Ólætin í Grindavík rædd á morgun 27. desember 2004 00:01 Bæjarráð Grindavíkur hittist á morgun til að ræða ólæti sem brutust út á jóladagskvöld fimmtu jólin í röð. Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri segir að í samráði við bæjarbúa verði leitað allra leiða til koma í veg fyrir að þetta ástand verði viðvarandi. Slík skrílslæti hafa þekkst á gamlárskvöld og þrettándanum á fleiri stöðum á landinu í gegnum tíðina. "Það var auðséð að við réðum ekkert við ástandið. Þarna voru á ferð nokkrir ólátabelgir sem höfðu safnað áhorfendum sem hvöttu þá til dáða," segir Hlöðver Magnússon, aðstoðarvarðstjóri á Selfossi, en þar var ástandið slæmt á þrettándanum um nokkurt skeið. Hlöðver meiddist á auga og á höfði í látum árið 1980 þegar hann fékk tvö klakastykki í hausinn sem kastað var að lögreglumönnunum. Næstu tvö ár á eftir var fengin hjálp frá lögreglunni úr Reykjavík til að vinna bug á ástandinu. Guðjón Axelsson, hjá lögreglunni á Selfossi, segir að ástandið hafi verið orðið gott um árið 1985. Fram að þeim tíma hafi óeirðaseggirnir hent drasli og dóti út á götur, hvolft úr ruslafötum og brotið rúður í húsum. Hann segir að upphaflega hafi slík læti verið bundin við gamlárskvöld þegar ekkert sjónvarp var. En ólætin hafi færst yfir á þrettándann þegar föst dagskrá var í sjónvarpinu á gamlárskvöld. Ófremdarástand var í Hafnarfirði í tuttugu til þrjátíu ár á þrettándanum þar til fyrir um tíu árum síðan. Þar safnaðist fjöldi ungmenna saman í miðbænum. Rúður voru brotnar, bílum velt og bátar dregnir eftir götum. Ólafur Emilsson, hjá lögreglunni í Hafnarfirði, segir að með samstilltu átaki margra hafi tekist að vinna bug á ólátunum og er Hafnarfjörður nú friðsæll og til fyrirmyndar á þrettándanum. Stríðsástand var á Sauðárkróki á gamlárskvöld í fjölda ára. Bæjaryfirvöldum, sýslumanni og lögreglu tókst hins vegar að stöðva þróunina og hefur ástandið verið mjög gott síðustu 23 ár að sögn Guðmundar Óla Pálssonar, varðstjóra á Sauðárkróki. Guðmundur segir að ólætin hafi byrjað um kvöldmatarleytið á gamlárskvöld og þau hafi staðið í þrjá til fjóra klukkutíma. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Bæjarráð Grindavíkur hittist á morgun til að ræða ólæti sem brutust út á jóladagskvöld fimmtu jólin í röð. Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri segir að í samráði við bæjarbúa verði leitað allra leiða til koma í veg fyrir að þetta ástand verði viðvarandi. Slík skrílslæti hafa þekkst á gamlárskvöld og þrettándanum á fleiri stöðum á landinu í gegnum tíðina. "Það var auðséð að við réðum ekkert við ástandið. Þarna voru á ferð nokkrir ólátabelgir sem höfðu safnað áhorfendum sem hvöttu þá til dáða," segir Hlöðver Magnússon, aðstoðarvarðstjóri á Selfossi, en þar var ástandið slæmt á þrettándanum um nokkurt skeið. Hlöðver meiddist á auga og á höfði í látum árið 1980 þegar hann fékk tvö klakastykki í hausinn sem kastað var að lögreglumönnunum. Næstu tvö ár á eftir var fengin hjálp frá lögreglunni úr Reykjavík til að vinna bug á ástandinu. Guðjón Axelsson, hjá lögreglunni á Selfossi, segir að ástandið hafi verið orðið gott um árið 1985. Fram að þeim tíma hafi óeirðaseggirnir hent drasli og dóti út á götur, hvolft úr ruslafötum og brotið rúður í húsum. Hann segir að upphaflega hafi slík læti verið bundin við gamlárskvöld þegar ekkert sjónvarp var. En ólætin hafi færst yfir á þrettándann þegar föst dagskrá var í sjónvarpinu á gamlárskvöld. Ófremdarástand var í Hafnarfirði í tuttugu til þrjátíu ár á þrettándanum þar til fyrir um tíu árum síðan. Þar safnaðist fjöldi ungmenna saman í miðbænum. Rúður voru brotnar, bílum velt og bátar dregnir eftir götum. Ólafur Emilsson, hjá lögreglunni í Hafnarfirði, segir að með samstilltu átaki margra hafi tekist að vinna bug á ólátunum og er Hafnarfjörður nú friðsæll og til fyrirmyndar á þrettándanum. Stríðsástand var á Sauðárkróki á gamlárskvöld í fjölda ára. Bæjaryfirvöldum, sýslumanni og lögreglu tókst hins vegar að stöðva þróunina og hefur ástandið verið mjög gott síðustu 23 ár að sögn Guðmundar Óla Pálssonar, varðstjóra á Sauðárkróki. Guðmundur segir að ólætin hafi byrjað um kvöldmatarleytið á gamlárskvöld og þau hafi staðið í þrjá til fjóra klukkutíma.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira