Fischer vonsvikinn með hægaganginn 27. desember 2004 00:01 Sæmundur Pálsson segist reyna að stappa stálinu í vin sinn, Bobby Fischer, sem sé vonsvikinn með hve hægt mál hans gangi í Japan. Útséð virðist um að Fischer komist til Íslands fyrir áramót. Lögfræðingur Bobbys Fischers í Japan hefur ekki enn fengið formleg viðbrögð frá japanska utanríkisráðuneytinu við þeirri beiðni um að Fischer verði sleppt úr haldi og leyft að fara til Íslands þar sem hann hefur fengið dvalarleyfi. Auk þess hafa fulltrúar ráðuneytsins ekki enn sett sig í samband við sendiráð Íslands í Japan. Litlar líkur eru á að virkileg hreyfing komist á málið fyrr en á nýju ári þar sem áramótahátíðahald Japana fer nú í hönd og opinberar skrifstofur víða lokaðar þar til um miðja næstu viku. Sæmundur Pálsson, vinur Fishers, segir hann hafa hringt í sig daglega upp á síðkastið, stundum fimm sinnum á dag. Hann segir þokkalegt hljóð í honum en hann sé verulega vonsvikinn með hversu treglega málið gangi. Sæmundur hefur í nokkra daga beðið eftir grænu ljósi til að halda til Japans og sækja vin sinn en hann segir ljóst að ekkert gerist fyrir áramót. Hann segir Fischer talsvert niðri fyrir en hann spjalli við hann og reyni að stappa í hann stálinu og halda honum rólegum. Stuðningsmenn Fischers ætla að funda á morgun og ræða stöðuna í máli bandaríska skáksnillingsins en fátt bendir til þess að hann verði leystur úr haldi japanska yfirvalda á næstu dögum. Sæmundur segist engu að síður þokkalega bjartsýnnn á að hægt verði að sækja Fischer fljótlega eftir áramót. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sæmundur Pálsson segist reyna að stappa stálinu í vin sinn, Bobby Fischer, sem sé vonsvikinn með hve hægt mál hans gangi í Japan. Útséð virðist um að Fischer komist til Íslands fyrir áramót. Lögfræðingur Bobbys Fischers í Japan hefur ekki enn fengið formleg viðbrögð frá japanska utanríkisráðuneytinu við þeirri beiðni um að Fischer verði sleppt úr haldi og leyft að fara til Íslands þar sem hann hefur fengið dvalarleyfi. Auk þess hafa fulltrúar ráðuneytsins ekki enn sett sig í samband við sendiráð Íslands í Japan. Litlar líkur eru á að virkileg hreyfing komist á málið fyrr en á nýju ári þar sem áramótahátíðahald Japana fer nú í hönd og opinberar skrifstofur víða lokaðar þar til um miðja næstu viku. Sæmundur Pálsson, vinur Fishers, segir hann hafa hringt í sig daglega upp á síðkastið, stundum fimm sinnum á dag. Hann segir þokkalegt hljóð í honum en hann sé verulega vonsvikinn með hversu treglega málið gangi. Sæmundur hefur í nokkra daga beðið eftir grænu ljósi til að halda til Japans og sækja vin sinn en hann segir ljóst að ekkert gerist fyrir áramót. Hann segir Fischer talsvert niðri fyrir en hann spjalli við hann og reyni að stappa í hann stálinu og halda honum rólegum. Stuðningsmenn Fischers ætla að funda á morgun og ræða stöðuna í máli bandaríska skáksnillingsins en fátt bendir til þess að hann verði leystur úr haldi japanska yfirvalda á næstu dögum. Sæmundur segist engu að síður þokkalega bjartsýnnn á að hægt verði að sækja Fischer fljótlega eftir áramót.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira