæðinni væri sá sem Börkur á að hafa ráðist á. Í stað þess að yfirgefa staðinn hélt Börkur upp á efri hæðina og segir að þar hafi meint fórnarlamb ráðist á sig með félögum sínum. Hann hafi náð að snúa út úr hendinni á honum bareflið sem notað til að berja frá sér í blindni. Hann hafi svo fleygt vopninu í andlit forsprakka hinna og lagt á flótta þegar hann hafi gert sér grein fyrir að sá hafi meiðst. Verjandi Barkar segir margt styðja frásögn hans, bæði sé hallinn á súðinni á veitingastaðnum það mikill að hann hefði tæpast getað veitt áverkana nema hinn hefði komið fram á móti honum. Þá hafi ekki verið nein lífsýni að finna á öxinni sem fannst heima hjá Berki og því ekkert sem sannaði að henni hafi verið beitt. Á móti kemur þó að eitt vitni, sem hvorki þekkir til Barkar né mannsins sem ráðist var á, bar að sá sem fyrir árásinni varð hafi setið á meðan átökin fóru fram. Allt gerðist þetta á örskotsstund, en mat vitna var að árásin hafi verið yfirstaðin á 10 til 30 sekúndum. Sigurður Óli Sigurðsson, eigandi A. Hansen, segir veitingastaðinn hafa skaðast af þessu máli öllu og jafnvel dæmi um að fólk hafi afpantað borð vegna þess. "Auðvitað er þetta bara eins og hver önnur óheppni að fá þetta inn á staðinn, en svona mál geta komið upp hvar sem fólk er að skemmta sér," en á staðnum er rekið bæði veitingahús og svo knæpa á kvöldin. Auk ákærunnar fyrir árásina á A. Hansen í ágúst tínir ákæruvaldið til fjölda annarra kæra. Nokkrar líkamsárásir, sú elsta frá því í október í fyrra, umferðarlagabrot og brot á vopnalögum fyrir að hafa í vörslu sinni á heimili sínu byssu án leyfis. Börkur neitar sök í öllum málum nema að hann játar á sig vopnalagabrot fyrir byssueignina. Sigríður Jósepsdóttir, saksóknari í málinu, segir Börk ekki hafa sýnt neina iðrun og með vísan í fordæmi fyrir Hæstarétti fer hún fram á 4 til 6 ára fangelsisdóm yfir Berki fyrir tilraun til manndráps. "Hending ein réði því að ekki fór verr," sagði hún. Börkur er samkvæmt úrskurði í gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur, en þó ekki lengur en til 30. desember. Sigurður Óli Sigurðsson, eigandi veitingastaðarins A. Hansen, óttast að staðurinn fái á sig óverðskuldað óorð vegna átaka sem hann segir að hefðu getað átt sér stað hvar sem er.Mynd/Vilhelm Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Aðeins eitt vitni af sjö hélt sig við kröfu um nafnleynd í sakamáli á hendur Berki Birgissyni, en hann er ákærður fyrir að hafa ráðist á mann með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði 31. ágúst síðastliðinn. Nafnleyndin hafði áður verið samþykkt fyrir dómnum, en Hæstiréttur hafnaði nýlega kröfu ákæruvaldsins um að Börkur yrði látinn víkja úr dómsal á meðan vitnaleiðslur færu fram. Þótti flestum vitnum því nafnleyndin til lítils, enda kom fram að Börkur þekkir þann sem hélt sig við nafnleyndina bæði með nafni og í sjón. Vitni sögðu mörg hver að lögreglan hefði við skýrslutökur boðið þeim vitnaleynd samkvæmt nýsamþykktum lögum frá Alþingi og því hafi leyndin almennt verið þegin. Rannsóknarlögreglumaðurinn sem rannsókninni stýrði kom fyrir dóminn og bar að nokkur vitni hefðu lýst því yfir að þau óttuðust hefndaraðgerðir frá Berki og því falast eftir vitnavernd. Því hafi verið tekin ákvörðun um að upplýsa öll vitnin um þennan möguleika og greina frá því að einhverjir hefðu valið þennan kost. "Og undir þessum kringumstæðum gefur næstum allt stafrófið vitni," sagði Kristján Stefánsson, verjandi Barkar og taldi rannsókn málsins hafa verið "í skötulíki," vegna þess að ómögulegt hafi verið að spyrja eitt vitni út í þátt annarra vitna, þar sem allir væru auðkenndir með bókstöfum. Gjörbreytti framburðinum Engu að síður var það svo að eitt vitnanna gjörbreytti framburði sínum frá því sem hann bar við skýrslutökur hjá lögreglu. Sá sagðist hafa greint lögreglu frá atburðarás sem hann hafði eftir öðrum, en vildi nú fyrir réttinum segja satt og rétt frá því sem hann hafi sjálfur orðið vitni að. Hann lýsti því hvernig hann hafi verið á tali við kunningja sinn, en þá heyrt bæði læti og öskur. Vitnið sagðist hafa séð þann sem fyrir árásinni varð útataðan í blóði og Börk, sem ákærður er fyrir árásina, skammt frá. Hann sagði það hafa verið fyrir áeggjan föður sína að hann greindi nú ekki frá öðru en því sem hann hefði sjálfur séð. Það var á vitninu að skilja að eftir árásina hefði tekið sig upp nokkur æsingur meðal vina þess sem fyrir árásinni varð og því frekar verið bætt við, en dregið úr, í vitnisburði hjá lögreglu. Himinn og haf ber í milli í frásögn þeirra sem segjast hafa orðið fyrir árás Barkar á A. Hansen og svo aftur frásögn hans sjálfs. Af framburði vitna, auk þeirra tveggja sem bera áverka eftir árásina, má ráða að Börkur hafi komið inn á veitingastaðinn, haldið beina leið upp á efri hæð eftir stutt orðaskipti við ungann mann sem staðfesti að þar væri fórnarlambið að finna. Þegar upp þröngan stigann var komið, mun Börkur hafa komið nánast í flasið á manninum sem ráðist var á þar sem hann sat ásamt félögum sínum gegnt stigaopinu í sófa undir súð á veitingastaðnum. Þá á Börkur að hafa ráðist að honum og slegið ítrekað með öxinni, að minnsta kosti tvö högg í höfuð þannig að brotnaði inn í ennisholu og svo í handarbak og læri. Einnig er öxin sögð hafa slæmst í höfuð félaga mannsins sem reyndi að ganga á milli þannig að hann fékk skurð sem gekk niður í brjósk eyrans. Sagðist hafa varið sig Börkur segir hins vegar svo frá að strax við komuna inn á veitingastaðinn hafi ungi maðurinn sem hann átti orðastað við sagt að Börkur væri dauðans matur því uppi á efri hæðinni væri sá sem Börkur á að hafa ráðist á. Í stað þess að yfirgefa staðinn hélt Börkur upp á efri hæðina og segir að þar hafi meint fórnarlamb ráðist á sig með félögum sínum. Hann hafi náð að snúa út úr hendinni á honum bareflið sem notað til að berja frá sér í blindni. Hann hafi svo fleygt vopninu í andlit forsprakka hinna og lagt á flótta þegar hann hafi gert sér grein fyrir að sá hafi meiðst. Verjandi Barkar segir margt styðja frásögn hans, bæði sé hallinn á súðinni á veitingastaðnum það mikill að hann hefði tæpast getað veitt áverkana nema hinn hefði komið fram á móti honum. Þá hafi ekki verið nein lífsýni að finna á öxinni sem fannst heima hjá Berki og því ekkert sem sannaði að henni hafi verið beitt. Á móti kemur þó að eitt vitni, sem hvorki þekkir til Barkar né mannsins sem ráðist var á, bar að sá sem fyrir árásinni varð hafi setið á meðan átökin fóru fram. Allt gerðist þetta á örskotsstund, en mat vitna var að árásin hafi verið yfirstaðin á 10 til 30 sekúndum. Sigurður Óli Sigurðsson, eigandi A. Hansen, segir veitingastaðinn hafa skaðast af þessu máli öllu og jafnvel dæmi um að fólk hafi afpantað borð vegna þess. "Auðvitað er þetta bara eins og hver önnur óheppni að fá þetta inn á staðinn, en svona mál geta komið upp hvar sem fólk er að skemmta sér," en á staðnum er rekið bæði veitingahús og svo knæpa á kvöldin. Auk ákærunnar fyrir árásina á A. Hansen í ágúst tínir ákæruvaldið til fjölda annarra kæra. Nokkrar líkamsárásir, sú elsta frá því í október í fyrra, umferðarlagabrot og brot á vopnalögum fyrir að hafa í vörslu sinni á heimili sínu byssu án leyfis. Börkur neitar sök í öllum málum nema að hann játar á sig vopnalagabrot fyrir byssueignina. Sigríður Jósepsdóttir, saksóknari í málinu, segir Börk ekki hafa sýnt neina iðrun og með vísan í fordæmi fyrir Hæstarétti fer hún fram á 4 til 6 ára fangelsisdóm yfir Berki fyrir tilraun til manndráps. "Hending ein réði því að ekki fór verr," sagði hún. Börkur er samkvæmt úrskurði í gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur, en þó ekki lengur en til 30. desember. Sigurður Óli Sigurðsson, eigandi veitingastaðarins A. Hansen, óttast að staðurinn fái á sig óverðskuldað óorð vegna átaka sem hann segir að hefðu getað átt sér stað hvar sem er.Mynd/Vilhelm
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels