Stakk mann með skærum 8. desember 2004 00:01 Rúmlega þrítugur maður var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkmasárásir og frelsissviptingu í október í fyrra. Hann sótti annan mann í vinnuna og fór með hann nauðugan í bíl, dró hann á hárinu út úr bílnum, sparkaði ítrekað í höfuð hans og stakk hann með skærum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í fyrri árásinni réðst maðurinn að manni sem hafði ekið á eftir honum í Þingholtunum í Reykjavík. Hann sparkaði í höfuð mannsins og sló hann hnefahögg í andlitið með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut áverka. Seinni árásin var viku síðar en þá fór árásarmaðurinn og sótti 26 ára mann í vinnuna. Hann fékk manninn með sér út á bílaplan og upp í bíl. Þaðan ók hann með manninn í Fossvoginn þar sem vitni sáu hann draga manninn á hárinu út úr bílnum og inn í kjarr. Nokkru síðar sáu vitnin þá koma úr kjarrinu og var sá sem ráðist hafði verið á alblóðugur. Báðir fóru mennirnir aftur inn í bílinn og sótti árásarmaðurinn handklæði í skott bílsins fyrir fórnarlambið. Mennirnir sátu báðir inni í bílnum þegar lögregla koma á vettvang og var árásarmaðurinn handtekinn eftir að lögreglan sá blóðug skæri aftur í bílnum. Sá sem varð fyrir árásinni var logandi hræddur að sögn lögreglu og að eigin sögn. Síðar vildi hann draga kæruna til baka þar sem hann óttaðist um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar. Fyrir dómi var framburður mannanna á annan veg en hjá lögreglu og virtust þeir allt í einu vera sammála um hvað hafði gerst. Þótti dómnum framburður fórnarlambsins ótrúverðugur en í réttarsal sagðist hann meðal annars hafa sjálfur stungið sig á skærunum. Þá sagðist hann hafa farið sjálfviljugur með árásarmanninum og þeir lent í útistöðum vegna kvennamála. Árásarmaðurinn var einnig dæmdur fyrir ítrekaðan ölvunarakstur í tvö skipti. Var hann sviptur ökuréttindum í þrjú ár og dæmdur til að greiða 260 þúsund krónur í sekt. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Rúmlega þrítugur maður var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkmasárásir og frelsissviptingu í október í fyrra. Hann sótti annan mann í vinnuna og fór með hann nauðugan í bíl, dró hann á hárinu út úr bílnum, sparkaði ítrekað í höfuð hans og stakk hann með skærum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í fyrri árásinni réðst maðurinn að manni sem hafði ekið á eftir honum í Þingholtunum í Reykjavík. Hann sparkaði í höfuð mannsins og sló hann hnefahögg í andlitið með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut áverka. Seinni árásin var viku síðar en þá fór árásarmaðurinn og sótti 26 ára mann í vinnuna. Hann fékk manninn með sér út á bílaplan og upp í bíl. Þaðan ók hann með manninn í Fossvoginn þar sem vitni sáu hann draga manninn á hárinu út úr bílnum og inn í kjarr. Nokkru síðar sáu vitnin þá koma úr kjarrinu og var sá sem ráðist hafði verið á alblóðugur. Báðir fóru mennirnir aftur inn í bílinn og sótti árásarmaðurinn handklæði í skott bílsins fyrir fórnarlambið. Mennirnir sátu báðir inni í bílnum þegar lögregla koma á vettvang og var árásarmaðurinn handtekinn eftir að lögreglan sá blóðug skæri aftur í bílnum. Sá sem varð fyrir árásinni var logandi hræddur að sögn lögreglu og að eigin sögn. Síðar vildi hann draga kæruna til baka þar sem hann óttaðist um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar. Fyrir dómi var framburður mannanna á annan veg en hjá lögreglu og virtust þeir allt í einu vera sammála um hvað hafði gerst. Þótti dómnum framburður fórnarlambsins ótrúverðugur en í réttarsal sagðist hann meðal annars hafa sjálfur stungið sig á skærunum. Þá sagðist hann hafa farið sjálfviljugur með árásarmanninum og þeir lent í útistöðum vegna kvennamála. Árásarmaðurinn var einnig dæmdur fyrir ítrekaðan ölvunarakstur í tvö skipti. Var hann sviptur ökuréttindum í þrjú ár og dæmdur til að greiða 260 þúsund krónur í sekt.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira