Óvenjumargir í varðhaldi 18. desember 2004 00:01 Nítján sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um alvarlega glæpi. Það er óvenju margt að mati lögreglu og eins eru mörg alvarleg afbrot orsök þess. Reyndar hefur árið allt verið annasamt og að meðaltali hafa tíu til fjórtán einstaklingar verið í gæsluvarðhaldi í einu. Flestir hafa verið handteknir vegna ofbeldismála og fíkniefnamála en einnig sitja innbrotsþjófar bak við lás og slá í síbrotagæslu. Af þeim sem nú eru vistaðir í gæsluvarðhaldi eru sautján karlar en tvær konur og sá elsti er 42 ára en sá yngsti tvítugur. Þeir sem sæta gæsluvarðhaldi byrja yfirleitt fangelsisvistina í einangrun. Þá eru þeir algjörlega einangraðir frá umheiminum, dvelja í átta fermetra klefa og fá ekki að fara út úr honum nema í klukkustund á dag. Einangrunarvistin er allt frá nokkrum dögum upp í tvo mánuði. Þessi vist hefur oft mikil áhrif á sálarlíf fanganna og einstaka menn hafa ekki borið sitt barr að henni lokinni. Í almennu gæsluvarðhaldi fá þeir aukið frelsi, meðal annars með heimsóknum og notkun fjölmiðla. Gæsluvarðhaldsfangar eru flestir vistaðir á Litla-Hrauni en þar eru níu einangrunarpláss og tvö í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg. Rík ástæða þarf að vera til að dómstólar heimili gæsluvarðhald. Glæpurinn þarf að vera svo alvarlegur að hann varði fangelsi. Síðan þarf beiðni lögreglu um gæsluvarðhaldsvist að uppfylla eitt af fjórum skilyrðum. Í fyrsta lagi að hinn grunaði sé líklegur til að torvelda rannsókn málsins, til dæmis með því að afmá ummerki, skjóta undan munum eða hafa áhrif á vitni eða samseka, í öðru lagi að hann sé líklegur til að flýja land eða koma sér á annan hátt undan refsingu, í þriðja lagi að ætla megi að hann haldi áfram brotum áður en dæmt er í máli hans og í fjórða lagi að nauðsynlegt sé að verja aðra fyrir árásum sakbornings eða hann sjálfan fyrir árásum annarra. Í flestum tilvikum vísar lögregla til fyrsta skilyrðisins þegar hún fer fram á gæsluvarðhald. Íslendingar hafa verið gagnrýndir af alþjóðlegum eftirlitsstofnunum fyrir að beita gæsluvarðhaldi of frjálslega og vista menn of lengi í einangrun. Samsvarandi greinar í dönskum lögum eru til dæmis nokkuð þrengri en þær íslensku. Þar er meðal annars gerð krafa um að glæpurinn sé þess eðlis að hann varði að minnsta kosti fangelsi í eitt og hálft ár. Þar að auki hafa Danir sett ítarlegar reglur um lengd einangrunar og skilyrði fyrir henni. Hjá okkur fer ekki fram sérstakur málflutningur um það hvort þörf sé á einangrun gæsluvarðhaldsfanga. Yfirvöld hér á landi hafa þó brugðist við gagnrýninni og flestum viðmælendum blaðsins bar saman um að gæsluvarðhaldsúrskurðir séu nú styttri og færri en áður. Auk þess er nú reynt að létta mönnum vistina eins og hægt er og jafvel eru dæmi um að maður hafi fengið að halda upp á afmæli sitt í faðmi fjölskyldunnar í einangrunarklefa á Litla-Hrauni. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Sjá meira
Nítján sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um alvarlega glæpi. Það er óvenju margt að mati lögreglu og eins eru mörg alvarleg afbrot orsök þess. Reyndar hefur árið allt verið annasamt og að meðaltali hafa tíu til fjórtán einstaklingar verið í gæsluvarðhaldi í einu. Flestir hafa verið handteknir vegna ofbeldismála og fíkniefnamála en einnig sitja innbrotsþjófar bak við lás og slá í síbrotagæslu. Af þeim sem nú eru vistaðir í gæsluvarðhaldi eru sautján karlar en tvær konur og sá elsti er 42 ára en sá yngsti tvítugur. Þeir sem sæta gæsluvarðhaldi byrja yfirleitt fangelsisvistina í einangrun. Þá eru þeir algjörlega einangraðir frá umheiminum, dvelja í átta fermetra klefa og fá ekki að fara út úr honum nema í klukkustund á dag. Einangrunarvistin er allt frá nokkrum dögum upp í tvo mánuði. Þessi vist hefur oft mikil áhrif á sálarlíf fanganna og einstaka menn hafa ekki borið sitt barr að henni lokinni. Í almennu gæsluvarðhaldi fá þeir aukið frelsi, meðal annars með heimsóknum og notkun fjölmiðla. Gæsluvarðhaldsfangar eru flestir vistaðir á Litla-Hrauni en þar eru níu einangrunarpláss og tvö í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg. Rík ástæða þarf að vera til að dómstólar heimili gæsluvarðhald. Glæpurinn þarf að vera svo alvarlegur að hann varði fangelsi. Síðan þarf beiðni lögreglu um gæsluvarðhaldsvist að uppfylla eitt af fjórum skilyrðum. Í fyrsta lagi að hinn grunaði sé líklegur til að torvelda rannsókn málsins, til dæmis með því að afmá ummerki, skjóta undan munum eða hafa áhrif á vitni eða samseka, í öðru lagi að hann sé líklegur til að flýja land eða koma sér á annan hátt undan refsingu, í þriðja lagi að ætla megi að hann haldi áfram brotum áður en dæmt er í máli hans og í fjórða lagi að nauðsynlegt sé að verja aðra fyrir árásum sakbornings eða hann sjálfan fyrir árásum annarra. Í flestum tilvikum vísar lögregla til fyrsta skilyrðisins þegar hún fer fram á gæsluvarðhald. Íslendingar hafa verið gagnrýndir af alþjóðlegum eftirlitsstofnunum fyrir að beita gæsluvarðhaldi of frjálslega og vista menn of lengi í einangrun. Samsvarandi greinar í dönskum lögum eru til dæmis nokkuð þrengri en þær íslensku. Þar er meðal annars gerð krafa um að glæpurinn sé þess eðlis að hann varði að minnsta kosti fangelsi í eitt og hálft ár. Þar að auki hafa Danir sett ítarlegar reglur um lengd einangrunar og skilyrði fyrir henni. Hjá okkur fer ekki fram sérstakur málflutningur um það hvort þörf sé á einangrun gæsluvarðhaldsfanga. Yfirvöld hér á landi hafa þó brugðist við gagnrýninni og flestum viðmælendum blaðsins bar saman um að gæsluvarðhaldsúrskurðir séu nú styttri og færri en áður. Auk þess er nú reynt að létta mönnum vistina eins og hægt er og jafvel eru dæmi um að maður hafi fengið að halda upp á afmæli sitt í faðmi fjölskyldunnar í einangrunarklefa á Litla-Hrauni.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Sjá meira