Taugspenna á lokasprettinum 18. desember 2004 00:01 Lokahnykkur margra mánaða vinnu Baugs við undirbúning kaupa á Big Food var dramatískur. Samkvæmt reglum varð að liggja fyrir samkomulag um kaupin fyrir miðnætti á föstudagskvöld. Hópur bankamanna og hundrað lögfræðingar unnnu að því að koma saman flóknustu og umfangsmestu viðskiptum sem íslenskt fyrirtæki hefur komið að. Unnið var í mörgum herbergjum og þegar klukkuna vantaði 20 mínútur í miðnætti var ljóst að enn voru nokkur óleyst mál. "Það var gríðarleg taugaspenna í salnum," segir Pálmi Haraldsson sem fer fyrir hópi fjárfesta sem mun stýra Iceland verslununum. "Við erum búnir að vinna að þessum kaupum myrkranna á milli í marga mánuði." Taugaspennan réð ríkjum og allir lögfræðingar voru kallaðir fram. Deutce bank var ráðgefandi aðili í viðskiptunum og forystumaður bankans kallaði alla hersinguna fram og sagði ljóst að viðskiptin myndu ekki klárast fyrir miðnætti. Hann lagði til að samningsaðilar myndu skuldbinda sig til að leysa það sem út af stóð um nóttina. Að öðrum kosti yrði að blása viðskiptin af. Fulltrúar íslenskra banka, Bank of Scotland og Baugs römbuðu á barmi taugaáfalls. Yfirlýsingin yrði að vera skuldbindandi. Ekki mætti standa upp frá borði án niðurstöðu. Nú var unnið hratt og aðilar viðskiptanna gátu gefið út skuldbindandi yfirlýsingar, fyrir utan það að fulltrúar Bank of Scotland þurftu leyfi á æðri stöðum fyrir einni ákvörðun. Klukkan tifaði og þegar hana vantaði fimm mínútur í tólf lá leyfið ekki fyrir. Samkvæmt lýsingu viðstaddra var andrúmsloftið rafmagnað, menn öskruðu hver á annan: "Is it yes?" Eina mínútu í tólf sagði Bank of Scotland já. Þegar menn náðu andanum heyrðist sagt við fulltrúa Baugs. "Gerið þið ykkur grein fyrir að þið eruð stærsti einstaki viðskipavinur Bank of Scotland." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Lokahnykkur margra mánaða vinnu Baugs við undirbúning kaupa á Big Food var dramatískur. Samkvæmt reglum varð að liggja fyrir samkomulag um kaupin fyrir miðnætti á föstudagskvöld. Hópur bankamanna og hundrað lögfræðingar unnnu að því að koma saman flóknustu og umfangsmestu viðskiptum sem íslenskt fyrirtæki hefur komið að. Unnið var í mörgum herbergjum og þegar klukkuna vantaði 20 mínútur í miðnætti var ljóst að enn voru nokkur óleyst mál. "Það var gríðarleg taugaspenna í salnum," segir Pálmi Haraldsson sem fer fyrir hópi fjárfesta sem mun stýra Iceland verslununum. "Við erum búnir að vinna að þessum kaupum myrkranna á milli í marga mánuði." Taugaspennan réð ríkjum og allir lögfræðingar voru kallaðir fram. Deutce bank var ráðgefandi aðili í viðskiptunum og forystumaður bankans kallaði alla hersinguna fram og sagði ljóst að viðskiptin myndu ekki klárast fyrir miðnætti. Hann lagði til að samningsaðilar myndu skuldbinda sig til að leysa það sem út af stóð um nóttina. Að öðrum kosti yrði að blása viðskiptin af. Fulltrúar íslenskra banka, Bank of Scotland og Baugs römbuðu á barmi taugaáfalls. Yfirlýsingin yrði að vera skuldbindandi. Ekki mætti standa upp frá borði án niðurstöðu. Nú var unnið hratt og aðilar viðskiptanna gátu gefið út skuldbindandi yfirlýsingar, fyrir utan það að fulltrúar Bank of Scotland þurftu leyfi á æðri stöðum fyrir einni ákvörðun. Klukkan tifaði og þegar hana vantaði fimm mínútur í tólf lá leyfið ekki fyrir. Samkvæmt lýsingu viðstaddra var andrúmsloftið rafmagnað, menn öskruðu hver á annan: "Is it yes?" Eina mínútu í tólf sagði Bank of Scotland já. Þegar menn náðu andanum heyrðist sagt við fulltrúa Baugs. "Gerið þið ykkur grein fyrir að þið eruð stærsti einstaki viðskipavinur Bank of Scotland."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira