Norrænt samstarf er athvarf og heimili 27. október 2005 04:00 Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar. "Í æ hnattvæddari veröld er gott að finna athvarfið og öryggið í samvinnu Norðurlandaþjóðanna." MYND/HEIÐA Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sat fundi með forsætisráðherrum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í Reykjavík á mánudag og þriðjudag áður en hann hélt önnum kafinn af landi brott. Hann kvaðst vera gegnheill Norðurlandabúi og hlynntur samstarfi landanna þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Hættumerki fyrir hendi Tækifærið er notað til að spyrja hvort ekki sé hætta á að samstarf Norðurlandanna innan Norðurlandaráðs verði léttvægt fundið og þunginn eigi eftir að aukast á hagsmunagæsluna innan Evrópusambandsins þegar Svíar, Danir og Finnar eru þar með fulla aðild auk Eystrasaltslandanna sem Norðurlönd eiga vaxandi samskipti við. Athygli vakti til dæmis að á vettvangi Norðurlandaráðs var á mánudagskvöld haldinn sérstakur fundur þeirra landa sem aðild eiga að Evrópusambandinu. "Vissulega getur verið hætta á ferðum. Sjálfur er ég mjög hlynntur Norðurlandasamstarfinu. Ég er sannfærður um að við höfum fulla ástæðu til þess að halda samstarfinu gangandi og á þá við samstarf Norðurlandanna sjálfra," segir Persson. "Með samstarfi við Eystrasaltsríkin myndast ný þyrping þjóða og þar að auki er um að ræða samstarf norrænna þjóða innan Evrópusambandsins. Grunnþátturinn er eftir sem áður samstarf Norðurlandanna." Persson segir að þrátt fyrir hættur sem geti steðjað að samstarfinu sé þátttaka þjóðanna á mismunandi vettvangi og í mismunandi samhengi ekki ný af nálinni. "Þetta hefur verið svona lengi. Þegar Jens Stoltenberg og Halldór Ásgrímsson sitja fundi Atlantshafsbandalagsins þá stöndum við Matti Vanhanen, starfsbróðir minn í Finnlandi, fyrir utan. Og þegar Matti Vanhanen sækir fundi evrópska myntsvæðisins stöndum við Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, fyrir utan og sjáum um okkur sjálfir. Norræna samstarfið hefur mismunandi ásýnd. Það er ekki samræmt og einsleitt. Þjóðir ná saman um ýmsa hagsmuni en þetta kemur ekki í veg fyrir að Norðurlandaþjóðirnar hafa í flestum tilvikum sömu sýn á hlutina." Starfsemin endurskoðuð Persson var spurður um niðurskurð í norrænu samstarfi og gagnrýni á slíkar áætlanir. "Það er nauðsynlegt að ráðast í endurskipulagningu starfsins og aðhæfa það nútímanum. Sumar stofnanir Norðurlandaráðs hafa verið til frá því það var stofnað fyrir fimmtíu árum. Og þegar Norr ænu ráðherranefndunum fækkar úr átján í ellefu er það í betra samræmi við til dæmis það sem tíðkast innan Evrópusambandsins. Gagnrýni á þessar ráðstafanir kemur frá þeim sem eiga hagsmuna að gæta og það er eðlilegt. Við verðum að huga að möguleikum til að taka upp nýjungar, endurskoða það sem gamalt er og gæti reynst úrelt í sumum tilvikum." Athvarf og heimili Sænski forsætisráðherrann vill ekket segja um það hvernig norræna samstarfið kemur Evrópubúum fyrir sjónir, hvort það sé eftirsóknarvert eða ákjósanlegt. "Þetta samstarf er gegnheilt og ekta og það er mjög mikilvægt að eiga sterka samsemd og samkennd. Norrænt samstarf er eins og að eiga heimili. Í æ hnattvæddari veröld er gott að finna athvarf og öryggi í samvinnu Norðurlandanna. Hér hittumst við, tölum okkar skandinavísku og ræðum hlutina út frá áþekkri og árangursríkri samfélagsgerð landanna. Sum erum við innan Evrópusambandsins, önnur innan NATO og við fetum okkur áfram með mismunandi hætti í alþjóðlegu samhengi. En okkar athvarf og heimili er Norðurlöndin og við gleðjumst mjög yfir því. Ég er nefnilega þeirrar skoðunar að þrátt fyrir misræmið og þátttöku Norðurlandanna í ólíku samhengi eigi sérhvert land að móta sína eigin ásýnd og pólitík. Ekkert Norðurlandanna glímir við vandamál sem tíð eru annars staðar í veröldinni. Þvert á móti. Velferðarstjórnmál og lýðræðishefð, áhersla á náttúruvernd og sú norræna samfélagsgerð sem við stöndum fyrir yfirleitt gefur góða raun og er lífvænleg," segir Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sat fundi með forsætisráðherrum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í Reykjavík á mánudag og þriðjudag áður en hann hélt önnum kafinn af landi brott. Hann kvaðst vera gegnheill Norðurlandabúi og hlynntur samstarfi landanna þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Hættumerki fyrir hendi Tækifærið er notað til að spyrja hvort ekki sé hætta á að samstarf Norðurlandanna innan Norðurlandaráðs verði léttvægt fundið og þunginn eigi eftir að aukast á hagsmunagæsluna innan Evrópusambandsins þegar Svíar, Danir og Finnar eru þar með fulla aðild auk Eystrasaltslandanna sem Norðurlönd eiga vaxandi samskipti við. Athygli vakti til dæmis að á vettvangi Norðurlandaráðs var á mánudagskvöld haldinn sérstakur fundur þeirra landa sem aðild eiga að Evrópusambandinu. "Vissulega getur verið hætta á ferðum. Sjálfur er ég mjög hlynntur Norðurlandasamstarfinu. Ég er sannfærður um að við höfum fulla ástæðu til þess að halda samstarfinu gangandi og á þá við samstarf Norðurlandanna sjálfra," segir Persson. "Með samstarfi við Eystrasaltsríkin myndast ný þyrping þjóða og þar að auki er um að ræða samstarf norrænna þjóða innan Evrópusambandsins. Grunnþátturinn er eftir sem áður samstarf Norðurlandanna." Persson segir að þrátt fyrir hættur sem geti steðjað að samstarfinu sé þátttaka þjóðanna á mismunandi vettvangi og í mismunandi samhengi ekki ný af nálinni. "Þetta hefur verið svona lengi. Þegar Jens Stoltenberg og Halldór Ásgrímsson sitja fundi Atlantshafsbandalagsins þá stöndum við Matti Vanhanen, starfsbróðir minn í Finnlandi, fyrir utan. Og þegar Matti Vanhanen sækir fundi evrópska myntsvæðisins stöndum við Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, fyrir utan og sjáum um okkur sjálfir. Norræna samstarfið hefur mismunandi ásýnd. Það er ekki samræmt og einsleitt. Þjóðir ná saman um ýmsa hagsmuni en þetta kemur ekki í veg fyrir að Norðurlandaþjóðirnar hafa í flestum tilvikum sömu sýn á hlutina." Starfsemin endurskoðuð Persson var spurður um niðurskurð í norrænu samstarfi og gagnrýni á slíkar áætlanir. "Það er nauðsynlegt að ráðast í endurskipulagningu starfsins og aðhæfa það nútímanum. Sumar stofnanir Norðurlandaráðs hafa verið til frá því það var stofnað fyrir fimmtíu árum. Og þegar Norr ænu ráðherranefndunum fækkar úr átján í ellefu er það í betra samræmi við til dæmis það sem tíðkast innan Evrópusambandsins. Gagnrýni á þessar ráðstafanir kemur frá þeim sem eiga hagsmuna að gæta og það er eðlilegt. Við verðum að huga að möguleikum til að taka upp nýjungar, endurskoða það sem gamalt er og gæti reynst úrelt í sumum tilvikum." Athvarf og heimili Sænski forsætisráðherrann vill ekket segja um það hvernig norræna samstarfið kemur Evrópubúum fyrir sjónir, hvort það sé eftirsóknarvert eða ákjósanlegt. "Þetta samstarf er gegnheilt og ekta og það er mjög mikilvægt að eiga sterka samsemd og samkennd. Norrænt samstarf er eins og að eiga heimili. Í æ hnattvæddari veröld er gott að finna athvarf og öryggi í samvinnu Norðurlandanna. Hér hittumst við, tölum okkar skandinavísku og ræðum hlutina út frá áþekkri og árangursríkri samfélagsgerð landanna. Sum erum við innan Evrópusambandsins, önnur innan NATO og við fetum okkur áfram með mismunandi hætti í alþjóðlegu samhengi. En okkar athvarf og heimili er Norðurlöndin og við gleðjumst mjög yfir því. Ég er nefnilega þeirrar skoðunar að þrátt fyrir misræmið og þátttöku Norðurlandanna í ólíku samhengi eigi sérhvert land að móta sína eigin ásýnd og pólitík. Ekkert Norðurlandanna glímir við vandamál sem tíð eru annars staðar í veröldinni. Þvert á móti. Velferðarstjórnmál og lýðræðishefð, áhersla á náttúruvernd og sú norræna samfélagsgerð sem við stöndum fyrir yfirleitt gefur góða raun og er lífvænleg," segir Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira