Landsbanki hækkar vexti á íbúðalánum 12. nóvember 2005 08:30 Bankastjórar Landsbankans Landsbankinn hækkaði vexti íbúðalána sinna í gær. Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir ákvörðun bankans skynsamlega en hann hefði frekar búist við að Íbúðalánasjóður myndi leiða hækkunarferli vaxta á íbúðalánum. Landsbankinn ákvað í gær að hækka vexti íbúðalána sinna úr 4,15 prósentum í 4,45 prósent. Vaxtabreytingin hefur ekki áhrif á eldri íbúðalán. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir ákvörðunina tekna í ljósi þeirrar hækkunar sem verið hafi á ávöxtunarkröfu á markaði. "Við erum banki sem byggist á markaðslögmálum og viljum ekki niðurgreiða eina vöru á kostnað annarrar." Hann segir að hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum hafi nú loksins farið að hafa áhrif á langtímavexti. "Lykillinn að mjúkri lendingu byggist á fasteignamarkaðnum og besta leiðin til að róa hann er að hækka vexti íbúðalána. Við trúum því að við séum að vinna að langtímahagsmunum viðskiptavina okkar með þessu, því þeir eru að verðbólga haldist lág og að vextir verði þannig að þeir verði lágir þegar til lengri tíma er litið." Sigurjón segir að forsenda þess sé að stöðugleiki haldist. Hann segir að með þessu styðji bankinn við viðleitni Seðlabankans til að draga úr þenslu í efnahagslífinu. Vextir á þeim peningum sem sóttir eru á markað til að fjármagna íbúðalán hafa hækkað að undanförnu um 0,4 til 0,9 prósent og miðað við núverandi stöðu er óhjákvæmilegt að vextir Íbúðalánasjóðs muni hækka eftir næsta útboð sjóðsins. Álag á útboðsgengi bréfa sjóðsins er lögbundið, Það útboð hefur látið á sér standa og er það talið vera vegna þess að sjóðurinn á fé vegna uppgreiðslna sem standa undir útlánum. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði segir ákvörðun Landsbankans skynsamlega. "Við munum taka ákvörðun um vexti okkar útlána eftir næsta útboð," segir hann en ekki er ákveðið hvenær það verður. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Á klapparstíg Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir að hækkun vaxta íbúðalána komi ekki á óvart. "Það var tímaspursmál hver myndi ríða á vaðið, en það kemur á óvart að það hafi verið Landsbankinn. Maður hefði búist við því að Íbúðalánasjóður myndi hefja þetta ferli. Þetta er skynsamlegt hjá þeim," segir Arnór. Haukur Oddsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka, og Friðrik Halldórsson, kollegi hans í KB banka, taka báðir undir orð Arnórs og segja að miðað við þróun vaxta hafi hækkun legið í loftinu. Þeir segja ekkert um það ákveðið hvort eða hvenær vaxtabreytinga á íbúðalánum sé að vænta hjá þeirra bönkum. Verð húsnæðis hefur undanfarin misseri verið meginástæða hækkandi verðbólgu. Helstu ástæður fasteignahækkana eru aukinn kaupmáttur og lægri vextir íbúðalána. Innlent Viðskipti Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Landsbankinn ákvað í gær að hækka vexti íbúðalána sinna úr 4,15 prósentum í 4,45 prósent. Vaxtabreytingin hefur ekki áhrif á eldri íbúðalán. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir ákvörðunina tekna í ljósi þeirrar hækkunar sem verið hafi á ávöxtunarkröfu á markaði. "Við erum banki sem byggist á markaðslögmálum og viljum ekki niðurgreiða eina vöru á kostnað annarrar." Hann segir að hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum hafi nú loksins farið að hafa áhrif á langtímavexti. "Lykillinn að mjúkri lendingu byggist á fasteignamarkaðnum og besta leiðin til að róa hann er að hækka vexti íbúðalána. Við trúum því að við séum að vinna að langtímahagsmunum viðskiptavina okkar með þessu, því þeir eru að verðbólga haldist lág og að vextir verði þannig að þeir verði lágir þegar til lengri tíma er litið." Sigurjón segir að forsenda þess sé að stöðugleiki haldist. Hann segir að með þessu styðji bankinn við viðleitni Seðlabankans til að draga úr þenslu í efnahagslífinu. Vextir á þeim peningum sem sóttir eru á markað til að fjármagna íbúðalán hafa hækkað að undanförnu um 0,4 til 0,9 prósent og miðað við núverandi stöðu er óhjákvæmilegt að vextir Íbúðalánasjóðs muni hækka eftir næsta útboð sjóðsins. Álag á útboðsgengi bréfa sjóðsins er lögbundið, Það útboð hefur látið á sér standa og er það talið vera vegna þess að sjóðurinn á fé vegna uppgreiðslna sem standa undir útlánum. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði segir ákvörðun Landsbankans skynsamlega. "Við munum taka ákvörðun um vexti okkar útlána eftir næsta útboð," segir hann en ekki er ákveðið hvenær það verður. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Á klapparstíg Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir að hækkun vaxta íbúðalána komi ekki á óvart. "Það var tímaspursmál hver myndi ríða á vaðið, en það kemur á óvart að það hafi verið Landsbankinn. Maður hefði búist við því að Íbúðalánasjóður myndi hefja þetta ferli. Þetta er skynsamlegt hjá þeim," segir Arnór. Haukur Oddsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka, og Friðrik Halldórsson, kollegi hans í KB banka, taka báðir undir orð Arnórs og segja að miðað við þróun vaxta hafi hækkun legið í loftinu. Þeir segja ekkert um það ákveðið hvort eða hvenær vaxtabreytinga á íbúðalánum sé að vænta hjá þeirra bönkum. Verð húsnæðis hefur undanfarin misseri verið meginástæða hækkandi verðbólgu. Helstu ástæður fasteignahækkana eru aukinn kaupmáttur og lægri vextir íbúðalána.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira