Fons hagnast um milljarða króna 24. október 2005 03:30 FL Group og Fons eignarhaldsfélag undirrituðu samning í gær um sölu á Sterling til FL Group fyrir 15 milljarða króna. Tæplega fjórir milljarðar verða greiddir með hlutabréfum í FL Group sem ekki verða afhent fyrr en árið 2007, náist tiltekin rekstrarmarkmið Sterling. Kaupverðið getur hækkað eða lækkað eftir rekstrarárangri Sterling á næsta ári. Ljóst er að Fons innleysir með sölunni milljarða í hagnað, en talið er að kaupverð Sterling hafi verið um fimm milljarðar króna. Pálmi Haraldsson, einn eiganda Fons segir verðið sem FL Group greiddi fyrir félagið ekki hátt að sínu mati miðað við þau tækifæri sem liggi í rekstrinum. "Fyrir okkur réði það úrslitum að stjórn FL Group deilir með okkur sömu sýn á framtíð Sterling." Í kjölfar kaupanna og skipulagsbreytinga hjá félaginu verður hlutafé aukið um 44 milljarða króna á genginu 13,6. Þegar hafa stærstu hluthafar skrifað sig fyrir 39 milljörðum króna. Hægt verður að greiða fyrir hluti með hlutabréfum tíu stærstu félaga í Kauphöll Íslands, auk reiðufjár. Landsbankinn og KB banki sölutryggja það sem á vantar. Við aukninguna verður til stærsta fjárfestingafélag landsins með 65 milljarða í eigið fé. Í ár stefnir í methagnað FL Group og samkvæmt bráðabirgðauppgjöri er hagnaður fyrstu níu mánuði ársins átta milljarðar króna. FL Group hefur stofnað félag með KB banka sem mun kaupa, leigja og selja Boeing-þotur sem keyptar hafa verið að undanförnu. Með stofnun félagsins innleysir FL Group milli þrjá og fjóra milljarða í hagnað sem færast munu á uppgjör síðasta ársfjórðungs. Hannes Smárason, forstjóri FL Group segir að með kaupunum og hlutfáraukningunni sé verið að gera grundvallarbreytingar á félaginu: "Markmið okkar er að vera leiðandi áhrifafjárfestir með áherslu á Evrópu." Hann segir að með nýju skipulagi sé skilið á milli fjárfestingarstarfseminnar og rekstrarfélaganna. FL Group á um 14 prósenta hlut í easyJet. Sterling er vel sett hvað varðar áfangastaði á Norðurlöndum og eflaust áhugavert fyrir easyJet og Sterling að skoða nánara samstarf í lággjaldaflugi í Evrópu. Sterling er fjórða stærsta lággjaldaflugfélag í Evrópu. Innlent Viðskipti Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
FL Group og Fons eignarhaldsfélag undirrituðu samning í gær um sölu á Sterling til FL Group fyrir 15 milljarða króna. Tæplega fjórir milljarðar verða greiddir með hlutabréfum í FL Group sem ekki verða afhent fyrr en árið 2007, náist tiltekin rekstrarmarkmið Sterling. Kaupverðið getur hækkað eða lækkað eftir rekstrarárangri Sterling á næsta ári. Ljóst er að Fons innleysir með sölunni milljarða í hagnað, en talið er að kaupverð Sterling hafi verið um fimm milljarðar króna. Pálmi Haraldsson, einn eiganda Fons segir verðið sem FL Group greiddi fyrir félagið ekki hátt að sínu mati miðað við þau tækifæri sem liggi í rekstrinum. "Fyrir okkur réði það úrslitum að stjórn FL Group deilir með okkur sömu sýn á framtíð Sterling." Í kjölfar kaupanna og skipulagsbreytinga hjá félaginu verður hlutafé aukið um 44 milljarða króna á genginu 13,6. Þegar hafa stærstu hluthafar skrifað sig fyrir 39 milljörðum króna. Hægt verður að greiða fyrir hluti með hlutabréfum tíu stærstu félaga í Kauphöll Íslands, auk reiðufjár. Landsbankinn og KB banki sölutryggja það sem á vantar. Við aukninguna verður til stærsta fjárfestingafélag landsins með 65 milljarða í eigið fé. Í ár stefnir í methagnað FL Group og samkvæmt bráðabirgðauppgjöri er hagnaður fyrstu níu mánuði ársins átta milljarðar króna. FL Group hefur stofnað félag með KB banka sem mun kaupa, leigja og selja Boeing-þotur sem keyptar hafa verið að undanförnu. Með stofnun félagsins innleysir FL Group milli þrjá og fjóra milljarða í hagnað sem færast munu á uppgjör síðasta ársfjórðungs. Hannes Smárason, forstjóri FL Group segir að með kaupunum og hlutfáraukningunni sé verið að gera grundvallarbreytingar á félaginu: "Markmið okkar er að vera leiðandi áhrifafjárfestir með áherslu á Evrópu." Hann segir að með nýju skipulagi sé skilið á milli fjárfestingarstarfseminnar og rekstrarfélaganna. FL Group á um 14 prósenta hlut í easyJet. Sterling er vel sett hvað varðar áfangastaði á Norðurlöndum og eflaust áhugavert fyrir easyJet og Sterling að skoða nánara samstarf í lággjaldaflugi í Evrópu. Sterling er fjórða stærsta lággjaldaflugfélag í Evrópu.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira