Hvorki reiður né þakklátur Guðjóni Þórðarsyni 24. nóvember 2005 08:30 Guðni greinir frá frægum samskiptum sínum við Guðjón Þórðarson í bókinni en hann er ekki ánægður með framkomu Guðjóns í sinn garð. fréttablaðið/valli Það er fáir íslenskir knattspyrnumenn sem státa af eins glæsilegum knattspyrnuferli og Guðni Bergsson. Fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson hefur skráð sögu Guðna sem er ekki ævisaga heldur fótboltasaga, Í bókinni er ferill Guðna rakinn ítarlega frá uppeldinu hjá Val til tímans hjá Tottenham og Bolton. Saga Guðna með landsliðinu er ekki undanskilin en sú saga var ekki eins glæst og hún hefði getað verið. Ástæðan var ágreiningur við Guðjón Þórðarson, þáverandi landsliðsþjálfara, sem leiddi til þess að Guðni heyrði ekki frá knattspyrnuforystunni á Íslandi í fimm ár. Margar sögur hafa verið á kreiki um ástæður þess að kastaðist í kekki á milli Guðna og Guðjóns. Guðni segir frá sinni hlið mála í bókinni. Sagan um samskipti Guðna og Guðjóns er athyglisverð en Guðni lenti tvisvar í umdeildum málum með landsliðinu. Þeir félagar hittust þrátt fyrir það á kaffihúsi síðar og grófu stríðsöxina. Fór afar vel á með þeim að því er fram kemur í bókinni. "Hann var mjög opinskár og einlægur. Við vorum eiginlega komnir á trúnaðarstigið, eins og sagt er, yfir kaffinu. Það lá við að við féllumst í faðma þegar við skildum. En við létum nægja að takast í hendur og hann sagði: "Við sjáumst eftir nokkrar vikur, Guðni." Gerum það," svaraði ég," segir í bók Guðna. Eftir þennan fund heyrðist hvorki hósti né stuna frá Guðjóni eða KSÍ í heil fimm ár. Það fannst Guðna vera sárt. "Ég hafði tekið frumkvæði að því að ganga frá málinu og taldi okkur vera á sömu línu. Svo þegar annað kemur í ljós þá var eðlilega hundur í manni," sagði Guðni á blaðamannafundi í gær en hann hefur aldrei leitað svara hjá Guðjóni við því af hverju hann hefði kosið að ganga á bak orða sinna og ekki valið hann aftur í landsliðið? "Ég hef hitt hann einu sinni og við áttum stutt spjall en það var ekki alveg eins vinalegt og á kaffihúsinu áður. Hann hefur eflaust sína skýringu. Ég hefði samt viljað heyra hana frá honum sjálfum." Guðni reyndi þrátt fyrir þetta að gera gott úr málunum en það að leika ekki með landsliðinu gaf honum meiri hvíld og hann spilaði fyrir vikið lengur og betur með Bolton. Er Guðni þá reiður eða þakklátur Guðjóni? "Ég er ekki reiður honum. Ég fer ekkert ofan af því að þetta var ekki góð framkoma. Ég var ekki sáttur við hana þá og er ekki enn þann dag í dag. Ég er ekki reiður honum en ég er ekkert sérstaklega þakklátur honum heldur. Hann hefði átt að tala við mig og ég fer ekkert ofan af því," sagði Guðni Bergsson. Íslenski boltinn Fréttir Innlendar Íþróttir Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
Það er fáir íslenskir knattspyrnumenn sem státa af eins glæsilegum knattspyrnuferli og Guðni Bergsson. Fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson hefur skráð sögu Guðna sem er ekki ævisaga heldur fótboltasaga, Í bókinni er ferill Guðna rakinn ítarlega frá uppeldinu hjá Val til tímans hjá Tottenham og Bolton. Saga Guðna með landsliðinu er ekki undanskilin en sú saga var ekki eins glæst og hún hefði getað verið. Ástæðan var ágreiningur við Guðjón Þórðarson, þáverandi landsliðsþjálfara, sem leiddi til þess að Guðni heyrði ekki frá knattspyrnuforystunni á Íslandi í fimm ár. Margar sögur hafa verið á kreiki um ástæður þess að kastaðist í kekki á milli Guðna og Guðjóns. Guðni segir frá sinni hlið mála í bókinni. Sagan um samskipti Guðna og Guðjóns er athyglisverð en Guðni lenti tvisvar í umdeildum málum með landsliðinu. Þeir félagar hittust þrátt fyrir það á kaffihúsi síðar og grófu stríðsöxina. Fór afar vel á með þeim að því er fram kemur í bókinni. "Hann var mjög opinskár og einlægur. Við vorum eiginlega komnir á trúnaðarstigið, eins og sagt er, yfir kaffinu. Það lá við að við féllumst í faðma þegar við skildum. En við létum nægja að takast í hendur og hann sagði: "Við sjáumst eftir nokkrar vikur, Guðni." Gerum það," svaraði ég," segir í bók Guðna. Eftir þennan fund heyrðist hvorki hósti né stuna frá Guðjóni eða KSÍ í heil fimm ár. Það fannst Guðna vera sárt. "Ég hafði tekið frumkvæði að því að ganga frá málinu og taldi okkur vera á sömu línu. Svo þegar annað kemur í ljós þá var eðlilega hundur í manni," sagði Guðni á blaðamannafundi í gær en hann hefur aldrei leitað svara hjá Guðjóni við því af hverju hann hefði kosið að ganga á bak orða sinna og ekki valið hann aftur í landsliðið? "Ég hef hitt hann einu sinni og við áttum stutt spjall en það var ekki alveg eins vinalegt og á kaffihúsinu áður. Hann hefur eflaust sína skýringu. Ég hefði samt viljað heyra hana frá honum sjálfum." Guðni reyndi þrátt fyrir þetta að gera gott úr málunum en það að leika ekki með landsliðinu gaf honum meiri hvíld og hann spilaði fyrir vikið lengur og betur með Bolton. Er Guðni þá reiður eða þakklátur Guðjóni? "Ég er ekki reiður honum. Ég fer ekkert ofan af því að þetta var ekki góð framkoma. Ég var ekki sáttur við hana þá og er ekki enn þann dag í dag. Ég er ekki reiður honum en ég er ekkert sérstaklega þakklátur honum heldur. Hann hefði átt að tala við mig og ég fer ekkert ofan af því," sagði Guðni Bergsson.
Íslenski boltinn Fréttir Innlendar Íþróttir Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira