Alsæl með þessa ákvörðun 14. desember 2004 00:01 Rúmlega þrjú ár eru liðin frá því að Ingibjörg Pálmadóttir hætti sem heilbrigðisráðherra. Hún hafði þá verið 20 ár í stjórnmálum, fyrst í bæjarmálunum á Akranesi, síðan sem alþingismaður og loks sem ráðherra. Þetta voru því mikil viðbrigði. Ingibjörg tók því rólega fyrst í stað en fór svo fljótlega að starfa fyrir Velferðarsjóð barna sem heilbrigðisráðuneytið og Íslensk erfðagreining standa sameiginlega að. Hún var í hlutastarfi fyrstu tvö árin en síðasta árið hefur hún verið í fullu starfi. Ingibjörg hné niður í beinu sjónvarpsviðtali frá Alþingi í janúarbyrjun 2001 og var lögð inn á sjúkrahús. Sex vikum síðar mætti hún galvösk til starfa í ráðuneytinu og á Alþingi en skömmu síðar ákvað hún að draga sig í hlé. Hún segist vera alsæl með þessa ákvörðun sína og "ég er líka alsæl með þann tíma sem ég var í stjórnmálum. Ég var í stjórnmálum í 20 ár og svo fannst mér einn daginn að þetta væri orðið fínt. Mig langaði til að fara að gera eitthvað annað og er búin að gera ýmislegt," segir hún. Ingibjörg er ánægð með ríkisstjórnina þessa dagana og telur hana standa sig vel. Staða kvenna innan Framsóknarflokksins hefur talsvert verið til umræðu og Ingibjörg segir að sú umræða þurfi stöðugt að eiga sér stað. "Menn mega ekki gleyma sér. Framsóknarflokkurinn hefur einn flokka náð því að hafa jafnmikið vægi milli kvenna og karla í ríkisstjórn. Það hefur aldrei gerst á Íslandi. Nú eru þrjár konur í ríkisstjórn. Auðvitað verða alltaf einhverjar sveiflur í þessu en það er um að gera að minna á mikilvægi þess að hafa jafnvægi í byggðum landsins. Þær gera það mjög myndarlega. Miðað við þátttöku kvenna í stjórnmálum þá hefur Framsóknarflokkurinn verið mjög vakandi." Innlent Lífið Menning Stj.mál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Rúmlega þrjú ár eru liðin frá því að Ingibjörg Pálmadóttir hætti sem heilbrigðisráðherra. Hún hafði þá verið 20 ár í stjórnmálum, fyrst í bæjarmálunum á Akranesi, síðan sem alþingismaður og loks sem ráðherra. Þetta voru því mikil viðbrigði. Ingibjörg tók því rólega fyrst í stað en fór svo fljótlega að starfa fyrir Velferðarsjóð barna sem heilbrigðisráðuneytið og Íslensk erfðagreining standa sameiginlega að. Hún var í hlutastarfi fyrstu tvö árin en síðasta árið hefur hún verið í fullu starfi. Ingibjörg hné niður í beinu sjónvarpsviðtali frá Alþingi í janúarbyrjun 2001 og var lögð inn á sjúkrahús. Sex vikum síðar mætti hún galvösk til starfa í ráðuneytinu og á Alþingi en skömmu síðar ákvað hún að draga sig í hlé. Hún segist vera alsæl með þessa ákvörðun sína og "ég er líka alsæl með þann tíma sem ég var í stjórnmálum. Ég var í stjórnmálum í 20 ár og svo fannst mér einn daginn að þetta væri orðið fínt. Mig langaði til að fara að gera eitthvað annað og er búin að gera ýmislegt," segir hún. Ingibjörg er ánægð með ríkisstjórnina þessa dagana og telur hana standa sig vel. Staða kvenna innan Framsóknarflokksins hefur talsvert verið til umræðu og Ingibjörg segir að sú umræða þurfi stöðugt að eiga sér stað. "Menn mega ekki gleyma sér. Framsóknarflokkurinn hefur einn flokka náð því að hafa jafnmikið vægi milli kvenna og karla í ríkisstjórn. Það hefur aldrei gerst á Íslandi. Nú eru þrjár konur í ríkisstjórn. Auðvitað verða alltaf einhverjar sveiflur í þessu en það er um að gera að minna á mikilvægi þess að hafa jafnvægi í byggðum landsins. Þær gera það mjög myndarlega. Miðað við þátttöku kvenna í stjórnmálum þá hefur Framsóknarflokkurinn verið mjög vakandi."
Innlent Lífið Menning Stj.mál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira