Allir verða að vera jafnir fyrir lögum 25. nóvember 2005 06:15 Kjarni umræðunnar um Baugs- og olíusamráðsmálin snýst um hvort allir standi jafnir gagnvart lögum þessa lands. Þessi mál hafa reynt meira á íslenskt réttarkerfi en dæmi eru um - jafnvel svo að trúverðugleikinn er í húfi. Í vikunni tilkynnti ríkislögreglustjóri að rannsókn olíusamráðsmálsins væri lokið. Í tilkynningu embættisins kom fram að málið hafi verið sent ríkissaksóknara til frekari ákvörðunar. Það vakti sérstaka eftirtekt að embættið skyldi taka það sérstaklega fram af þessu tilefni að hugsanlega sé ekki rétt að ákæra í málinu, þrátt fyrir að rannsókn þess hafi leitt í ljós að hundruð brota hafi verið framin, sem ýmist voru játuð eða staðfest á annan hátt. Marga setti hljóða við þessa athugasemd. Það hefur lengi tíðkast í skattamálum að fyrirtækjum er gerð sérstök sekt, auk þess sem einstaklingar þurfa að sæta ábyrgð, hugsanlega fangelsisvist vegna gjörða sinna. Hvers vegna skyldi hið sama ekki eiga við um samkeppnismál? Hvers vegna skyldu sakborningar í olíumálinu ekki bera sömu ábyrgð á gjörðum sínum einsog aðrir sem gerast brotlegir gagnvart lögum og reglum samfélagsins? Því hefur verið haldið fram að mannréttindaákvæði leggi bann við því að einstaklingar eigi að þurfa að þola tvöfalda rannsókn. Um þetta er það að segja að brot einstaklinga hafa aðeins verið rannsökuð á einum stað, þ.e. hjá ríkislögreglustjóra. Samkeppnisstofnun rannsakaði brot fyrirtækjanna. Hugsanlega verður fyrirtækjunum ekki gerð frekari refsing en sæta þeim stjórnvaldssektum sem þegar hafa verið ákveðnar, en það er algerlega vandkvæðalaust að höfða refsimál gegn yfirmönnum olíufélaganna. Annað er útúrsnúningur. Vegna farsans sem almenningur hefur orðið vitni að við rekstur og meðferð Baugsmálsins fyrir dómstólum er mikilvægt að refsivörslukerfið setji ekki frekar niður. Tilkynning eins og sú sem embætti ríkislögreglustjóra sendi frá sér um að óvíst sé að ákært verði í málinu, grefur undan trúverðugleika kerfisins. Það er ekki langt síðan einstaklingi var gerð 30 daga fangelsisrefsing sökum þess að hann hafði tekið kjötlæri ófrjálsri hendi. Almenningur má ekki líta svo á að eftir sem maður stelur meiru standi minni líkur til þess að hann verði látinn sæta refsiábyrgð. Alþýðusamband Íslands hefur reiknað það út að tjón almennings af olíusamráðinu hafi numið mörgum tugum milljarða. Bresk samkeppnislög kveða á um að einstaklingar sem gerast sekir um samsæri gegn almenningi, einsog gerðist í olíumálinu, megi dæma í bann til að gegna ábyrgðarstöðum í atvinnulífinu í allt að 10 ár. Það er rétt að skoða hvort setja eigi sambærilega reglu í íslensk lög. Hér á landi hefur það vakið athygli að einn helsti höfuðpaur olíumálsins hefur verið kosinn í stjórn fjármálafyrirtækis. Enn fremur var hann nýverið kosinn í stjórn útbreidds dagblaðs. Þetta var gert þrátt fyrir að í lögum um fjármálafyrirtæki sé tekið fram að þeir sem brjóta m.a. gegn samkeppnislögum, eða eru líklegir til að misnota aðstöðu sína sé ekki heimilt að sitja í stjórnum fjármálafyrirtækja. Í mínum huga er ljóst að Fjármálaeftirlitinu ber skylda til að skoða þetta mál sérstaklega. Það þarf vart að rökstyðja nauðsyn þess að traust ríki til fjármálastofnana, og allir jafnt háir sem lágir standi jafnir gagnvart lögum þessa lands. Annað er óásættanlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Kjarni umræðunnar um Baugs- og olíusamráðsmálin snýst um hvort allir standi jafnir gagnvart lögum þessa lands. Þessi mál hafa reynt meira á íslenskt réttarkerfi en dæmi eru um - jafnvel svo að trúverðugleikinn er í húfi. Í vikunni tilkynnti ríkislögreglustjóri að rannsókn olíusamráðsmálsins væri lokið. Í tilkynningu embættisins kom fram að málið hafi verið sent ríkissaksóknara til frekari ákvörðunar. Það vakti sérstaka eftirtekt að embættið skyldi taka það sérstaklega fram af þessu tilefni að hugsanlega sé ekki rétt að ákæra í málinu, þrátt fyrir að rannsókn þess hafi leitt í ljós að hundruð brota hafi verið framin, sem ýmist voru játuð eða staðfest á annan hátt. Marga setti hljóða við þessa athugasemd. Það hefur lengi tíðkast í skattamálum að fyrirtækjum er gerð sérstök sekt, auk þess sem einstaklingar þurfa að sæta ábyrgð, hugsanlega fangelsisvist vegna gjörða sinna. Hvers vegna skyldi hið sama ekki eiga við um samkeppnismál? Hvers vegna skyldu sakborningar í olíumálinu ekki bera sömu ábyrgð á gjörðum sínum einsog aðrir sem gerast brotlegir gagnvart lögum og reglum samfélagsins? Því hefur verið haldið fram að mannréttindaákvæði leggi bann við því að einstaklingar eigi að þurfa að þola tvöfalda rannsókn. Um þetta er það að segja að brot einstaklinga hafa aðeins verið rannsökuð á einum stað, þ.e. hjá ríkislögreglustjóra. Samkeppnisstofnun rannsakaði brot fyrirtækjanna. Hugsanlega verður fyrirtækjunum ekki gerð frekari refsing en sæta þeim stjórnvaldssektum sem þegar hafa verið ákveðnar, en það er algerlega vandkvæðalaust að höfða refsimál gegn yfirmönnum olíufélaganna. Annað er útúrsnúningur. Vegna farsans sem almenningur hefur orðið vitni að við rekstur og meðferð Baugsmálsins fyrir dómstólum er mikilvægt að refsivörslukerfið setji ekki frekar niður. Tilkynning eins og sú sem embætti ríkislögreglustjóra sendi frá sér um að óvíst sé að ákært verði í málinu, grefur undan trúverðugleika kerfisins. Það er ekki langt síðan einstaklingi var gerð 30 daga fangelsisrefsing sökum þess að hann hafði tekið kjötlæri ófrjálsri hendi. Almenningur má ekki líta svo á að eftir sem maður stelur meiru standi minni líkur til þess að hann verði látinn sæta refsiábyrgð. Alþýðusamband Íslands hefur reiknað það út að tjón almennings af olíusamráðinu hafi numið mörgum tugum milljarða. Bresk samkeppnislög kveða á um að einstaklingar sem gerast sekir um samsæri gegn almenningi, einsog gerðist í olíumálinu, megi dæma í bann til að gegna ábyrgðarstöðum í atvinnulífinu í allt að 10 ár. Það er rétt að skoða hvort setja eigi sambærilega reglu í íslensk lög. Hér á landi hefur það vakið athygli að einn helsti höfuðpaur olíumálsins hefur verið kosinn í stjórn fjármálafyrirtækis. Enn fremur var hann nýverið kosinn í stjórn útbreidds dagblaðs. Þetta var gert þrátt fyrir að í lögum um fjármálafyrirtæki sé tekið fram að þeir sem brjóta m.a. gegn samkeppnislögum, eða eru líklegir til að misnota aðstöðu sína sé ekki heimilt að sitja í stjórnum fjármálafyrirtækja. Í mínum huga er ljóst að Fjármálaeftirlitinu ber skylda til að skoða þetta mál sérstaklega. Það þarf vart að rökstyðja nauðsyn þess að traust ríki til fjármálastofnana, og allir jafnt háir sem lágir standi jafnir gagnvart lögum þessa lands. Annað er óásættanlegt.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun