3 vikna gæsluvarðhald vegna smygls 22. desember 2004 00:01 Einn flugfarþeginn enn var gripinn með fíkniefnasendingu í Leifsstöð í fyrradag og hafa lögregla og tollgæsla lagt hald á um það bil tuttugu kíló af kókaíni og amfetamíni, sem eru sterkustu og dýrustu fíkniefnin á markaði hér. Brasilísk kona, sem var handtekin á Keflavíkurflugvelli á mánudag eftir að 800 grömm af kókaíni fundust á henni við komuna til landsins, var í gærkvöld úrskurðuð í gæsluvarðhald í allt að þrjár vikur. Konan kom frá Brasilíu með viðkomu í Kaupmannahöfn og hafði límt efnið utan á líkama sinn. Þetta er fjórða kókaínsendingin sem finnst á flugfarþegum í Leifsstöð á nokkrum vikum og er samanlagt magn sendinganna tæp tvö kíló. Smásöluvirði þess hefði getað numið á bilinu 40-60 milljónir króna. Talið er að konan sé svonefnt burðardýr sem fái þóknun fyrir flutninginn en standi ekki í sölu. Enginn Íslendingur hefur verið handtekinn vegna málsins svo fréttastofunni sé kunnugt um. Með þessari sendingu er búið að gera fimm kíló af kókaíni upptæk það sem af er árinu og tæp sextán kíló af amfetamíni. Þessi sterku efni eru greinilega í sókn að sögn Ásgeirs Karlssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í fíkniefnadeild Reykjavíkurlögreglunnar. Ásgeir segir efnin að verða hluta af skemmtanamynstri margs ungs fólks líkt og áfengi, án þess að fólk neyti þeirra að staðaldri. Þá er kókaínneyslan að færast neðar og neðar í aldursflokkana og nú eru allt niður í 16 ára unglingar farnir að neyta þess. Grammið af kókaíni kostar í smásölu 12-15 þúsund krónur. Það getur dugað byrjanda í heillar nætur skrall en þegar líkaminn hefur myndað þol getur einstaklingurinn þurft allt upp í fjögur grömm og þá kostar neysla næturinnar 50-60 þúsund krónur. Auk kókaíns og amfetamíns er búið að gera rúmlega tvö þúsund LSD-skammta upptæka, rúmlega 7.500 e-töflur, tvö kíló af maríjúana og tæp 37 kíló af hassi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Einn flugfarþeginn enn var gripinn með fíkniefnasendingu í Leifsstöð í fyrradag og hafa lögregla og tollgæsla lagt hald á um það bil tuttugu kíló af kókaíni og amfetamíni, sem eru sterkustu og dýrustu fíkniefnin á markaði hér. Brasilísk kona, sem var handtekin á Keflavíkurflugvelli á mánudag eftir að 800 grömm af kókaíni fundust á henni við komuna til landsins, var í gærkvöld úrskurðuð í gæsluvarðhald í allt að þrjár vikur. Konan kom frá Brasilíu með viðkomu í Kaupmannahöfn og hafði límt efnið utan á líkama sinn. Þetta er fjórða kókaínsendingin sem finnst á flugfarþegum í Leifsstöð á nokkrum vikum og er samanlagt magn sendinganna tæp tvö kíló. Smásöluvirði þess hefði getað numið á bilinu 40-60 milljónir króna. Talið er að konan sé svonefnt burðardýr sem fái þóknun fyrir flutninginn en standi ekki í sölu. Enginn Íslendingur hefur verið handtekinn vegna málsins svo fréttastofunni sé kunnugt um. Með þessari sendingu er búið að gera fimm kíló af kókaíni upptæk það sem af er árinu og tæp sextán kíló af amfetamíni. Þessi sterku efni eru greinilega í sókn að sögn Ásgeirs Karlssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í fíkniefnadeild Reykjavíkurlögreglunnar. Ásgeir segir efnin að verða hluta af skemmtanamynstri margs ungs fólks líkt og áfengi, án þess að fólk neyti þeirra að staðaldri. Þá er kókaínneyslan að færast neðar og neðar í aldursflokkana og nú eru allt niður í 16 ára unglingar farnir að neyta þess. Grammið af kókaíni kostar í smásölu 12-15 þúsund krónur. Það getur dugað byrjanda í heillar nætur skrall en þegar líkaminn hefur myndað þol getur einstaklingurinn þurft allt upp í fjögur grömm og þá kostar neysla næturinnar 50-60 þúsund krónur. Auk kókaíns og amfetamíns er búið að gera rúmlega tvö þúsund LSD-skammta upptæka, rúmlega 7.500 e-töflur, tvö kíló af maríjúana og tæp 37 kíló af hassi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira