Kaupæði því dollarinn svo lágur 9. desember 2004 00:01 Kaupóðir Íslendingar fljúga í auknum mæli til Bandaríkjanna og margir reyna að smygla varningnum inn. Þetta finna starfsmenn tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli og Icelandair. "Við verðum mikið varir við þetta. Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir því hvað má flytja tollfrjálst til landsins og er því stoppað hér í stórum stíl og krafið um greiðslu. Það má ekki versla fyrir meira en 46 þúsund krónur hver og þar af má einn hlutur aðeins kosta 23 þúsund. Það ber að greiða virðisaukaskatt og önnur gjöld af öllum varningi sem fluttur er inn til landsins umfram þessa upphæð," segir Kári Guðlaugsson, aðaldeildarstjóri Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli. Magnið sem farþegarnir flytja til landsins er gríðarlegt, langt umfram heimildir, líklega 100-200 þúsund krónur á mann. Kári segir að tugir eða hundruð manna hafi greitt gjöld síðustu vikur og mánuði og þá einkum af fatnaði, leikföngum og gjafavöru. Ef dýrari hlutir eru fluttir til landsins og ekki framvísað þá er hald lagt á þá og viðkomandi greiðir sekt. Fólk hafi greitt hundruð eða milljónir króna í aðflutningsgjöld síðustu vikur. "Við erum með nokkur mál í skoðun, meðal annars gítar, fiðlu og myndavélar. Það er þó nokkuð um að hljóðfæri séu flutt svona inn en það ber að greiða gjöld ef verðmæti hljóðfærisins er yfir 23 þúsund krónur," segir hann. Bókanir Íslendinga með Icelandair til Bandaríkjanna eru 40 prósentum fleiri nú en á sama tíma á síðasta ári. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir mikla aukningu í verslunartengdum ferðum, einkum til Boston, Minneapolis og Baltimore. "Það fer ekkert framhjá okkur að dollarinn er lágur og margir nota tækifærið til að gera hagstæð innkaup," segir hann. "Það fer ekki framhjá vigtum að fólk er að versla, það er með fleiri töskur og handfarangur á bakaleiðinni. Þetta blasir við öllum og hefur verið með vaxandi þunga núna með haustinu." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Kaupóðir Íslendingar fljúga í auknum mæli til Bandaríkjanna og margir reyna að smygla varningnum inn. Þetta finna starfsmenn tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli og Icelandair. "Við verðum mikið varir við þetta. Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir því hvað má flytja tollfrjálst til landsins og er því stoppað hér í stórum stíl og krafið um greiðslu. Það má ekki versla fyrir meira en 46 þúsund krónur hver og þar af má einn hlutur aðeins kosta 23 þúsund. Það ber að greiða virðisaukaskatt og önnur gjöld af öllum varningi sem fluttur er inn til landsins umfram þessa upphæð," segir Kári Guðlaugsson, aðaldeildarstjóri Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli. Magnið sem farþegarnir flytja til landsins er gríðarlegt, langt umfram heimildir, líklega 100-200 þúsund krónur á mann. Kári segir að tugir eða hundruð manna hafi greitt gjöld síðustu vikur og mánuði og þá einkum af fatnaði, leikföngum og gjafavöru. Ef dýrari hlutir eru fluttir til landsins og ekki framvísað þá er hald lagt á þá og viðkomandi greiðir sekt. Fólk hafi greitt hundruð eða milljónir króna í aðflutningsgjöld síðustu vikur. "Við erum með nokkur mál í skoðun, meðal annars gítar, fiðlu og myndavélar. Það er þó nokkuð um að hljóðfæri séu flutt svona inn en það ber að greiða gjöld ef verðmæti hljóðfærisins er yfir 23 þúsund krónur," segir hann. Bókanir Íslendinga með Icelandair til Bandaríkjanna eru 40 prósentum fleiri nú en á sama tíma á síðasta ári. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir mikla aukningu í verslunartengdum ferðum, einkum til Boston, Minneapolis og Baltimore. "Það fer ekkert framhjá okkur að dollarinn er lágur og margir nota tækifærið til að gera hagstæð innkaup," segir hann. "Það fer ekki framhjá vigtum að fólk er að versla, það er með fleiri töskur og handfarangur á bakaleiðinni. Þetta blasir við öllum og hefur verið með vaxandi þunga núna með haustinu."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira