Ekki truflandi áhrif 22. desember 2004 00:01 Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, telur að fréttir um að skattrannsóknarstjóri hafi vísað hluta af skattrannsókn á Baugi aftur til Ríkislögreglustjóra hafi ekki áhrif á nýjustu viðskipti félagsins erlendis, til dæmis kaupin á Big Food Group, BFG, og þar áður Magasin du Nord. "Öllum er kunnugt um þessar rannsóknir, þær hafa verið opinberar fréttir í nokkur misseri," segir Hreinn og bendir á að kaupin á BGF séu "bara staðgreiðsluboð í ákveðin bréf með aðstoð virtra lánastofnana þannig að við getum ekki séð að það eigi að hafa nein truflandi áhrif, vonum það allavega ekki. Hluthafar hafa nú tíma til að ákveða hvort þeir taka þessu boði eða ekki, það er búið að mæla með því og öllum viðræðum er lokið," segir Hreinn og vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Baugur hefur ekki fengið niðurstöðu frá embætti Ríkisskattstjóra en búist er við því fyrir áramót. Ekki er vitað hvaða hluti rannsóknarinnar hefur verið sendur aftur til embættis Ríkislögreglustjóra þó að einhverjar getgátur virðist vera um það innan Baugs. Hreinn vill ekki staðfesta þetta né segja út á hvað þær getgátur gangi. Hann vill heldur ekki koma með bollaleggingar um það hvert framhald málsins verður eða hvenær endanlega niðurstaða liggi fyrir. Þó er ljóst að það skiptir Baug máli að niðurstaða berist úr skattrannsókninni. Baugur hefur áður gagnrýnt tímasetninguna á fréttum um skattrannsóknina og hefur Hreinn sagt að tímasetningin veki undrun, fréttir um rannsóknina berist þegar jákvæðar fréttir eru um fyrirtækið. Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, vildi ekki gefa neinar upplýsingar um málið. Hann segir að 20-30 mál séu til rannsóknar hjá embættinu og 15 manna lögreglusveit sinni þeim á vegum embættisins, tveir til sex í hverju máli. Fréttir Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Sjá meira
Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, telur að fréttir um að skattrannsóknarstjóri hafi vísað hluta af skattrannsókn á Baugi aftur til Ríkislögreglustjóra hafi ekki áhrif á nýjustu viðskipti félagsins erlendis, til dæmis kaupin á Big Food Group, BFG, og þar áður Magasin du Nord. "Öllum er kunnugt um þessar rannsóknir, þær hafa verið opinberar fréttir í nokkur misseri," segir Hreinn og bendir á að kaupin á BGF séu "bara staðgreiðsluboð í ákveðin bréf með aðstoð virtra lánastofnana þannig að við getum ekki séð að það eigi að hafa nein truflandi áhrif, vonum það allavega ekki. Hluthafar hafa nú tíma til að ákveða hvort þeir taka þessu boði eða ekki, það er búið að mæla með því og öllum viðræðum er lokið," segir Hreinn og vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Baugur hefur ekki fengið niðurstöðu frá embætti Ríkisskattstjóra en búist er við því fyrir áramót. Ekki er vitað hvaða hluti rannsóknarinnar hefur verið sendur aftur til embættis Ríkislögreglustjóra þó að einhverjar getgátur virðist vera um það innan Baugs. Hreinn vill ekki staðfesta þetta né segja út á hvað þær getgátur gangi. Hann vill heldur ekki koma með bollaleggingar um það hvert framhald málsins verður eða hvenær endanlega niðurstaða liggi fyrir. Þó er ljóst að það skiptir Baug máli að niðurstaða berist úr skattrannsókninni. Baugur hefur áður gagnrýnt tímasetninguna á fréttum um skattrannsóknina og hefur Hreinn sagt að tímasetningin veki undrun, fréttir um rannsóknina berist þegar jákvæðar fréttir eru um fyrirtækið. Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, vildi ekki gefa neinar upplýsingar um málið. Hann segir að 20-30 mál séu til rannsóknar hjá embættinu og 15 manna lögreglusveit sinni þeim á vegum embættisins, tveir til sex í hverju máli.
Fréttir Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Sjá meira