Báðir dæmdir í 15 mánaða fangelsi 17. desember 2004 00:01 Salvar Halldór Björnsson og Sigurjón Gunnsteinsson voru dæmdir, í Héraðsdómi Reykjaness, í fimmtán mánaða fangelsi hvor, fyrir innflutning á tæpum 325 grömmum af kókaíni. Fíkniefnin komu þeir með frá Amsterdam í Hollandi í byrjun desember fyrir ári síðan. Við komuna til landsins voru þeir klæddir í keppnisgalla hnefaleikamanna merktum Íslandi og íslenska fánanum þannig að ætla hefði mátt að keppnismenn væru á ferð. Báðir hafa játað á sig innflutninginn, en segja efnin hafa verið til eigin nota og að hvor beri bara ábyrgð á sínum hluta. Sigurjón var með 49 grömm af kókaíni falin í sokkum sínum og um 100,3 grömm í endaþarmi. Salvar var hins vegar með 165,6 grömm í endaþarminum. Efnin sögðust þeir hafa keypt í fyllerísrugli. Dómurinn féllst á það með ákæruvaldinu að þeir hafi í sameiningu staðið að fíkniefnakaupunum. Jafnframt tali dómurinn fíkniefnin ætluð að verulegu leyti til sölu hér á landi í hagnaðarskyni en magn efnisins var mikið og það mjög hreint. Skilorðsbinding kom ekki til álita vegna eðli og alvarleika brotanna sem mennirnir frömdu í sameiningu. Báðir neituðu þeir Salvar og Sigurjón því að hafa farið utan með það að markmiði að smygla kókaíni í miklu magni til landsins. Þeir segja aðaltilgang fararinnar hafa verið að kaupa hnefaleikabúnað fyrir mann sem ætlaði að setja upp æfingastöð í Hveragerði. Þeir keyptu hnefaleikaæfingabúnað fyrir nálægt því 150 þúsund krónur og kókaín fyrir tæp 800 þúsund. Salvar var einnig sakfelldur fyrir tollalagabrot þar sem hann greiddi ekki toll af 45 boxhönskum og þremur höfuðhlífum, samtals að verðmæti um 85 þúsund krónur. Sagðist hann hafa staðið einn að þeim innflutningi en Sigurjón var einnig ákærður fyrir sama brot. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Sjá meira
Salvar Halldór Björnsson og Sigurjón Gunnsteinsson voru dæmdir, í Héraðsdómi Reykjaness, í fimmtán mánaða fangelsi hvor, fyrir innflutning á tæpum 325 grömmum af kókaíni. Fíkniefnin komu þeir með frá Amsterdam í Hollandi í byrjun desember fyrir ári síðan. Við komuna til landsins voru þeir klæddir í keppnisgalla hnefaleikamanna merktum Íslandi og íslenska fánanum þannig að ætla hefði mátt að keppnismenn væru á ferð. Báðir hafa játað á sig innflutninginn, en segja efnin hafa verið til eigin nota og að hvor beri bara ábyrgð á sínum hluta. Sigurjón var með 49 grömm af kókaíni falin í sokkum sínum og um 100,3 grömm í endaþarmi. Salvar var hins vegar með 165,6 grömm í endaþarminum. Efnin sögðust þeir hafa keypt í fyllerísrugli. Dómurinn féllst á það með ákæruvaldinu að þeir hafi í sameiningu staðið að fíkniefnakaupunum. Jafnframt tali dómurinn fíkniefnin ætluð að verulegu leyti til sölu hér á landi í hagnaðarskyni en magn efnisins var mikið og það mjög hreint. Skilorðsbinding kom ekki til álita vegna eðli og alvarleika brotanna sem mennirnir frömdu í sameiningu. Báðir neituðu þeir Salvar og Sigurjón því að hafa farið utan með það að markmiði að smygla kókaíni í miklu magni til landsins. Þeir segja aðaltilgang fararinnar hafa verið að kaupa hnefaleikabúnað fyrir mann sem ætlaði að setja upp æfingastöð í Hveragerði. Þeir keyptu hnefaleikaæfingabúnað fyrir nálægt því 150 þúsund krónur og kókaín fyrir tæp 800 þúsund. Salvar var einnig sakfelldur fyrir tollalagabrot þar sem hann greiddi ekki toll af 45 boxhönskum og þremur höfuðhlífum, samtals að verðmæti um 85 þúsund krónur. Sagðist hann hafa staðið einn að þeim innflutningi en Sigurjón var einnig ákærður fyrir sama brot.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Sjá meira