Hansína er nýi bæjarstjórinn 19. desember 2004 00:01 Hansína Á. Björgvinsdóttir tekur við sem bæjarstjóri í Kópavogi á fyrsta vinnudegi á nýju ári. Hún þurfti góðan umhugsunarfrest áður en hún ákvað að takast á við verkefnið. "Það hafði aldrei hvarflað að mér að þurfa að kljást við þetta verkefni," segir hún. Samkomulag var milli fulltrúa flokkanna í meirihluta Kópavogs um bæjarstjóraskipti 1. júní á næsta ári. Gunnar I. Birgisson, oddviti Sjálfstæðisflokks, hefði þá orðið bæjarstjóri og Sigurður Geirdal, oddviti Framsóknarflokksins, hefði orðið formaður bæjarráðs en þetta breyttist við óvænt fráfall Sigurðar. Rökrétt þótti að Hansína Á. Björgvinsdóttir, sem skipaði annað sæti Framsóknarflokksins, gengi inn í samkomulagið og tæki sæti bæjarstjóra. "Það tók mig dálítinn tíma að gera upp minn hug. Þetta voru óvæntar breytingar og ég þurfti að glíma við sjálfa mig í því efni," segir Hansína. "Þetta bar afskaplega sorglega að. Sigurður var náttúrlega bæjarstjórinn. Það var alveg heillandi skemmtilegt að starfa með honum og mikil sorg hjá öllum bæjarbúum, hvar sem þeir stóðu í flokki, þegar hann féll frá. Allir bæjarbúar voru harmi slegnir. Það hafði aldrei hvarflað að mér að þurfa að kljást við þetta embætti. Fjölskylda mín var búin að skipuleggja ýmislegt sem við þurftum að breyta og svo varð ég að vita hvort ég treysti mér í þetta þannig að þetta tók dálítinn tíma," segir hún. Í mörg horn er að líta þegar embætti bæjarstjóra er annars vegar. Kópavogsbær verður 50 ára á næsta ári og stendur afmælishátíðin allt árið þó að hún nái hápunkti á afmælisdeginum 11. maí. "Það segir sig sjálft að hlutverk bæjarstjóra er stórt í því. Svo eru náttúrlega ýmis verkefni sem allir bæjarstjórar sinna. Ég tek við sérstaklega góðu búi. Fjárhagsáætlun lítur vel út og tekjuafgangur er sérlega góður. Skuldirnar lækka frekar en hitt og við höfum góðan rekstrarafgang miðað við önnur sveitarfélög," segir Hansína. En hver er hún þessi kona sem sest í bæjarstjórastólinn í Kópavogi um áramót? Hansína er fædd á Eyrarbakka árið 1946. Faðir hennar var Björgvin Jónsson, kaupfélagsstjóri og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, sem er látinn. Móðir hennar heitir Ólína Þorleifsdóttir. Hún bjó á Eyrarbakka og Selfossi fyrstu æviárin, fjölskyldan flutti svo til Seyðisfjarðar og ólst hún þar upp í stórum systkinahópi. Þegar Hansína var 17 ára fluttist fjölskyldan á mölina. Hansína hefur búið í Kópavogi frá 1971. Hansína er gift Ingva Þorkelssyni, kennara við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. Hún hefur starfað sem grunnskólakennari nánast allan sinn starfsaldur, síðustu árin í Kópavogsskóla. "Síðustu árin hef ég ekki verið að kenna. Það var svo ansi snúið að vera bæði í kennslu og bæjarstjórn. Mér fannst ég vera farin að sinna kennslunni illa því að ég þurfti svo oft að fá annan til að kenna fyrir mig," segir hún. Hansína hefur verið bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi frá 1998, en áður var hún varabæjarfulltrúi eitt kjörtímabil og gegndi þá jafnframt formennsku í félagsmálaráði. Áhugamál hennar eru bundin við æskulýðsmál, stjórnmál og fjölskyldu auk þess sem hún veiðir með manni sínum á sumrin. "Svo hef ég gaman af fjölskyldu- og heimilislífi, sérstaklega barnabörnunum. Mér þykir óskaplega skemmtilegt að eiga barnabörn." Fréttir Innlent Lífið Menning Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
Hansína Á. Björgvinsdóttir tekur við sem bæjarstjóri í Kópavogi á fyrsta vinnudegi á nýju ári. Hún þurfti góðan umhugsunarfrest áður en hún ákvað að takast á við verkefnið. "Það hafði aldrei hvarflað að mér að þurfa að kljást við þetta verkefni," segir hún. Samkomulag var milli fulltrúa flokkanna í meirihluta Kópavogs um bæjarstjóraskipti 1. júní á næsta ári. Gunnar I. Birgisson, oddviti Sjálfstæðisflokks, hefði þá orðið bæjarstjóri og Sigurður Geirdal, oddviti Framsóknarflokksins, hefði orðið formaður bæjarráðs en þetta breyttist við óvænt fráfall Sigurðar. Rökrétt þótti að Hansína Á. Björgvinsdóttir, sem skipaði annað sæti Framsóknarflokksins, gengi inn í samkomulagið og tæki sæti bæjarstjóra. "Það tók mig dálítinn tíma að gera upp minn hug. Þetta voru óvæntar breytingar og ég þurfti að glíma við sjálfa mig í því efni," segir Hansína. "Þetta bar afskaplega sorglega að. Sigurður var náttúrlega bæjarstjórinn. Það var alveg heillandi skemmtilegt að starfa með honum og mikil sorg hjá öllum bæjarbúum, hvar sem þeir stóðu í flokki, þegar hann féll frá. Allir bæjarbúar voru harmi slegnir. Það hafði aldrei hvarflað að mér að þurfa að kljást við þetta embætti. Fjölskylda mín var búin að skipuleggja ýmislegt sem við þurftum að breyta og svo varð ég að vita hvort ég treysti mér í þetta þannig að þetta tók dálítinn tíma," segir hún. Í mörg horn er að líta þegar embætti bæjarstjóra er annars vegar. Kópavogsbær verður 50 ára á næsta ári og stendur afmælishátíðin allt árið þó að hún nái hápunkti á afmælisdeginum 11. maí. "Það segir sig sjálft að hlutverk bæjarstjóra er stórt í því. Svo eru náttúrlega ýmis verkefni sem allir bæjarstjórar sinna. Ég tek við sérstaklega góðu búi. Fjárhagsáætlun lítur vel út og tekjuafgangur er sérlega góður. Skuldirnar lækka frekar en hitt og við höfum góðan rekstrarafgang miðað við önnur sveitarfélög," segir Hansína. En hver er hún þessi kona sem sest í bæjarstjórastólinn í Kópavogi um áramót? Hansína er fædd á Eyrarbakka árið 1946. Faðir hennar var Björgvin Jónsson, kaupfélagsstjóri og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, sem er látinn. Móðir hennar heitir Ólína Þorleifsdóttir. Hún bjó á Eyrarbakka og Selfossi fyrstu æviárin, fjölskyldan flutti svo til Seyðisfjarðar og ólst hún þar upp í stórum systkinahópi. Þegar Hansína var 17 ára fluttist fjölskyldan á mölina. Hansína hefur búið í Kópavogi frá 1971. Hansína er gift Ingva Þorkelssyni, kennara við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. Hún hefur starfað sem grunnskólakennari nánast allan sinn starfsaldur, síðustu árin í Kópavogsskóla. "Síðustu árin hef ég ekki verið að kenna. Það var svo ansi snúið að vera bæði í kennslu og bæjarstjórn. Mér fannst ég vera farin að sinna kennslunni illa því að ég þurfti svo oft að fá annan til að kenna fyrir mig," segir hún. Hansína hefur verið bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi frá 1998, en áður var hún varabæjarfulltrúi eitt kjörtímabil og gegndi þá jafnframt formennsku í félagsmálaráði. Áhugamál hennar eru bundin við æskulýðsmál, stjórnmál og fjölskyldu auk þess sem hún veiðir með manni sínum á sumrin. "Svo hef ég gaman af fjölskyldu- og heimilislífi, sérstaklega barnabörnunum. Mér þykir óskaplega skemmtilegt að eiga barnabörn."
Fréttir Innlent Lífið Menning Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira