Stjórnvöld hvika hvergi 20. desember 2004 00:01 Þrátt fyrir undrun og vonbrigði bandarískra stjórnvalda, munu þau íslensku standa við þá ákvörðun að veita Bobby Fischer dvalarleyfi. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra óttast ekki að sú ákvörðun munu hafa áhrif á samskipti þjóðanni, og segist jafnframt reiðubúinn að láta á það reyna með formlegum hætti, krefjist bandarísk stjórnvöld þess að fá Fishcer framseldan. Bandarísk stjórnvöld hvöttu þau íslensku til þess að draga til baka boðið til Fischers um dvalarleyfi á Íslandi, og áréttuðu að um væri að ræða ákærðan og eftirlýstan mann. Sendiherra Bandaríkjamanna hér á landi var hins vegar tilkynnt í dag að boðið stæði. Davíð segir það ekki þurfa að vera að Bandaríkjamenn muni leggja fram framsalskröfu. Þeir séu undrandi á ákvörðun íslenskra stjórnvalda, en það sé mat íslenskra stjórnvalda að íslensk lög standi ekki til framsals þar sem brotið sé fyrnt að íslenskum lögum. Þess vegna væri ekki framsalsskylda hér en á það yrði að reyna með formlegum hætti. Mál Fischers kemur upp á sama tíma og viðræður standa yfir milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda um áframhaldandi veru varnarliðsins hér landi. Engin formdæmi eru fyrir því að Íslendingar veiti manni landvistarleyfi sem bandarísk yfirvöld álíta eftirlýstan glæpamann, en utanríkisráðherra hefur þó ekki áhyggjur af því að til eftimála komi. Davíð segir að á milli vinaþjóða eigi mál sem þetta að fara lögformlega leið samkvæmt samningum. En brotið sé að mati Íslendinga fyrnt. Fischer sjálfum er mikið í mun um að komast hingað til lands sem fyrst . Hann hefur ákveðið að falla frá málsókn á hendur japönskum stjórnvöldum, en þó ekki fyrr en tryggt verður að þau heimili honum að fara til Íslands. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segist nú bíða þess eins að það komist á hreint áður en hann heldur utan til að fylgja Fischer til Íslands. Jafnvel var búist við því að þessi mál kæmust á hreint í morgun og var Sæmundur tilbúinn að fara utan í einkaþotu til Japans um hádegisbil í dag. Síðar kom í ljós að ekkert myndi gerast strax, svo ferðin verður farin í fyrsta lagi á morgun, annað hvort með einkavél eða áætlunarflugi. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Þrátt fyrir undrun og vonbrigði bandarískra stjórnvalda, munu þau íslensku standa við þá ákvörðun að veita Bobby Fischer dvalarleyfi. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra óttast ekki að sú ákvörðun munu hafa áhrif á samskipti þjóðanni, og segist jafnframt reiðubúinn að láta á það reyna með formlegum hætti, krefjist bandarísk stjórnvöld þess að fá Fishcer framseldan. Bandarísk stjórnvöld hvöttu þau íslensku til þess að draga til baka boðið til Fischers um dvalarleyfi á Íslandi, og áréttuðu að um væri að ræða ákærðan og eftirlýstan mann. Sendiherra Bandaríkjamanna hér á landi var hins vegar tilkynnt í dag að boðið stæði. Davíð segir það ekki þurfa að vera að Bandaríkjamenn muni leggja fram framsalskröfu. Þeir séu undrandi á ákvörðun íslenskra stjórnvalda, en það sé mat íslenskra stjórnvalda að íslensk lög standi ekki til framsals þar sem brotið sé fyrnt að íslenskum lögum. Þess vegna væri ekki framsalsskylda hér en á það yrði að reyna með formlegum hætti. Mál Fischers kemur upp á sama tíma og viðræður standa yfir milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda um áframhaldandi veru varnarliðsins hér landi. Engin formdæmi eru fyrir því að Íslendingar veiti manni landvistarleyfi sem bandarísk yfirvöld álíta eftirlýstan glæpamann, en utanríkisráðherra hefur þó ekki áhyggjur af því að til eftimála komi. Davíð segir að á milli vinaþjóða eigi mál sem þetta að fara lögformlega leið samkvæmt samningum. En brotið sé að mati Íslendinga fyrnt. Fischer sjálfum er mikið í mun um að komast hingað til lands sem fyrst . Hann hefur ákveðið að falla frá málsókn á hendur japönskum stjórnvöldum, en þó ekki fyrr en tryggt verður að þau heimili honum að fara til Íslands. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segist nú bíða þess eins að það komist á hreint áður en hann heldur utan til að fylgja Fischer til Íslands. Jafnvel var búist við því að þessi mál kæmust á hreint í morgun og var Sæmundur tilbúinn að fara utan í einkaþotu til Japans um hádegisbil í dag. Síðar kom í ljós að ekkert myndi gerast strax, svo ferðin verður farin í fyrsta lagi á morgun, annað hvort með einkavél eða áætlunarflugi.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira