Stjórnvöld hvika hvergi 20. desember 2004 00:01 Þrátt fyrir undrun og vonbrigði bandarískra stjórnvalda, munu þau íslensku standa við þá ákvörðun að veita Bobby Fischer dvalarleyfi. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra óttast ekki að sú ákvörðun munu hafa áhrif á samskipti þjóðanni, og segist jafnframt reiðubúinn að láta á það reyna með formlegum hætti, krefjist bandarísk stjórnvöld þess að fá Fishcer framseldan. Bandarísk stjórnvöld hvöttu þau íslensku til þess að draga til baka boðið til Fischers um dvalarleyfi á Íslandi, og áréttuðu að um væri að ræða ákærðan og eftirlýstan mann. Sendiherra Bandaríkjamanna hér á landi var hins vegar tilkynnt í dag að boðið stæði. Davíð segir það ekki þurfa að vera að Bandaríkjamenn muni leggja fram framsalskröfu. Þeir séu undrandi á ákvörðun íslenskra stjórnvalda, en það sé mat íslenskra stjórnvalda að íslensk lög standi ekki til framsals þar sem brotið sé fyrnt að íslenskum lögum. Þess vegna væri ekki framsalsskylda hér en á það yrði að reyna með formlegum hætti. Mál Fischers kemur upp á sama tíma og viðræður standa yfir milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda um áframhaldandi veru varnarliðsins hér landi. Engin formdæmi eru fyrir því að Íslendingar veiti manni landvistarleyfi sem bandarísk yfirvöld álíta eftirlýstan glæpamann, en utanríkisráðherra hefur þó ekki áhyggjur af því að til eftimála komi. Davíð segir að á milli vinaþjóða eigi mál sem þetta að fara lögformlega leið samkvæmt samningum. En brotið sé að mati Íslendinga fyrnt. Fischer sjálfum er mikið í mun um að komast hingað til lands sem fyrst . Hann hefur ákveðið að falla frá málsókn á hendur japönskum stjórnvöldum, en þó ekki fyrr en tryggt verður að þau heimili honum að fara til Íslands. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segist nú bíða þess eins að það komist á hreint áður en hann heldur utan til að fylgja Fischer til Íslands. Jafnvel var búist við því að þessi mál kæmust á hreint í morgun og var Sæmundur tilbúinn að fara utan í einkaþotu til Japans um hádegisbil í dag. Síðar kom í ljós að ekkert myndi gerast strax, svo ferðin verður farin í fyrsta lagi á morgun, annað hvort með einkavél eða áætlunarflugi. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þrátt fyrir undrun og vonbrigði bandarískra stjórnvalda, munu þau íslensku standa við þá ákvörðun að veita Bobby Fischer dvalarleyfi. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra óttast ekki að sú ákvörðun munu hafa áhrif á samskipti þjóðanni, og segist jafnframt reiðubúinn að láta á það reyna með formlegum hætti, krefjist bandarísk stjórnvöld þess að fá Fishcer framseldan. Bandarísk stjórnvöld hvöttu þau íslensku til þess að draga til baka boðið til Fischers um dvalarleyfi á Íslandi, og áréttuðu að um væri að ræða ákærðan og eftirlýstan mann. Sendiherra Bandaríkjamanna hér á landi var hins vegar tilkynnt í dag að boðið stæði. Davíð segir það ekki þurfa að vera að Bandaríkjamenn muni leggja fram framsalskröfu. Þeir séu undrandi á ákvörðun íslenskra stjórnvalda, en það sé mat íslenskra stjórnvalda að íslensk lög standi ekki til framsals þar sem brotið sé fyrnt að íslenskum lögum. Þess vegna væri ekki framsalsskylda hér en á það yrði að reyna með formlegum hætti. Mál Fischers kemur upp á sama tíma og viðræður standa yfir milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda um áframhaldandi veru varnarliðsins hér landi. Engin formdæmi eru fyrir því að Íslendingar veiti manni landvistarleyfi sem bandarísk yfirvöld álíta eftirlýstan glæpamann, en utanríkisráðherra hefur þó ekki áhyggjur af því að til eftimála komi. Davíð segir að á milli vinaþjóða eigi mál sem þetta að fara lögformlega leið samkvæmt samningum. En brotið sé að mati Íslendinga fyrnt. Fischer sjálfum er mikið í mun um að komast hingað til lands sem fyrst . Hann hefur ákveðið að falla frá málsókn á hendur japönskum stjórnvöldum, en þó ekki fyrr en tryggt verður að þau heimili honum að fara til Íslands. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segist nú bíða þess eins að það komist á hreint áður en hann heldur utan til að fylgja Fischer til Íslands. Jafnvel var búist við því að þessi mál kæmust á hreint í morgun og var Sæmundur tilbúinn að fara utan í einkaþotu til Japans um hádegisbil í dag. Síðar kom í ljós að ekkert myndi gerast strax, svo ferðin verður farin í fyrsta lagi á morgun, annað hvort með einkavél eða áætlunarflugi.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira