Borgin sameinist ekki Kjósarhreppi 23. desember 2004 00:01 Reykjavíkurborg mælir ekki með því að kosið verði um sameiningu borgarinnar við Kjósarhrepp í allsherjarkosningu um sameiningu sveitarfélaga sem verður eftir fjóra mánuði. Mörg önnur sveitarfélög víða um land hafna einnig sameiningartillögu. Áformað er að stór hluti þjóðarinnar gangi að kjörborðinu þann 23. apríl næstkomandi til að kjósa um sameiningu sveitarfélaga. Sameiningarnefnd lagði fram tillögur í haust sem miða við að sveitarfélögum fækki úr liðlega eitthundrað niður í um fjörutíu. Sveitarstjórnum og almenningi var síðan gefinn frestur til 1. desember til að segja álit sitt á tillögunum. Nefndin situr nú yfir umsögnum en mun síðan um miðjan janúar setja fram endanlegar tillögur sem kosið verður um í vor samkvæmt upplýsingum verkefnisstjóra, Róberts Ragnarssonar. Miðað við framkomnar umsagnir er víða tregða til sameiningar. Samkvæmt upphaflegri tillögu hefði fjölmennasta kosningin farið fram í Reykjavík en gert var ráð fyrir því að kosið yrði um sameiningu Reykjavíkur og Kjósarhrepps. Nú hefur borgarstjóri hins vegar lýst því að hann mæli ekki með því að kosið verði um þá sameiningu. Þá hefur Álftanes hafnað því að kosið verði um sameiningu við Garðabæ. Á Suðurnesjum hefur Reykjanesbær einn líst yfir stuðningi við allsherjarsameiningu þar. Garðurinn hefur þegar hafnað slíkri kosningu og sömuleiðis er talið að andstaða sé í Grindavík og Sandgerði. Á Vesturlandi er byltingarkennsta tillagan sú að sameina Snæfellsnes þannig að Ólafsvík, Grundarfjörður og Stykkishólmur verði öll eitt sveitarfélag en formleg afstaða þeirra liggur ekki fyrir. Á Vestfjörðum telja Tálknfirðingar ekki tímabært að kjósa um sameiningu við Vesturbyggð fyrr en niðurstaða er fengin í hvaða verkefni verða flutt milli ríkis og sveitarfélaga. Súðavíkurhreppur hafnar sameiningu við Ísafjarðarbæ en Bolungarvík gerir ekki athugasemd við að kosið verði um slíka sameiningu. Á Ströndum hafnar Kaldrananeshreppur, en þar er Drangsnes, sameiningu við nærsveitir. Skagabyggð, lítill sveitahreppur milli Blönduóss og Skagastrandar, hafnar sameiningu með þeim orðum að menn eigi að hætta þessu sameiningarbrölti. Í Eyjafirði stefnir í að kosið verði um sameiningu allra sveitarfélaga á svæðinu í eitt, þar með Siglufjarðar og Grímseyjar. Í Þingeyjarsýslum vekur athygli að Öxarfjarðarhreppur og Raufarhafnarhreppur hafna sameiningu þeirra tveggja en vilja þess í stað mun stærri sameiningu við Húsavík og Mývatnssveit. Á Austfjörðum hafna bæði Breiðdalsvík og Djúpvogur sameiningu þeirra tveggja og í Vestur-Skaftafellssýslu hafnar Skaftárhreppur sameiningu við Mýrdalshrepp. Sveitarfélög í Árnessýslu hafa ekki gert athugasemd við að kosið verði um víðtæka sameiningu innan sýslunnar í aðeins tvö sveitarfélög, uppsveitir og lágsveitir, en það myndi þýða að Selfoss, Hveragerði og Þorlákshöfn rynnu saman í eitt. Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Reykjavíkurborg mælir ekki með því að kosið verði um sameiningu borgarinnar við Kjósarhrepp í allsherjarkosningu um sameiningu sveitarfélaga sem verður eftir fjóra mánuði. Mörg önnur sveitarfélög víða um land hafna einnig sameiningartillögu. Áformað er að stór hluti þjóðarinnar gangi að kjörborðinu þann 23. apríl næstkomandi til að kjósa um sameiningu sveitarfélaga. Sameiningarnefnd lagði fram tillögur í haust sem miða við að sveitarfélögum fækki úr liðlega eitthundrað niður í um fjörutíu. Sveitarstjórnum og almenningi var síðan gefinn frestur til 1. desember til að segja álit sitt á tillögunum. Nefndin situr nú yfir umsögnum en mun síðan um miðjan janúar setja fram endanlegar tillögur sem kosið verður um í vor samkvæmt upplýsingum verkefnisstjóra, Róberts Ragnarssonar. Miðað við framkomnar umsagnir er víða tregða til sameiningar. Samkvæmt upphaflegri tillögu hefði fjölmennasta kosningin farið fram í Reykjavík en gert var ráð fyrir því að kosið yrði um sameiningu Reykjavíkur og Kjósarhrepps. Nú hefur borgarstjóri hins vegar lýst því að hann mæli ekki með því að kosið verði um þá sameiningu. Þá hefur Álftanes hafnað því að kosið verði um sameiningu við Garðabæ. Á Suðurnesjum hefur Reykjanesbær einn líst yfir stuðningi við allsherjarsameiningu þar. Garðurinn hefur þegar hafnað slíkri kosningu og sömuleiðis er talið að andstaða sé í Grindavík og Sandgerði. Á Vesturlandi er byltingarkennsta tillagan sú að sameina Snæfellsnes þannig að Ólafsvík, Grundarfjörður og Stykkishólmur verði öll eitt sveitarfélag en formleg afstaða þeirra liggur ekki fyrir. Á Vestfjörðum telja Tálknfirðingar ekki tímabært að kjósa um sameiningu við Vesturbyggð fyrr en niðurstaða er fengin í hvaða verkefni verða flutt milli ríkis og sveitarfélaga. Súðavíkurhreppur hafnar sameiningu við Ísafjarðarbæ en Bolungarvík gerir ekki athugasemd við að kosið verði um slíka sameiningu. Á Ströndum hafnar Kaldrananeshreppur, en þar er Drangsnes, sameiningu við nærsveitir. Skagabyggð, lítill sveitahreppur milli Blönduóss og Skagastrandar, hafnar sameiningu með þeim orðum að menn eigi að hætta þessu sameiningarbrölti. Í Eyjafirði stefnir í að kosið verði um sameiningu allra sveitarfélaga á svæðinu í eitt, þar með Siglufjarðar og Grímseyjar. Í Þingeyjarsýslum vekur athygli að Öxarfjarðarhreppur og Raufarhafnarhreppur hafna sameiningu þeirra tveggja en vilja þess í stað mun stærri sameiningu við Húsavík og Mývatnssveit. Á Austfjörðum hafna bæði Breiðdalsvík og Djúpvogur sameiningu þeirra tveggja og í Vestur-Skaftafellssýslu hafnar Skaftárhreppur sameiningu við Mýrdalshrepp. Sveitarfélög í Árnessýslu hafa ekki gert athugasemd við að kosið verði um víðtæka sameiningu innan sýslunnar í aðeins tvö sveitarfélög, uppsveitir og lágsveitir, en það myndi þýða að Selfoss, Hveragerði og Þorlákshöfn rynnu saman í eitt.
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira